Frjáls verslun - 01.09.1997, Blaðsíða 25
Trúarsöfnuöir utan þjóðkirkjunnar
Hlutur þeírra í sóknargjöldum 1996.
verið hærra en nú eða um 62 þús-
und krónur fyrir hvert kíló. Tólf
prestssetur, Staðastaður, Holt,
Vatnsfjörður, Árnes, Prestbakki,
Melstaður, Laufás, Skeggjastaðir,
Hólmar, Kollreyjustaður, Heydalir
og Djúpivogur, hafa tekjur af æðar-
dún sem renna til prestsins sem
situr staðinn. Samtals munu falla til
um 200 kíló af dún á þessum 12
býlum sem gerir þá um 12,4 millj-
ónir á núvirði eða milljón á hveija
jörð að meðaltali.
SKATTFRELSITRÚFÉLAGA 0G
SAFNAÐA
Söfnuðir og trúfélög greiða lög-
boðin gjöld til ríkis og sveitarfé-
laga í formi fasteignagjalda, launa-
tengdra gjalda og tryggingagjalds,
svo dæmi sé tekið, en söfnuðir og
trúfélög greiða hvorki tekjuskatt
né eignaskatt. Að sögn formanns
sóknarneihdar í stórum söfnuði í
Reykjavík er þar stuðst við 4. grein
skattalaga en þar segir í 6. tölulið
að félög, sjóðir og stofnanir, sem
ekki reki atvinnu, skuli vera und-
anþegin tekju- og eignarskatti.
Þess vegna hafa allir söfnuðir og
trúfélög svokallaða R-merkingu
hjá Rikisskattstjóra.
VARANLEG SAMBUÐ?
Frá 1907 hefur ríkisvaldið verið
nokkurskonar ijárhaldsmaður kirkj-
unnar og greitt prestum laun. I stað-
inn fékk ríkið jarðeignir kirkjunnar
til ráðstöfunar. 1907 voru þetta tæp-
lega 17% af jarðeignum landsins
sem þannig skiptu um eigendur og
komust í eigu ríkisins. Fyrr á þessu
ári voru samþykkt lög sem eru stað-
festing nútímans á þessu nær aldar-
gamla samkomulagi. Þar skuldbind-
ur ríkið sig til þess að greiða laun 138 presta, biskups og 18
starfsmanna Biskupsstofu. í staðinn eignast ríkið 420 kirkju-
jarðir sem í dag eru taldar tæp 10% af lögbýlum landsins. Því
má ætla að um 400 jarðir hafi verið seldar frá 1907.
í tengslum við það samkomulag, sem gert var milli ríkis
og kirkju um afhendingu kirkjujarða til ríkisins og greiðslu
launa presta úr ríkissjóði, heyrðist nokkuð rætt um aðskiln-
að ríkis og kirkju og sú skoðun heyrðist einnig að íslenska
þjóðkirkjan nyti sérstakra réttinda umfram önnur trúfélög.
Þeirri skoðun virðist hafa vaxið fylgi að aðskilja bæri ríki og
kirkju og skoðanakannanir meðal almennings hafa sýnt
nokkuð fylgi við þá hugmynd.
í greinargerð kirkjueignanefndar, sem var lögð fram á
Söfnuður Fjöldl felaga Upph. 1996 í þús.
Fríkirkjan Reykjavík 3.867 17.472
Fríkirkjan Hafnarf. 1.919 8.670
Kaþólska kirkjan 1.781 8.046
Óháði söfnuðurinn 921 4.161
Aðventistar 579 2.616
Fíladelfía 537 2.426
Vegurinn 443 2.001
Vottar Jehóva 393 1.775
Baháisamfélag 281 1.269
Krossinn 260 1.174
Búddistar 215 971
Ásatrúarféiagið 179 808
Hvítasunnukirkjan 136 614
Hvítasunnu Betel 103 465
Orð lífsins 52 234
Hvítusunnu Salem 50 225
Kletturinn 48 216
Sjónarhæðarsöfn. 37 167
Hvítas. Kirkjulækjark. 33 149
F0RSIÐUEFNI
Tæplega 12 þúsund félagar eru í trúarsöfn-
uðum utan þjóðkirkjunnar. Langflestir eru í
Fríkirkjusöfnuðunum í Reykjavík, eða tæp-
lega 3.900 manns. Sóknargjöld safnaðarins
námu rúmum 17 milljónum á síðasta ári.
Andrúmið i kirkjum helgast af hátíðleik og
Kirkjuþingi í janúar 1997, segir
um þetta mál:
„Með samkomulaginu, er með
ótvíræðum hætú, hægt að að sýna
fram á að launagreiðslur ríkisins
til biskupa, presta og annarra
starfsmanna þjóðkirkjunnar,
flokkast ekki undir annarleg for-
réttindi kirkjunnar og ganga því
hvergi í berhögg við hugmyndir
um trúfrelsi eða jafnrétti trúar-
bragða. Launagreiðslur ríkisins
byggjast á afhendingu kirkjujarð-
anna - hér er um kaup kaups að
ræða. Samkomulagið mun standa
að óbreyttu, jafnvel þótt numin
verði úr gildi ákvæði stjórnar-
skrárinnar um vernd og stuðning
ríkisins við kirkjuna og hún yrði
þannig ekki lengur þjóðkirkja.
Samkomulagið er þess vegna
ekki háð stjórnarskrárákvæðinu
um þjóðkirkju."
Þetta endurspeglar það álit að í
lögunum frá 1907 um sama efni
kemur fram að höfuðstól, þ.e.
kirkjujarðirnar, megi ekki skerða.
Þá voru kirkjujarðir rúm 16% af
áætluðu verðmæti jarða í landinu
en í þessu nýja samkomulagi er
reiknað með að þær séu um 10% af
verðmæti jarða. Svo aftur sé vitnað
til álits viðræðunefndar kirkjunnar
segir í áliti hennar frá í vetur:
„Það er skoðun viðræðunefad-
ar kirkjunnar að samkomulagið
frá 10. janúar standi um langa
hríð. Kjósi Alþingi að hrinda
skuldbindingu ríkisvaldsins varð-
andi prestslaunin sem felst í sam-
komulaginu, þá væri grafið undan
sljórnarskrárákvæðinu um vernd
og stuðning við þjóðkirkju,
þannig að gjörvallt samband ríkis
og kirkju væri í uppnámi. Við-
ræðunefadin vill þess vegna taka fram, að ef framangreindar
ástæður sköpuðust, yrði að leggja af stað í nýjar kirkjueigna-
viðræður, þar sem fyrrgreind rök um „óskerðanlegan höfuð-
stól“ kirkjujarðanna, sem sannanlega voru kirkjunnar og
heyrðu undir kirkjuleg embætti árið 1907, yrðu sett í önd-
vegi. Þá væri, af hálfa kirkjunnar, hægt að setja fram kröfa
um greiðslu á höfaðstólnum frá 1907.“
Þetta verður varla skilið öðruvísi en kirkjan líti svo á að
samkomulagið standi um aldur og ævi, að öðrum kosti fái
ríkið bakreikning fyrir höfuðstól með vöxtum frá 1907. Af
sjálfu leiðir að frá sjónarhóli kirkjunnar er sambúð ríkis og
kirkju varanleg og allt tal um aðskilnað byggt á veikum
grunni. B3
25