Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.09.1997, Blaðsíða 73
Qið einbeitum okkur að stærri viðskipta- vinum og stofnana- fjárfestum. Þetta er í sam- ræmi við þróunina annars staðar í heiminum sem er aukin sérhæfing verðbréfa- fyrirtækja," segir Ragnar Þórisson verðbréfamiðlari í erlendum verðbréfum. Ragnar starfar hjá Verðbréfa- stofunni á Suðurlandsbraut sem er ungt fyrirtæki undir forystu Jafets Ólafssonar. Fyrirtækið var stofnað í nóv- ember 1996 svo ársafmælið nálgast senn. Helstu viðskiptavinir Verðbréfastofunnar eru því lífeyrissjóðir, bankar og stærri fyrirtæki sem fjárfesta í hlutabréfum og skuldabréf- um. „Mitt hlutverk er að fylgj- ast með erlendum mörkuð- um, aðallega bandaríska markaðnum, Asíumarkaði og erlendum hlutabréfasjóð- um. Einnig sé ég um bein hlutabréfakaup frá Banda- ríkjunum og Evrópu. Ég skoða og fylgist með rann- sóknum og skýrslum frá samstarfsfyrirtækjum okkar um allan heim." Ragnar segir að smátt og smátt séu íslenskir fjárfestar að átta sig betur á þeim tæki- færum, sem bjóðast í þess- um efnum, og verði stöðugt óragari við að fjárfesta í er- lendum fyrirtækjum þar sem búast má við góðri ávöxtun. „Sem dæmi er ég að kaupa hlutabréf í írsku flug- félagi, bresku tölvuleikjafyr- irtæki, norsku olíuborunar- fyrirtæki og símafyrirtæki í Indónesíu fyrir íslenska fjár- festa." Að baki kaupum af þessu tagi liggur mikil vinna og rannsóknir. Fjárfestar kaupa ekki hlutabréf nema eftir að hafa skoðað vandlega og þegið ráðgjöf sérfræðinga. „Þetta gerist þannig að fyrst velja menn sér iðngrein Ragnar Þórisson starfar hjá Verðbréfastofunni og kaupir hlut í fyrirtækjum út um allan heim. FV mynd: Kristín Bogadóttir. RAGNAR ÞÓRISSON, VERÐBREFASTOFUNNI eða svið sem þeir vilja fjár- festa á. Síðan finna þeir sér fyrirtæki í þessum geira og kaupa í því. Hlutabréf er hlutabréf og þau tækifæri sem við sjáum nýtum við okkur." Ragnar segist fylgjast mikið með umfjöllun um við- skipti af þessu tagi í blöðum, timaritum og sjónvarpi og einnig notar hann Internetið mjög mikið til rannsókna. Nýlega hófust útsendingar frá sjónvarpsstöðinni Bloom- berg á íslandi og Ragnar fagnar því mjög. „Upplýsingar eru lykill fjárfestsins og þetta ættu menn að íhuga þegar verið er að ræða um að laða erlent fjármagn til landsins. Upp- lýsingar um íslensk fyrirtæki fyrir erlenda fjárfesta eru mjög af skornum skammti." Til þess að bæta úr þessu efndi Verðbréfastofan til samstarfs við Háskóla ís- lands og nemendur í mastersnámi í viðskiptafræði unnu úttekt á 10 íslenskum fyrirtækjum fyrir erlenda fjárfesta. Ragnar er 27 ára og varð stúdent frá Kvennaskólan- um 1990. Hann hefur alltaf haft brennandi áhuga á hlutabréfaviðskiptum og keypti fyrsta hlutabréfið á Wall Street þegar hann var aðeins 18 ára. Þá var hann að vinna í Ameríku og rak meðal annars vél sem mál- aði bílastæði. Eftir stúdentspróf fór hann til Ameríku og tók BA próf í viðskiptafræði við American College í Los Ang- eles. Síðan hefur hann sótt námskeið hjá New York Institute of Finance. Heim kom hann alkominn 1995 en hafði áður haft viðkomu í ís- lensku viðskiptalífi þegar hann og Skúli Mogensen í Oz stofnuðu fyrirtæki sem seldi körfuboltamyndir. Ragnar er í sambúð með Nönnu Björk laganema og segist reyna að nýta frístund- irnar til þess að stunda lík- amsrækt og hreyfingu. „Ég er í World Class, bæði í líkamsrækt og þar spila ég líka skvass. Einnig hef ég gaman af því að fara á skíði og þegar ég fer í frí þá vil ég helst fara á skíði til Austurríkis." W TEXTI: PÁLL ASGEIR ASGEIRSSON 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.