Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.09.1997, Blaðsíða 38
SYSTURNAR FRA SIGLUFIRÐI Systurnar frá Siglufirði, Bára (til vinstri) og Jóhanna Hauksdætur, reka vinsælan veitingastað, Classic bar í Albufeira. I faðmi Báru er fjögurra ára sonur hennar, Rósant Máni. Jóhanna flutti til Kaupmannahafnar fyrir nær þrjátíu árum. Þaðan hélt hún suður á bóginn, hugmynd kviknaði, hún hafði samband við systur sína - og Classic bar var keyptur. FV-mynd: Þórdís „Upphafið að Classic má rekja til þess að ég hafði áhuga á að opna minn eigin veitingastað," segir Jóhanna. „Ég hafði dvalið í Kaupmannahöfn í mörg ár og unnið hjá Þorsteini Viggóssyni á Bonaparte og Pussycat. Ég hóf því leit- ina að barnum mínum með því að kanna hvert Danirnir færu í frí. Hingað kom ég í kjólfar þeirra dönsku og heillaðist strax af Albufeira. Þá var Albufeira bara lítí.11 fiskimannabær með öllum sínum gamla sjarma." Jóhanna hafði samband heim á Sigló. Bára, sem hafði verið framreiðslumaður á hótelinu heima, var til í tuskið. „Ég hafði ekkert sérstakt í gangi heima og var því meira en tilbúinn að breyta til," segir Bára og hlær. Þær hlæja báðar mikið og að nánast öllu. Þeim fylgir alltaf mikil kátína og það kunna gestirn- ir að meta. „Núna getum við leyft okkur að vera lausar við og látið aðra um hinn daglega rekstur," segja þær. „Þegar við byrjuð- um þurftum við að vinna baki brotnu til þess að greiða niður kostnaðinn. Við rákum barinn um sumarið, fórum svo heim á Sigló til að vinna í fiski eða á hót- elinu yfir veturinn. Við þurftum svo sannarlega að halda vel á spóðunum." „Þá voru Islendingar ekki mjóg Dsumar fögnuðu systurnar frá Siglufirði, Jóhanna og Bára Hauksdætur, tólf ára afmæli Classic bar. Mikið var um dýrðir og allir viðskiptavinir fengu rjómatertusneið og kampavín. Fyrir systurnar markaði af- mælið upphafið að þrettánda sumri þeir- ra í Albufeira - og í tólfta sinn sáu þær fram á annasamar vikur. Viðskiptavinir þeirra eru ekki eingöngu íslendingar, enda er fjöldi þeirra sem dropi í hafið á þessum vinsæla ferðamannastað. Classic bar er til húsa við eina fjöl- förnustu götu gamla miðbæjarins þar sem ferðamenn úr öllum áttum eiga leið um. Classic bar er því alþjóðlegur í þeim skilningi. Og kokkteilarnir á Classic bera hróður staðarins víða. Islenskar stúlkur vinna á barnum á sumrin og Portúgalinn Poulo talar íslensku líka. „Barinn hefur breyst með árunum og núna er hægt að kalla hann diskóbar með öllu sem tilheyrir. Fyrst vorum við bara með segulbandspólur sem við tók- um upp heima og létum okkur vel líka. Allt var svo afslappað og einfalt hér í þá TEXTI: JÓHANNA Á. H. JÓHANNSDÓTTIR ¦¦¦¦¦M daga. Sveitin rétt fyrir utan bæinn og gömlu sjómennirnir líkt og þeir höfðu verið um aldir. Gamla fólkið grætur þennan gamla tíma og við eiginlega líka." „RÆÐI8MENN" Við vorum líka í hlutverki ræöis- / mannsins. Skottuðumst með fólk í búðir, túlkuðum hjá lækni og þar fram eftir götunum. Fyrstu árin komu nán- ast aliir íbúar Siglufjarðar í heimsókn. IKJOLFAR DANANNA Jóhanna og Bára hafa komið sér vel fyrir í Albufeira. Þrátt fyrir að þær séu mjög samhentar við rekstur Classic, og komi fram sem ein, búa þær í sitthvorri íbúðinni og dágóður spölur er á milli íbúða þeirra. Blaðamaður Frjálsrar verslunar hitti þær að máli á heimili Báru mitt í ágústönnunum. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.