Frjáls verslun - 01.09.1997, Síða 39
PORTÚGAL
ferðavanir og við vorum líka í hlutverki
ræðismannsins. Skottuðumst með fólk í
búðir, túlkuðum hjá lækni og þar fram
eftir götunum. Fyrstu árin komu nánast
allir íbúar Sigluijarðar í heimsókn. En
það var gaman því við vorum í góðum
tengslum við fólk. Núna er þetta breytt
og Islendingar eru ekki eins ijölmennir
á barnum og áður.“
EINS OG LÖNG SÍLDARVERTÍÐ
Aðspurðar segja þær systur að aðrir
hafi sýnt áhuga á að komast í rekstur-
inn með þeim. Það hafi aldrei komið til
greina að bæta við fleiri eigendum - og
ekki einu sinni þótt skyldmenni ætti í
hlut.
Að öðru leyti eru þær ekki líkari en
gengur og gerist með systur - lifa ólíku
lífi og hafa ólík markmið. Jóhanna er
átta árum eldri, ógift og barnlaus. Bára
er ógift en á 4 ára gamlan son sem heit-
ir Rósant Máni. Hún hugsar því meira
heim til Islands og er byijuð að búa í
haginn íyrir sig og soninn í Reykjavík.
„Eg er að bræða með mér að vera á
heima á veturna svo hann geti gengið
þar í skóla. Það ætti að takast því vetur-
inn er rólegur hér. Eg hef hins vegar
enga ákvörðun tekið. Rósant Mána líð-
ur vel og er í leikskóla með portúgölsk-
um börnum. Hann lærir málið sem er
mjög gott.
EVRÓPSKAR REGLUR
Þær eru auðvitað útlendingar í
Portúgal og verða að lúta viðeigandi
reglum. Þar sem Portúgal er í Evrópu-
sambandinu gilda reglur sambandsins í
öllum veitingarekstri. Eftir því sem árin
líða hefur verið auðveldara fyrir þær að
endurnýja atvinnu- og rekstrarleyfi.
Þegar mest er að gera hafa þær 10
starfsmenn eða fleiri - Islendinga og
Portúgala. I byijun hafi skriffinnskan
verið mikil og þreytandi en núna kunni
þær betur á reglurnar. Þær segja að það
þurfi kjark til að byija í hliðstæðum
rekstri í dag.
„Margir halda að það sé bara nóg að
kaupa húsnæði, nokkrar flöskur af víni
og einn geislaspilara. Það er bara
draumsýn og það sannast á því að það
hefur tekið okkur tólf ár með hörku-
vinnu að komast í þá stöðu sem við
erum í í dag,“ segja Jóhanna og Bára,
systurnar frá Siglufirði sem hafa komið
ár sinni vel fyrir borð í Albufeira. 35
Linda ásamt eiginmanni sínum, Antonio Freitas. Linda er ensk í föðurættína
- frá Newcastle, en fólk á þvi svæði er almennt kallað Gordies. Linda ólst upp
í Englandi tíl fjórtán ára aldurs - þá fluttí hún heim. Hún vann meðal annars
um árabil á Skálafelli á Hótel Esju. FV-mynd: Þórdís.
LINDA Á GORDIE VIKING
ar sem þú sérð boli frá Knatt-
spyrnufélaginu Víkingi, Skaga-
mönnum og liði Newcastle
hljóta að vera íslendingar. Það skyldi
maður ætla og það stendur heima þegar
litið er inn á lítinn bar á götuhorni í Al-
bufeira. A barnum hjá Lindu Freitas,
The Gordie Viking, eru allajafna töluð
þijú tungumál, enska, íslenska og portú-
galska. Stundum ruglast Linda í ríminu
og talar íslensku eða portúgölsku við
Englendingana -
og öfugt.
Linda rekur
barinn ásamt eig-
inmanni sínum,
Antonio Freitas.
Antonio er fædd-
ur og uppalinn í
Albufeira. Hann
rekur líka mat-
sölustaðinn Os
Arcos í samstarfi
við föður sinn en sá staður er nálægt
barnum. Faðirinn stýrir svo einsamall
þriðja veitingastaðnum sem er vinsæll
hjá Islendingum.Nafnið The Gordie Vik-
ing vísar til uppruna Lindu. Hún er ensk
í föðurættina - frá Newcastle, við ána
Tyne, en fólk á því svæði er almennt kall-
að Gordies. I móðurætt er Linda íslensk
og auðvitað víkingur í eðli sínu. Fram að
fjórtán ára aldri bjó hún í Englandi.
LANGAÐIAÐ BREYTA TIL
„Mig langaði að breyta til,“ segir
Linda um ástæðuna fyrir því að hún er
orðinn bareigandi í Albufeira. Hún seg-
ist hafa haft ágæta reynslu af barþjón-
ustu í gegnum árin. Heima á Islandi
vann hún á Skálafelli á Hótel Esju og
Hauk í horni og seinna á veitingastöðum
tengdafjölskyldunnar í Albufeira.
Linda og Toni kynntust fýrir tólf
árum og voru lýrstu tvö árin heima á Is-
landi. Fyrir tíu
árum fluttu þau
til heimabæjar
Antonios til
þess að hjálpa
tengdafjöl-
skyldunni. Þau
eiga engin
börn saman en
fyrir átti Linda
tvö börn, Jó-
hann og Þór-
dísi. Jóhann býr á Islandi en Þórdís er að
læra ferðafræði í Portimao.
The Gordie Viking er lítill, vinalegur
bar innréttaður í hefðbundnum enskum
stíl. Linda og Antonio sáu um allar inn-
réttingarnar, smíðuðu og flísalögðu fram
á nætur á vormánuðum.
„Við lögðum hart að okkur við að
gera barinn eins huggulegan og kostur
var. Eg vildi auðvitað hafa hann svolítið
ÞEYSTU ÚT AF BARNUM
Samskipti íslendinga og Englendinga
á barnum hjá mér hafa aöeins einu
sinni klikkaö. Þaö var þegar ég bauö
upp á hákarlinn og brennivíniö. íslend-
ingarnir glöddust en Englendingarnir
þustu út undan lyktinni.
39