Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Side 14

Frjáls verslun - 01.09.1997, Side 14
Frá stofiifundi samtaka um að fiskimiðin séu þjóðareign. Frá vinstri: Hjónin Jón Gunnar Ottósson líffræðingur og Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, og Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins. FV-mynd: Geir Ólafsson. NOKKRIR SMELLIR UÓSMYNDARANS! Frá hádegisverðarfundi Islenska út- varpsfélagsins með Dr. Jay W. Lorsch, prófessor við Harward háskólann, um hlutverk stjórnarmanna í fyrirtækjum. Jón Ólafsson, stjórnarformaður ís- lenska útvarpsfélagsins, býður gesti vel- komna. Dr. Jay W. Lorsch, prófess- or við Harward Business School í Bandarikjunum, flytur erindi sitt um hlut- verk stjórna í íyrirtækjum. Frá haustfúndi íslands- banka þar sem fjallað var um stjórnun gengisá- hættu. Aðallyrirlesari var David W. Clark, banka- stjóri í London. RAKVELABLAÐIÐ! ndanfarnar vikur hef- ur DV auglýst ákaft að það sé beitt blað sem kafi ofan í kjölinn á málum. Þetta eru vel gerðar aug- lýsingar þótt sumum þyki þær svolítið mótsagnakennd- ar. En svo er ekki. DV tók nefnilega síðasta tölublað Frjálsrar verslunar, bókina 100 stærstu, og skar út fréttina um kvótakóngana fjóra - eflaust með rakvéla- blaði og alveg niður í kjöl bókarinnar - og birti sem sína eigin frétt, og eigin útreikninga, bæði á forsíðu og í opnu helgarblaðsins frá 11. október sl. Mikil reisn er yfir DV með svona hagræðingu - enda hafa auglýsingarnar eflaust kostað sitt. En hvers vegna ekki bara að gefa Frjálsri verslun upp hvenær skil eru á efiii í helgarblað DV? Það styrkir stoðir lýðræðisins! -JGH Benedikt Sveinsson, forstjóri ÍS. FV-mynd: Kristján Einarsson. IKASTLJOSINU □ enedikt Sveinsson, forstjóri ÍS, hefur verið í kastljósi fjölmiðla að undanförnu vegna kaupa fyrirtækisins á franska fyr- irtækinu Gelmer. Benedikt fæddist 13. júlí 1951 á Reyðarfirði. Fósturforeldrar hans voru Sveinn Auðbergsson og Rannveig K. Sigfúsdóttir. Benedikt byrjaði 8 ára að vinna á síldarplan- inu hjá Alla ríka en stundaði sjó á trillum og smærri bátum á yngri árum og hugleiddi að fara í Stýrimannaskólann. Hann útskrifaðist úr Fiskvinnsluskólanum 1976 og fór fljótlega að vinna sem sölumaður hjá sjávarafurðadeild Sambandsins. Sigurður Markússon, yfirmaður hjá SIS, tók hann undir sinn verndarvæng og fól honum að koma Iceland Seafood Ltd. í Bret- landi á laggirnar. Hann vann því í Bretlandi frá 1980 til 1991 þegar Islenskar sjávarafurðir hf. urðu til í kjölfar hruns Sambandsins. Það er sagt um Benedikt að hann sé harður sölumaður og hafi einu sinni selt 100 tonn af flökum meðan hann beið eftir lest. Hann er kappsamur og leggur afar hart að sér við að afla IS viðskipta. Hann er sagður harður samninga- maður. Gárungarnir segja að hann ráði helst gamla skólabræður úr Fiskvinnsluskólanum og Austfirðinga sem sína nánustu samstarfsmenn. Þegar frístundir gefast fer hann í pílagrímsferð- ir til Eskifjarðar eða í laxveiði með vinum sín- um. Benedikt er kvæntur Sif Haraldsdóttur snyrtifræðingi, þau búa við Bæjargil í Garðabæ og eiga tvö börn, Thelmu og Benedikt. (Ur Nærmynd Frjálsrar verslunar 1994)

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.