Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Page 20

Frjáls verslun - 01.09.1997, Page 20
Greióslur til kirkjumála skv. fjárlögum fyrir 1997. Milljónir - Þjóðkirkjusöfn. 877 - Önnur trúfélög 58 - Háskólasjóður 25 Hlutur stærstu sókna í sóknargjöldum Milljónir ► Sóknargjöld 960 - Biskupsstofa 516 - Kirkjugarðsgj. 344 Ýmsirsjóðir 318- 2.140 -14 960 Þjónustutekj. 2.124 Laun presta o.fl. - Jöfnunarsjóður - Kirkjumálasj. - Kirkjugarðasj. - Kirkjubygg.sj. • Kristnisjóður Milljónir 31 28 28 27 162 99 30 27 318 -► Nessókn Hafnarfj.sókn Akureyri “► Grafarvogur Fríkirkjan R.vík 17 Fríkirkjan Hafnarf. 8 Kaþólska kirkjan 8 Óháði söfn. 4 ■ Önnur trufélög 21 Hlutverk helstu sjóóa Styrkir sóknir, jafnar aðstöðu. Prestsetrasjóður, kirkjuþing, l biskupsgarður, söngmálastjórn o.fl. " ~~l Jafnar aðstöðu kirkjugarða. ~| Veitir lán til kirkjubygginga. '—► Launar aðstoðarpresta, selur sálmabækur, rekur fasteignir o.fl. Greiðslur tíl kirkju- mála á Islandi námu rúmum 2,1 milljarði samkvæmt fjárlög- um fyrir árið 1997. Sóknargjöld, sem renna tíl þjóðkirkju- og sértrúarsaftiaða, voru tæplega helm- ingur upphæðarinn- ar. Stærsta sókn landsins er Nes- sókn. Biskupsstofa fékk um 516 millj- ónir. Laun presta eru helstu útgjöld Biskupsstofu. Dslenska þjóðkirkjan var um aldir ríkasta stofnun ís- lensks samfélags. Hún sá fyrir sér sjálf og stóð fjár- hagslega á eigin fótum. Biskupar voru valdamestu menn samfélagsins og kirkjan í raun ríki í ríkinu. A fjárlögum 1997 greiddi ríkissjóður samtals 2.124 millj- ónir til kirkjumála og samkvæmt fjárlögum verður þessi upphæð 2.295 milljónir árið 1998. Eins og sést á meðfylgjandi mynd skiptist þessi upphæð í nokkra hluta og eru sóknargjöldin hæst. Eini tekjuliður- inn á myndinni eru þjónustutekjur sem eru tekjur Biskups- stofu af umsýslu og umsjón hinna fjölmörgu sjóða kirkj- unnar. Samtals luma sjóðir í vörslu kirkjunnar á 354 millj- ónum. SÓKNARGJÖLDIN LIFIBRAUÐ SAFNAÐANNA Stærsti einstaki þátturinn í rúmlega tveggja milljarða veltu kirkjunnar eru sóknargjöld. Sóknargjöld eru nef- skattur innheimtur af 16 ára og eldri og er reikn- að hlutfall af tekjuskattsstofni sem var á síð- asta ári um 377 krónur á mann á mánuði eða 4.518 krónur á ári. Sóknargjöld eru lifibrauð safnað- anna í landinu og eru greidd út í hverjum mánuði. A árinu 1996 voru greidd sóknargjöld til 285 sókna, 20 trúfélaga og Háskólasjóðs. Skiptingin var þannig að þjóðkirkjusöfnuðir fengu 820 milljónir, önnur trúfélög 54 milljónir og Háskólasjóðurinn tæp- lega 24 milljónir. Greiðslan í Háskólasjóð er tilkom- in vegna þeirra sem kjósa að standa utan þjóðkirkjunnar og segja sig með skriflegum hætti úr henni. Hlutfall af sóknargjöldum þeirra rennur til Há- skólasjóðs. Ætla má að tekjur sjóðs- ins hafi vaxið nokkuð af þessu síð- ustu tvö ár þar sem úrsagnir úr þjóð- kirkjunni hafa verið fleirí en dæmi eru um áður. HVER FÆR MEST? Sóknargjöldin skiptast eftir höfðatölu og sé litið á skipt- ingu þeirra milli einstakra sókna sést að Nessókn fær mest allra, eða um 31 milljón árið 1996, og er samkvæmt því feitasta brauð landsins. Fast á hæla henni kemur Hafnar- íjarðarsókn með um 28 milljónir og síðan Grafarvogssókn með rúmar 27 milljónir. Hér er rétt að hafa í huga að upphæð sóknargjalda end- urspeglar ekki heildaríbúafjölda í hverri sókn heldur að- eins ijölda þeirra sem er 16 ára og eldri. Þannig var fiöldi sóknarbarna í Grafarvogi 6.417 árið 1996 en 7.205 í Nes- sókn. Sóknargjöld renna ekki einungis til þjóðkirkjusafnaða heldur einnig til annarra trúfélaga í samræmi við höfða- tölu. Þar er Fríkirkjan stærst en hún fær um 17 milljónir króna árlega í sinn hlut. SJÓÐAKERFI KIRKJUNNAR Fyrir utan það fiármagnsstreymi, sem hér hefur verið rakið og segja má að skiptist í þijár meginlindir, þ.e. sóknargjöld, kirkjugarðsgjöld og framlag ríkis til Biskupsstofu, er sjóðakerfi þjóðkirkj- unnar. Sjóðakerfið skiptist í nokkra mis- stóra hluta. Sá stærsti er Jöfnunar- sjóður sókna sem hafði 154 milljónir í tekjur 1996. Kirkjugarðasjóður fékk 38 milljón- ir árið 1996 og Kirkjubyggingasjóður hafði tæpar 9 milljónir, Kristnisjóður 48 milljónir en margir aðrir sjóðir eru í vörslu kirkjunnar. Samtals eru sjóðir í vörslu kirkj- unnar að upphæð 354 milljónir. KIRKJA FYRIR 350 MILUÓNIR Til þess að skyggnast inn í veru- leika ungs safnaðar, sem er að koma sér upp þaki yfir höfuðið, spurði RÍKID FÆR 420 KIRKJUJARDIR Fyrr á þessu ári voru samþykkt lög sem eru staðfesting nútímans á þessu nær aldargamla samkomulagi. Þar skuldbindur ríkið sig til þess að greiða laun 138 presta, biskups og 18 starfsmanna Biskupsstofu. í staðinn eignast ríkið 420 kirkjujarðir sem nú eru taldar tæp 10% af lögbýl- um landsins. Ætla má að um 400 kirkjujarðir hafi verið seldar frá árinu 1907 - þegar ríkið varð eins konar fjárhaldsmaður kirkjunnar og kirkju- jarðir voru um 17% af jarðeignum landsins. 20

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.