Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.09.1997, Blaðsíða 65
Lirtir mennin? íílozart í baðfötum Cosi fan tutte í Islensku óperunni. Ópera eftír Lorenzo da Ponte og Wolfgang Amadeus Mozart. Hljómsveitarstjóri: Howard Moody. Leikstjóri : David Freeman. Leikmynd og búningar : David Freeman. Helstu söngvarar : Sólrún Bragadóttír, Ingveldur Ýr Jóns- dóttir, Þóra Einarsdóttir; Loftur Erlingsson, Björn Jóns- son og Bergþór Pálsson. ér leiðist þetta verk Mozarts,“ sagði Mario Del Monaco eitt sinn við mig þegar við vorum að ræða eitt tónverka liins mikla meistara. Mario Del Monaco var óumdeildur konungur ítalskra tenóra á sjötta og sjöunda áratugnum. Þá voru tenórar á stjörnuhimni óperunnar margir en ekki þrír eins og tónlistarunnendur virðast láta sér nægja í dag. Enda þótt ég væri ekki sammála, mótmælti ég ekki Mario enda stórtenór- inn ekki sú manngerð sem kærði sig um að vera andmælt. Ég var og er Mozart unnandi og fannst þá sem verk hans væru yfir gagnrýni hafin. Með tímanum hef ég lært að velja og hafna og komist að þeirri niðurstöðu að sum verka meistarans höfða ekki til mín. Líkt og Atli Heimir Sveinsson hreifst ekki af nýjustu lög- um Rolling Stones, við lítinn fögnuð aðdáenda þeirrar hljómsveit- ar, verður hver og einn að skoða hjá sjálfum sér hvaða tónlist nær til hjartans eða vekur hrifningu og fögnuð. Ég verð því að byija þessa tónlistargagnrýni á því að upplýsa lesendur um það að mér finnst Cosi fan tutte eftir Mozart heldur löng og leiðinleg ópera. Það er ekki því að kenna að ég hafi ekki séð nægilega spennandi uppfærslur þvi ég hef séð þessa óperu víða og í bestu óperuhús- um Evrópu - heldur er söguþráðurinn langur, ótrúverðugur og ekki sérlega fyndinn. Það var því með nokkrum kvíða sem ég hélt í Islensku Operuna, og svolítið fordómafullur. Frumleg og fjörug leikstjórn Það er ekki nýmæli að færa óperur til í tíma og rúmi og gefa þeim þannig aðra merkingu. Oft verður þetta kauðslegt í óper- um af því að textinn stendur eftir óhreyfður og hæfir þá ekki leng- ur efninu. Uppfærsla íslensku Óperunnar á Cosi fan tutte er sett í nútímann en látin gerast í Napólí, eins og í upprunalegu hand- riti Lorenzo da Ponte. í sem stystu máli þá gengur þessi uppsetn- ing David Freeman upp. Leikstjórn hans er frumleg og fjörug en sums staðar ærslafull og yfirdrifin. Það kemur þó ekki að sök því þetta er allt saman hin besta skemmt- un. David Freeman hefur góða kímnigáfu sem hann nýtir með litlum og óvæntum innskotum hér og þar. Cosi fantutte, sem er ófyndin gamanópera, verðurmeð þessu móti fyndin, eins og hún hefur eflaust virst samtímamönnum tónskáldsins. David Freeman sá einnig um búninga og sviðsmynd. Eins og við má búast, þegar sami maður sér um hvort tveg- gja, hæfði sviðsmyndin uppsetningunni. Hljómsveitin, undir stjórn Howards Moody, spilaði mjög fallega. Tempo voru frekar hröð Ur óþerunni Cosi fan tutte sem sýnd er í Islensku óþerunni. Söngkonurnar Þóra Einarsdóttir, Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Sólrún Bragadóttir í hlutverkum sínum. Mynd: Guðmundur Ingólfsson í Imynd. og henluðu þannig þessari uppfærslu og resítatív voru frjálsleg. Nokkrir hnökrar voru reyndar á forleiknum en síðan small allt saman. Söngvararnir Það er ekki mikill kór í óperunni og honum var sleppt en það skaðar ekki uppfærsluna nema smávegis undir lok annars þáttar þegar hljómsveitin spilar stuttan kór sem þar ætti að vera. Fyrst hlusta söngvararnir á kórinn sem enginn er og bregðast síðan við þeim tíðindum sem hann færir þeim, en þau tíðindi heyrast auð- vitað ekki. Sólrún Bragadóttir söng Fiordiligi og gerði það glæsilega. Rödd hennar er jöih og fyllt á öllu raddsviðinu. Arían „Come scoglio immoto resta“ var hreint frábærlega sungin. Ærslafull uppsetningin truflaði stundum fallegan söng hennar og dró athyglina óþarflega frá honum. Þóra Einarsóttir er léttur og bjartur sópran sem hæfir hlutverki Despinu fullkomlega. En Þóra er líka góður gamanleikari sem kallaði hvað eftir annað fram hlátur óperugesta þetta kvöld. Þetta er stórsigur fyrir hana. Ingveldur Ýr Jónsdóttír gerði Dorabellu góð skil. Sundum var raddblærinn ekki nægilega rúnnaður og missti þá fegurð sína en það leynir sér ekki að Ingveldur er sviðslistamaður. Björn Jóns- son söng Ferrando. Hann hefur fallegan raddblæ en þarf að bæta raddtækni til þess að ná að syngja hæðina rétt og áreynslu- laust. Til að svo megi verða þarf hann að ná að brúa svokallaða yfirgangstóna frá miðsviði og yfir á efra svið raddarinnar. Því miður var hinni fallegu tenóraríu „Un'aura amorosa del nostro tesoro “ sleppt. Loftur Erlingsson syngur Gugliemo og hefur þessa yndislegu baríton rödd sem hann hefur þjálfað af kost- gæfni. Bergþór Pálsson er senuþjófur í bestu merkingu þess orðs. Og ekki hefur hann skaðast af því að fara í leiklistar- nám. Hann er “buffo” söngvari eins þeir gerast bestir. Samsöngurinn gekk vel upp en þó hefði ég viljað fá perluna “Soave sia il vento” í fýrsta þætti betur flutta. Söngkonunar liéldu t.d. of mikið aftur af sér. Ég gæti best trúað að Mozart hefði orðið mjög sátt- ur við þessa uppfærslu. Hann var sjálfur uppreisnar- gjarn og ögrandi og ekki víst að hann hefði haft gam- an af 200 ára gamalli óperu án þess að breyta henni. I heildina var þetta hin ánægjulegasta sýning. Ég hvet tónlistarunnendur til þess að fara og skemmta sér og það er alveg óhætt að taka fjölskylduna með. S5 Cosi fan tutte í Islensku óperunni 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.