Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.09.1997, Blaðsíða 46
milliríkjaviðskipta vegna sameiginlegr- ar myntar. Ef ísland tæki upp evró er ekki óvarlegt að ætla að áhrifin yrðu allnokkur því að lítil jaðarríki hagnast hlutfallslega meira á því að bindast stórum markaði en stærri ríki. GALLAR Nokkrir kostnaðarþættir þess að taka uþþ evró: Skammtímavextir á íslandi og í helstu viðskiptalöndum Færri stjórntæki Helsti gallinn við að leggja niður ís- lensku krónuna er að þá fækkar hag- stjórnartækjum stjórnvalda. Ekki er lengur hægt að nota gengið við hag- stjórn og reka sjálfstæða vaxta- og pen- ingastefnu. Af þessu skiptir gengis- stjórnun mestu máli. Ef raunskellur ríður yfir íslenska hagkerfið, til dæm- is ef þorskstofninn hrynur, getur verið heppilegt að beita geng- inu til að ná jafnvægi í þjóð- arbúskapnum. Grundvall- arforsenda þess að heppi- legt sé að nota gengi sem hagstjórnartæki er að laun séu tregbreytanleg. Við þorskaflabrest minnka útflutningstekjur þjóðarinn- ar og því verða raunlaun að laga sig að breyttum aðstæð- um. Gengisfelling getur auðveldað þá aðlögun og komið í veg fyrir atvinnu- leysi og samdrátt. Ef vinnumarkaðurinn er skil- virkur og laun fullkomlega sveigjanleg er gildi gengis sem hagstjórnartækis lítið sem ekkert, jafnvægi í þjóðarbú- skapnum kemst á fyrir tilstilli mark- aðsaflanna. Flestar hagrannsóknir benda til að laun séu tregbreytanleg. Spurningin er hins vegar hversu mikið og hvort það hafi afgerandi áhrif. Nokkur atriði hafa áhrif á það hversu miklu það ræður að geta beitt genginu sem hagstjórnartæki: Hagsveifla. íslenskt atvinnulíf er mjög einhæft og byggir að stórum hluta á einum at- J ¦ Skammtímavextir á íslandi i ¦ Vegið meðaltal skammtímavaxta í helstu viðskiptalöndum 1993 1994 1995 1996 Vextír myndu lækka á íslandi við að taka upp evró. Hér sjáum við skamm- tímavextí á Islandi og í helstu viðskiptalöndunum. Heimild: Seðlabankinn vinnuvegi, sjávarútvegi. Þjóðarfram- leiðsla íslands sveiflast meira en í flestum ríkjum OECD. íslenska hag- sveiflan hreyfist ekki í beinum takti við þá evrópsku. Einföld fylgnirann- sókn sýnir að fylgnin er aðeins um 17% milli íslensku hag- sveiflunnar og þeirrar evrópsku. Ákaflega varasamt er þó að einblína á ein- falda fylgni- stuðla, þeir kunna oft að vera villandi. Engu að síður er ljóst að þjóðar- framleiðslan sveifl- ast meira á íslandi en flestum öðr- Það er ekki hundrað í hætt- unni þótt krónan verði látin rúlla og evró tekin upp. 1 um ríkjum. Það eykur kostnaðinn af því að fórna krónunni því að þá er ekki unnt að nýta gengið til að draga úr áhrifum hagsveiflunnar. Hreyfanleiki vinnuafls íslendingar bregðast fljótt við versnandi atvinnuhorfum og slæmu efnahagsástandi með því að flytja úr landi. Hreyfanleiki vinnuafls til og frá íslandi er líkari því sem gerist innan Bandaríkja Norður-Ameríku en Evr- ópu. Þetta minnkar þörfina á raunlauna- lækkun við ytri skelli og dregur úr kostnaðinum af því að fórna genginu sem hagstjórnartæki. Sveigjanleiki launa Ef laun væru fullkomlega sveigjan- leg og vinnumarkaðurinn skilvirkur væri gildi gengis sem hagstjórnartæk- is lítið sem ekkert, hagkerfið myndi alltaf starfa við fulla atvinnu. Að mati sérfræðinga OECD er íslenski vinnu- markaðurinn einn sá sveigjanlegasti sem þekkist, enda hreyfast raunlaun hratt í takt við breytingar í efnahagsá- standi þjóðarinnar. Að mati höfundar er þessi sveigjanleiki að miklu leyti of- metinn af OECD, því að sveigjanleik- inn byggist að verulegu leyti á því að stjórnvöld hafa beitt genginu til að lækka raunlaun þegar illa árar. Engu að síður er vinnumarkaðurinn á ís- landi hugsanlega betur í stakk búinn til að glíma við erfiðar aðstæður en vinnumarkaðir í mörgum öðrum ríkj- um Evrópu. Það gerir kostnaðinn við að taka upp evró á Islandi lægri í sam- anburði við önnur lönd Evrópu. ERKOSTNAÐURVIÐ GENGISBREYTINGAR STJÓRNVALDA? Á undanförnum árum hefur þeim hagfræðingum fjölgað sem hafa al- mennt efasemdir um gildi gengis- stjórnunar sem hagstjórnartækis og telja að litlu sé fórnað með þvi að sam- einast stærra myntsvæði. Sífelldar gengisfellingar hafa líka kostnað í för með sér. Útflutningur ís- lendinga hefur ekki aukist jafn mikið og annarra ríkja í veröldinni. Ein af ástæðum þess kann að vera óstóðugt gengi sem skaðar milliríkjaviðskipti. Staðalfrávik raungengis á íslandi síð- 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.