Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.09.1997, Blaðsíða 22
Ixrafarvogssóknar” - be,Vrar°g formaður orustum vexti & íandinu ^ Sem er ■' >>vað Grafarvogssókn er liðlega 10 ára - og er sú sókn lands- ins sem fjölgar hvað hraðast í. Söfhuðurinn er að reisa kirkju fyrir 350 milljónir og er byggingarkostnaður nú í kringum 250 milljónir. Söfiiuðurinn hefur sjálfúr aflað um 90 milljóna króna til byggingarinnar, þar af hefur hann fengið samtals um 40 milljónir frá Jöfnunarsjóði sókna og kirkjubyggingarsjóði Reykjavíkurprófastsdæma. Grafarvogssókn skuldar því núna um 160 milljónir. Um 100 milljónir þarf til að ljúka við byggingu kirkjunnar. Líklegt er að það fé verði fengið að fáni. Tekjur sóknar- innar námu rúmum 27 milljónum á síðasta ári - þar af fóru um 20 milljónir í kostnað. Tekjuafgangur var því um 7 milljónir sem rann til kirkjubyggingarinnar. að söfnuðurinn taki lán til 30-40 ára ef þess er kostur til að ljúka byggingunni. Að frátöldum þessum byggingarframkvæmdum sé ég engan sérstakan tilgang í því að reka söfnuð með hagnaði. Þjónusta kirkjunnar er þess eðlis að hún hlýtur að leitast við að nýta til góðs allt það fé sem hún fær í stað þess að safna því í sjóði. Þörfin er vissulega alltaf til staðar.“ STEINAR ÚR GLERHÚSI Þegar farið er að ræða um hagkvæmni og kirkjuna í sömu andrá er freistandi að spyrja um álit Bjarna á hugs- anlegum aðskilnaði ríkis og kirkju sem stundum er rætt um. Af því samkomulagi, sem ríki og kirkja gerðu í byijun ársins og hefur verið staðfest með lögum, verður ekki séð að slíkur aðskilnaður sé raunhæfur né heldur hvernig hann skuli fara ífam. „Söfnuður, sem hefði tryggar tekjur á borð við sóknar- gjöldin í dag og ætti húsnæði yfir starfsemi sína, væri ekki í neinum vandræðum með að standa á eigin fótum. Hitt er svo annað mál að þjónusta kirkjunnar er eins og bjarg- hringur. Hann þarf að vera til staðar en einhver þarf að borga hann og setja upp. Allir halda að ekkert hendi þá sjálfa og það er hætt við að fólk myndi láta sóknargjöldin sitja á hakanum þegar hart væri í ári meðan það stæði í öðr- um framkvæmdum. Eg er sammála því viðhorfi að ríki og kirkja verði ekki skilin að og því séu umræður um það án tilgangs. Eg tel að við höfum ekki ríkiskirkju heldur þjóðkirkju og við hana höfum við ákveðnar skyldur meðan við viljum teljast til hins kristna hluta heimsins. Hitt er svo annað mál að mér finnst að kirkjan eigi að hafa eins mikið sjálfstæði og mögu- legt er og helst meira en hún hefur í dag.“ Þótt það kunni að hljóma eins og þversögn, ef ekki gijót- kast úr glerhúsi, þá telur Bjarni að söfnuðir ættu ekki að ráð- ast í mjög stórar kirkjubyggingar. Hann telur þvert á móti að hagkvæmara væri að hafa eina meginkirkju í hverri sókn og síðan kirkjusel á nokkrum stöðum. Þannig mætti ná að halda uppi víðtækri safnaðarþjónustu og starfi án þess að skipta upp sóknum þegar þær verða fjölmennari. Hann segist almennt vera , hlynntur því að hagkvæmnisrök eigi að leiða safnaðarstarfið að svo miklu leyti sem það á við. „Eg tel t.d. að í nútímanum eigi gömul sóknarmörk, sérstaklega úti á landi, ekki við á sama hátt og áður. Til dæmis eru 9 prestar að þjóna um 20 þúsund manns á Eyjafjarðarsvæðinu. Nútímasamgöngur og fleira gefa þarna tækifæri til hagræðingar og betri þjónustu. Þetta næst meðal ann- ars með því að gefa meiri gaum að sérhæfingu presta og fleiri prestum í stærri prestaköllum." TRUFELOG UTAN ÞJOÐKIRKJUNNAR Sóknargjöld renna ekki einungis til þjóðkirkjusafnaöa heldur til annarra trúfélaga, einnig í samræmi við höfðatölu. Þar er Fríkirkjusöfnuður í Reykjavík stærstur en hann fékk um 17 milljónir í sóknargjöld á síðasta ári. Af öðrum söfnuðum má nefna að Fíladelfía fékk um 2,4 milljónir og Krossinn um 1,2 milljónir. NESSOKN MEÐ TÆPLEGA 21MILUONIHAGNAÐ ARK) 1996 Fróðlegt er að bera fjárhag Nessóknar, stærstu og grón- ustu sóknar landsins, saman við fjárreiður hinnar ungu Grafarvogssóknar. Rekstrartekjur Nessóknar voru samtals rúmar 45 milljónir árið 1996. Þar vógu þyngst rúmar 32 milljónir í sóknargjöldum, 6 milljóna króna vaxtatekjur og um 6 millj- óna arfur sem kirkjunni áskotnaðist. Samtals útgjöld námu um 24 millj- ónum og þar af voru laun og launa- tengd gjöld 8 milljónir. Annar kostn- aður var um 16 milljónir og stærstu einstöku liðir þar var viðhald upp á 3,5 milljónir. Nessöfiiuði hefur safnast nokkurt fé á undanförnum árum og á hann um 85 milljónir í handbæru fé, bæði á bankabókum, í Landsbankavíxlum og húsbréfum. Fasteignamat Nes- kirkju er tæpar 37 milljónir. Guðmundur K. Magnússon pró- 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.