Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.09.1997, Blaðsíða 40
PORTUGAL enskan og skreyttí svo með munum frá íslandi," segir hún við blaðamann Frjálsrar verslunar. Aðspurð segist hún vera ánægð með fyrsta sumarið og reksturinn hafi geng- ið vel. „Þetta hefur líka verið ótrúleg vinna en við gerðum okkur grein fyrir því að við yrðum að leggja mjög hart að okkur fyrstu árin. Margir halda að það sé nóg að fá húsnæði til að opna bar hér. Öðru nær. Margar reglur gilda um frágang á svona stað. Til dæmis verða allar flísar í eldhúsi að vera hvítar, salernin að lúta ákveðnum kröfum og þar fram eftir göt- unum. Af því barinn er innréttaður með viðarklæðningum þurftu brunavarnir hér í Albufeira að gera sérstaka úttekt á frágangi," segir Linda og bendir á slökkvitæki sem er skylda að hafa ná- lægt barborðinu. Svo bætir hún við að leyfin þurfi að vera sjáanleg gestum, svo og verðlistar og tafla um opnun og lok- un. ,Allar reglur eru sambærilegar við það sem gerist heima og í öðrum Evr- ópulöndum, enda eru Portúgalir í Evr- ópusambandinu." Linda segir að landar hennar frá Is- landi og Englandi blandi geði á barnum og eigi greinilega vel saman. „Stundum verður hér mjög fjörugt spjall á milli þeirra. Islendingar tala almennt góða ensku og Englendingum finnst Island og íslendingar forvitnileg. Eina, sem hefur klikkað í þeirra samskiptum, er þegar ég bauð upp á brennivín og há- karl. Islendingarnir glöddust mikið en Englendingarnir þustu út undan lykt- inni," segir Linda og viðurkennir að hún hafa haft lúmskt gaman af þessari upp- ákomu. Linda segist sakna íslands en sjaldan sakni hún Englands. „Ég fæ fiðring á vorin þegar von er á íslensku ferða- mönnunum til Albufeira. Mér finnst gaman að taka á móti þeim og oft hitti ég fyrir gamla kunningja. Þeir eru oft hræðilega stressaðir í byrjun en eftir frí hér hafa þeir slakað á. Þetta með stress- ið á ekki bara við um þá vegna þess að Portúgalir hér eru það líka." Vinnudagur Lindu er langur. Hún opnar barinn klukkan 9 á morgnana alla daga vikunnar. Hún býður upp á enskan morgunverð og smárétti. Matseðillinn er á ensku og íslensku. Síðan er opið til 2 til 3 á nórtu - allt eftir því hvað fólk er þaulsetið. 35 SIMON OG MARIA Bímon Ólafsson og María Júlía Alfreðsdóttir hafa búið í Al- bufeira í rúmt ár. Á þessum tíma hafa þau verið að koma undir sig fótun- um í eigin atvinnurekstri. Bæði eru þau fædd 1953 og hafa deilt saman súru og sætu í nær aldarfjórðung. Á Islandi höfðu þau búið vel í haginn fyrir sig og synina tvo, Jón 23 ára og Alfreð 19 ára. Þau höfðu góða vinnu og áttu sitt einbýl- ishús og bíl. Símon er vélfræðingur að mennt og hafði unnið 10 ár hjá heild- versluninni A Karlsson. Maria var full- trúi í íslandsbanka með margra ára reynslu sem bankamaður. Hvað varð tíl þess að þau ákváðu að söðla um, fara úr örygginu og út í óvissuna í ókunnu landi? „I mörg ár höfðum við talað um það að reyna fyrir okkur erlendis þegar strákarnir væru komnir á legg," segir Símon. „Draumurinn var að komast suður á bóginn í annað og betra loftslag. Ég hafði sótt um starf í Namibíu hjá Þró- unarsamvinnustofnun íslands. Lengi var mér haldið volgum og við vorum til- búin að fara þangað eða eitthvað ann- að." Maria tekur undir að útþrá- in hafi lengi blundað með þeim. „Ólíkt mörgum á okk- ar aldri fórum við ekki í fram- haldsnám til út- landa. Við stofnuðum fjöl- skyldu mjög ung og fórum að sinna því að kaupa og byggja. Við erum líklega svona seinþroska," segir hún hlæjandi. En af hverju völdu þau Albufeira? „Það var frekar tilviljun en ásetning- ur," svarar Símon. „Fyrir tveimur árum komum við hingað um páska til að spila golf. Okkur líkaði vel hér og Albufeira er í örum vexti sem ferðamannastaður." Þann 5. júní í fyrra fluttu þau svo til Albufeira. Þau höfðu þó vaðið fyrir neð- an sig í upphafi og fengu ársleyfi frá störfum sínum heima. Þau leigðu ein- býlishúsið í Hafnarfirði í eitt ár til að byrja með. Þau áttu því afturkvæmt ef dæmið gengi ekki upp. „Við byrjuðum á því að vera í fríi í mánuð. Síðan fórum við að leita eftir at- vinnu hér á svæðinu. Fljótlega fundum við út að laun hér eru mjög lág miðað við það sem við áttum að venjast. Hér tíðkast að vinna að hluta á uppgefnum launum og síðan aukavinnuna svart. Okkur þótti skynsamlegast að reyna fyr- ir okkur í eigin atvinnurekstri. Með góðra manna hjálp settum við allt í gang, réðum okkur lögfræðing og stofn- uðum innflutnings- og þjónustufyrir- tæki," segir Símon. Fyrirtækið heitir S. Olafsson Lda. og löggiltir pappírar hljóða upp á að þau hafi leyfi tíl innflutnings, megi reka veit- ingahús eða atvinnuþvottahús. Ekki það að þau hafi hugsað sér að fara að þvo þvotta fyrir aðra, það leyfi fylgdi eigin- lega með í pakkanum. „Fyrsta verkið var að undirbúa jarð- veginn, fá kennitölu og stofna banka- reikning. Síðan fórum við að kljást við skrifræðið sem er hræðilegt í Portúgal. Eiginlega vorum við að finna upp hjólið á hverjum degi. GAMALL DRAUMUR „í mörg ár höfðum við talað um að ' reyna fyrir okkur erlendis þegar strák- arnir væru komnir á legg. Draumurinn var að komast suður á bóginn - í ann- að og betra loftslag." Hér er unnið með gömlu að- ferðunum og allt handskrifað," segir Símon. „Hins vegar gilda reglur Evr- ópusambands- ins hér í Portú- gal og því veit maður alltaf að hverju maður gengur í því sambandi." Reynsla Símonar hjá A. Karlssyni kom honum til góða þegar hann fór að huga að vörum til að flytja inn. Nærtæk- ast var að einbeita sér að tækjum til hót- el- og veitingareksturs. „Eftir tíu ára starf hjá góðu fyrirtæki í örum vexti bjó ég að góðri þekkingu á þjónustu og sölu til hótel- og veitingahúsa. Það, sem er ólíkt því sem gerist heima, er að hér er miklu erfiðara að ná sambandi við þá sem ráða og stiórna á hverjum stað. Á TEXTI: JOHANNA A. H. JOHANNSDOniR 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.