Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Side 23

Frjáls verslun - 01.09.1997, Side 23
íffs **“*«?£SSíS^ Sé bæð‘ Snntilvegnaráðdeildarogheppn, fessor, formaður sóknarnefndar Neskirkju, sagði í samtali við blaðið að fjárhagur safnað- arins hefði færst mjög til betri vegar fyrir nokkrum árum þegar sóknargjöld voru hækkuð. Söfnuðurinn nyti þess einnig að húsakynni væru rúm og hefðu alla tíð verið og því ekki nauðsyn á kostnað- arsömum byggingum. Ennfremur hefði hljóðfæri kirkjunn- ar verið látið duga til þessa dags en nú væri orgelkaup í undirbúningi og einnig væri hugað að byggingu félags- heimilis. „Þannig má segja að þessi styrki fjárhagur sé bæði kom- inn til vegna ráðdeildar og heppni,“ sagði Guðmundur. ALLIR FÁ LEGSTAÐ Svo litíð sé til annarra þátta í ijármálum kirkjunnar þá hefur áður verið minnst á kirkjugarðsgjaldið. Garðarnir skipta upphæðinni milli sín eftír höfðatölureglum sem þýðir að Kirkjugarðar Reykjavíkur fengu mest árið 1996 eða um 170 milljónir. Kirkjugarðar Hafnarijarðar komu næstir með um 22 milljónir og þá Kirkjugarður Akureyrar með um 20 milljónir. Alls voru greidd kirkjugarðsgjöld til 263 kirkjugarða. Af sjálfu leiðir að sumir fá harla lítið eða þeir minnstu, s.s. kirkjurnar á Víðihóli á Hólsfjöllum og í Unaðsdal á Snæijallaströnd sem fengu 10-15 þúsund krón- ur hvor en báðir staðirnir eru löngu lagstir í eyði. BISKUPSSTOFA MEÐ 516 MILUÓNIR Til Biskupsstofu renna 516 milljónir skv. fjárlöguml997. Stærsti hluti þessa eru laun 138 presta og prófasta sem námu um 426 milljónum árið 1996. Nokkuð hefur verið deilt um laun presta undanfarin ár og prestar hafa sótt fast að fá kjör sín lagfærð og einnig að sérstakar greiðslur fyrir ein- stök prestsverk verði lagðar niður og heildarlaun hækkuð tíl samræmis við það. Sú barátta hefur engan árangur borið. Samkvæmt úrskurði kjaranefndar frá því í júní 1997 skulu mánaðarlaun sóknarpresta vera rúmlega 151 þúsund krónur. Síðan eru greiddar einingar eftír stærð prestakalla og fá prestar, sem þjóna færri en 1.000 sóknarbörnum, 7 einingar Rekstrartekjur Nessóknar voru rúmar 45 milljónir á síðasta ári. Þar vega þyngst um 32 milljónir í sóknargjöldum, um 6 milljóna króna vaxtatekjur og 6 milljóna króna arfur sem kirkjunni áskotnaðist. Heild- arútgjöld námu um 24 milljónum. Hagnaður Nessóknar var því um 21 milljón á síðasta ári. Nessöfnuður er fjárhagslega sterkur. Hann á um 85 milljónir í handbæru fé; sem geymt er á bankabókum, í Lands- bankavíxlum og húsbréfum. Hjá Nessókn eru orgelkaup í undirbún- ingi og einnig íhugar sóknin byggingu félagsheimilis. Sóknargjöld áriö 1996 Fjöldi Upphæöir í milljónum króna í sókn 30,9 7.205 6.608 28,4 27,9 6.438 6.417 27,5 6.076 26,0 5.992 25,7 24,1 5.605 5.390 23,1 5.334 22,9 22,9 5.332 21,6 5.021 21,0 4.884 19,9 4.631 19,0 4.415 18,7 4.359 18,1 4.173 3.685 15,7 3.657 14,8 3.446 3.308 14,2 3.160 13,3 3.093 13,2 3.076 13,1 3.043 2.974 12,8 2.973 11,5 2.683 2.037 Nessókn Hafnarfj.sókn Akureyrarsókn Grafarvogssókn Háteigssókn Seljasókn Árbæjarsókn Garöasókn Keflavíkursókn Dómkirkjusókn Bústaðasókn Hallgrímssókn Grensássókn Digranessókn Hjallasókn Lögmannshl.sókn Langholtssókn Akranessókn Fellasókn Lágafellssókn Laugarnessókn Seltj.nessókn Ássókn Hólabrekkusókn Selfosssókn Kársnessókn Breiðholtssókn isafjarðarsókn Sóknargjöldin eru lifibrauð safnaðanna og eru greidd út í hverjum mánuði. Sóknargjöld eru nefskattur, innheimt- ur af öllum sem eru 16 ára og eldri, og námu um 4.518 krónur á mann á síðasta ári. 23

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.