Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.09.1997, Blaðsíða 39
PORTÚGAL ferðavanir og við vorum líka í hlutverki ræðismannsins. Skottuðumst með fólk í búðir, túlkuðum hjá lækni og þar fram eftir götunum. Fyrstu árin komu nánast allir íbúar Sigluijarðar í heimsókn. En það var gaman því við vorum í góðum tengslum við fólk. Núna er þetta breytt og Islendingar eru ekki eins ijölmennir á barnum og áður.“ EINS OG LÖNG SÍLDARVERTÍÐ Aðspurðar segja þær systur að aðrir hafi sýnt áhuga á að komast í rekstur- inn með þeim. Það hafi aldrei komið til greina að bæta við fleiri eigendum - og ekki einu sinni þótt skyldmenni ætti í hlut. Að öðru leyti eru þær ekki líkari en gengur og gerist með systur - lifa ólíku lífi og hafa ólík markmið. Jóhanna er átta árum eldri, ógift og barnlaus. Bára er ógift en á 4 ára gamlan son sem heit- ir Rósant Máni. Hún hugsar því meira heim til Islands og er byijuð að búa í haginn íyrir sig og soninn í Reykjavík. „Eg er að bræða með mér að vera á heima á veturna svo hann geti gengið þar í skóla. Það ætti að takast því vetur- inn er rólegur hér. Eg hef hins vegar enga ákvörðun tekið. Rósant Mána líð- ur vel og er í leikskóla með portúgölsk- um börnum. Hann lærir málið sem er mjög gott. EVRÓPSKAR REGLUR Þær eru auðvitað útlendingar í Portúgal og verða að lúta viðeigandi reglum. Þar sem Portúgal er í Evrópu- sambandinu gilda reglur sambandsins í öllum veitingarekstri. Eftir því sem árin líða hefur verið auðveldara fyrir þær að endurnýja atvinnu- og rekstrarleyfi. Þegar mest er að gera hafa þær 10 starfsmenn eða fleiri - Islendinga og Portúgala. I byijun hafi skriffinnskan verið mikil og þreytandi en núna kunni þær betur á reglurnar. Þær segja að það þurfi kjark til að byija í hliðstæðum rekstri í dag. „Margir halda að það sé bara nóg að kaupa húsnæði, nokkrar flöskur af víni og einn geislaspilara. Það er bara draumsýn og það sannast á því að það hefur tekið okkur tólf ár með hörku- vinnu að komast í þá stöðu sem við erum í í dag,“ segja Jóhanna og Bára, systurnar frá Siglufirði sem hafa komið ár sinni vel fyrir borð í Albufeira. 35 Linda ásamt eiginmanni sínum, Antonio Freitas. Linda er ensk í föðurættína - frá Newcastle, en fólk á þvi svæði er almennt kallað Gordies. Linda ólst upp í Englandi tíl fjórtán ára aldurs - þá fluttí hún heim. Hún vann meðal annars um árabil á Skálafelli á Hótel Esju. FV-mynd: Þórdís. LINDA Á GORDIE VIKING ar sem þú sérð boli frá Knatt- spyrnufélaginu Víkingi, Skaga- mönnum og liði Newcastle hljóta að vera íslendingar. Það skyldi maður ætla og það stendur heima þegar litið er inn á lítinn bar á götuhorni í Al- bufeira. A barnum hjá Lindu Freitas, The Gordie Viking, eru allajafna töluð þijú tungumál, enska, íslenska og portú- galska. Stundum ruglast Linda í ríminu og talar íslensku eða portúgölsku við Englendingana - og öfugt. Linda rekur barinn ásamt eig- inmanni sínum, Antonio Freitas. Antonio er fædd- ur og uppalinn í Albufeira. Hann rekur líka mat- sölustaðinn Os Arcos í samstarfi við föður sinn en sá staður er nálægt barnum. Faðirinn stýrir svo einsamall þriðja veitingastaðnum sem er vinsæll hjá Islendingum.Nafnið The Gordie Vik- ing vísar til uppruna Lindu. Hún er ensk í föðurættina - frá Newcastle, við ána Tyne, en fólk á því svæði er almennt kall- að Gordies. I móðurætt er Linda íslensk og auðvitað víkingur í eðli sínu. Fram að fjórtán ára aldri bjó hún í Englandi. LANGAÐIAÐ BREYTA TIL „Mig langaði að breyta til,“ segir Linda um ástæðuna fyrir því að hún er orðinn bareigandi í Albufeira. Hún seg- ist hafa haft ágæta reynslu af barþjón- ustu í gegnum árin. Heima á Islandi vann hún á Skálafelli á Hótel Esju og Hauk í horni og seinna á veitingastöðum tengdafjölskyldunnar í Albufeira. Linda og Toni kynntust fýrir tólf árum og voru lýrstu tvö árin heima á Is- landi. Fyrir tíu árum fluttu þau til heimabæjar Antonios til þess að hjálpa tengdafjöl- skyldunni. Þau eiga engin börn saman en fyrir átti Linda tvö börn, Jó- hann og Þór- dísi. Jóhann býr á Islandi en Þórdís er að læra ferðafræði í Portimao. The Gordie Viking er lítill, vinalegur bar innréttaður í hefðbundnum enskum stíl. Linda og Antonio sáu um allar inn- réttingarnar, smíðuðu og flísalögðu fram á nætur á vormánuðum. „Við lögðum hart að okkur við að gera barinn eins huggulegan og kostur var. Eg vildi auðvitað hafa hann svolítið ÞEYSTU ÚT AF BARNUM Samskipti íslendinga og Englendinga á barnum hjá mér hafa aöeins einu sinni klikkaö. Þaö var þegar ég bauö upp á hákarlinn og brennivíniö. íslend- ingarnir glöddust en Englendingarnir þustu út undan lyktinni. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.