Frjáls verslun - 01.09.1997, Qupperneq 21
FORSÍÐUEFNI
arins.
Fijáls verslun Bjarna Grímsson, formann sóknarnefndar í
Grafarvogi, hvernig rekstur safnaðarins gengi, hvernig
skiptust tekjur og gjöld.
„Grafarvogssókn varð til fyrir rúmum 10 árum þegar
hún var klofin út úr Árbæjarsókn. Nú búa þar rúmlega 12
þúsund manns. I Grafarvogi eru þrír prestar. Tekjur safn-
aðarins eru rúmar 27 milljónir og í grófum dráttum má
segja að rekstur safnaðarins kosti um 20 milljónir á ári. Við
borgum laun organista, kórstjóra, kirkjukórs, kirkjuvarðar
og þess starfsfólks sem beinlínis kemur að kirkjunni. Við
borgum öllum sem koma að æskulýðsstarfi og fullorðins-
starfi og stöndum straum af því ljölbreytta safnaðarstarfi
sem fer fram í kirkjunni.
Mjög stór hluti af rekstrarkostnaði safnaðarins er því
launakostnaður. Hitt ber svo á að líta að af kirkjum þarf að
greiða fasteignagjöld, tryggingar, hitakostnað og annan
kostnað svo sem af venjulegu húsnæði,“ sagði Bjarni.
Greiðslur, sem organisti og kirkjukór kunna að fá fyrir
tónlistarílutning við athafnir utan reglulegs messualman-
aks, er sjálfsaflafé þeirra en kemur ekki inn í veltu safnað-
Af þessu má ráða að sæmilega vel rekin sókn hefur tölu-
verðan tekjuafgang á hveiju ári. Þannig sýnist vera hagnað-
ur af starfi Grafarvogssafnaðar sem nemur 6-7 milljónum
á ári. Ekki er söfnuðurinn í neinum vandræðum með að
koma fénu í lóg því í Grafarvogi er að risa ein stærsta kirkja
landsins. Hún hefur verið 6 ár í byggingu og mun fullbúin
kosta um 350 milljónir samkvæmt áætlun. Að sinni er
kirkjuskipið aðeins fokhelt en kirkjustarfið fer fram í kjall-
aranum þar sem einnig er safnaðarheimili og útibú Borgar-
bókasafns Reykjavíkur.
„Við leigðum borginni húsnæðið gegn því að hún sæi
um að innrétta það svo það koma engar leigutekjur af því
fyrr en eftir mörg ár. Okkur dreymir um að kirkjan verði
fullbúin árið 2000, að vísu án endanlegs orgels. Þegar hef-
ur verið varið 250 milljónum til byggingarinnar og við telj-
um að fyrir 100 milljónir í viðbót
mætti ljúka verkinu."
MEÐ ÁBYRGÐ B0RGARINNAR
Grafarvogssöfiiuður er þing-
lýstur eigandi kirkjunnar en um
kirkjur gildir svipað og íþrótta-
hús, skóla og fleiri mannvirki
að ekki má veðsetja hana. Söfn-
uðurinn hefur sótt fé til bygg-
ingarinnar í nokkra staði. Jöfn-
unarsjóður sókna hefur lagt til
rúmlega 20 milljónir á bygging-
artímanum, Kirkjubygginga-
sjóður Reykjavíkurprófasts-
dæma annað eins, og söfnuður-
inn sjálfur af sóknargjöldum
það sem er umfram rekstur eða
um 40 milljónir á byggingartímanum en inni í þeirri tölu
eru ýmsar safnanir og gjafafé. Auk þess hefur verið sótt um
lán úr Kirkjubyggingasjóði en hann er ekki fjársterkur og
þaðan hafa fengist 2 milljónir, að sögn Bjarna. Þannig hef-
Kirkjur landsins eru flestar hverjar glæsilegar - og víða er
safhaðarstarf þróttmikið. Um aldir var kirkjan ríkasta
stofinun landsins - umsvifamikill atvinnurekandi og eig-
andi jarða - og sá fyrir sér sjálf. Frá árinu 1907 hefur rík-
isvaldið verið nokkurs konar fjárhaldsmaður kirkjunnar
og greitt prestum laun. I staðinn fékk ríkið jarðeignir
kirkjunnar til ráðstöfunar. Um 1907 voru þetta tæplega
17% af jarðeignum landsins.
ur söfiiuðinum tekist að afla eða leggja til um 90 milljónir
til kirkjunnar á byggingartímanum. Söfnuðurinn skuldar
því um 160 milljónir og ætlar að
bæta 100 milljónum við það.
„Við höfum ekkert hafst að í 2
ár en á sínum tíma fórum við þá
leið að taka stórt lán til bygging-
arinnar. Það voru skuldabréf á al-
mennum markaði sem boðin
voru út með ábyrgð Reykjavíkur-
borgar. Sú ábyrgð er tryggð með
veði í sóknargjöldunum. Þessi lán
voru tekin til 13 ára og nú er unn-
ið að því að endurijármagna þessi
lán og lengja þau þannig að söfn-
uðurinn geti lokið við kirkjuna
árið 2000.“
Bjarni telur líklegt að takist
endurJjármögnun lánanna vel og
áætíanir um framlög sjóða stand-
ist geti Grafarvogssöfnuður átt möguleika á að greiða
heildarverð kirkjubyggingarinnar niður á um 15 árum.
„Það er í rauninni mjög hratt. Það er verið að koma upp
húsi sem á að standa um aldir og það er ekkert óeðlilegt þó
Sjóðir í vörslu biskups 1996
Eigið fé í milljónum króna.
Kristnisjóður
Kirkjubyggingasj.
Kirkjugarðasj.
Ýmsir sjóðir
Kirkjumálasjóður
Hinn alm. kirkjusj.
Jöfnunarsj. sókna
108
1 -6,4
Ýmsir sjóðir kirkjunnar. Eigið fé Kristnisjóðs
reynist mest. I lok síðasta árs nam það um 108
milljónum.
21