Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Page 24

Frjáls verslun - 01.09.1997, Page 24
Sóknargjöld Bústaðasóknar voru tæpar 22 milljónir á síðasta ári. Rúmlega 5 þúsund manns eru í sókninni. Dómkirkjusókn fékk tæpar 23 milljónir í sóknargjöld á síðasta ári. Um 5.300 manns eru í sókninni. á mánuði en þeir, sem þjóna 4.000 eða fleiri 14 einingar. Árið 1996 voru 16 sóknir með 4.000 sóknarbörn eða fleiri. Að auki fá prestar greidda fatapeninga, skrifstofukostn- að, póstkostnað, símakostnað og akstur. Að auki bætast við dagpeningar og húsaleiga til þeirra presta sem búa í eigin húsnæði og hafa starfsaðstöðu þar. Þetta fé er greitt til prests með launum hans og var samanlögð upphæð allra þessara liða 55 milljónir árið 1994 sem svarar til um 400 þús- und króna á hvert prestsemb- ætti í landinu en upphæðirnar eru að sjálfsögðu misjafhar eftir prestaköllum. AUKATEKJUR MEST 64 MILUÓNIR Við þetta bætast síðan auka- tekjur presta fyrir einstök prests- verk. Gjöld fyrir þau miðast við verðskrá þjónustugjalda ríkisins og byggja á einingakerfi þar sem hver eining er metin á 400 krónur. Gjöldin hafa verið óbreytt í 6 ár og eru 1.600 krónur fyrir skírn, 4.000 krónur fyrir brúðkaup, 6.400 fyrir hveija fermingu og 12.000 krónur fyrir jarðarför. Nú mætti ætla að hér gæti verið á ferðinni umtalsverður búhnykkur fyrir presta. Sé rétt talið saman eftir manntjöldatölum í Hagtíðindum gætu tekjur af aukaverkum verið um 64 milljónir eða um hálf milljón á hvern prest. Raunveruleikinn er ann- ar. Gjöldin innheimtast mjög misjafn- lega og hafa margir þættir áhrif þar á. Margir prestar taka ekki gjald fyrir skírn en munu í stað- inn fá það greitt frá sókninni. Giftingar innheimtast ágæt- lega og jarðarfarir 100%, enda kemur greiðsla prestsins af kirkjugarðsgjöldum. Fermingarinnheimta fer eftir árferði í samfélaginu og eru, samkvæmt traustum heimildum blaðsins, dæmi um að hún fari niður í 30% en fari í 80-90% þegar best lætur. Samkvæmt gögnum, sem Prestafélagið lagði fyrir kjara- nefnd sl. ár nema tekjur presta af aukaverkum 11.608 krón- um á mánuði af hverjum 1.000 sóknarbörnum. Hér er um einhvers konar meðaltal að ræða sem gefur til kynna 60% skil að jafnaði. Þetta þýðir að fjölmenn- asta sóknin í Reykjavík, Nessókn, ætti að gefa 82 þúsund krónur á mánuði fyr- ir aukaverk en Grafarvogssókn 74 þús- und. AUKATEKJUR 0G DÚNN Af þessu má ljóst vera að prestar eru afar misjafnt launaðir. Prestur, sem situr rýrt brauð á landsbyggðinni í fámennri sókn, fær innan við 200 þúsund á mánuði meðan tekjuhæsti presturinn, skv. samantekt Frjálsrar verslunar, hafði 444 þúsund á mánuði árið 1996 en það var Árni Bergur Sig- urbjörnsson í Áskirkju. Af þessu má draga þá ályktun að tekjur Árna Bergs af aukaverkum séu eitthvað hærri en meðaltal Prestafélagsins gefur til kynna en í Ássókn eru 3.076 sóknarbörn. Mjög mikil óánægja ríkir meðal presta með laun sín og ganga sum- ir svo langt að spá landflótta úr stéttinni. Framkvæmdastjóri norska prestafélagsins var nýlega á ferð hér á landi og átti fundi með íslenskum prestum. Þar kom fram að 150 presta vantaði til starfa í Noregi og þar eru í boði þreföld laun íslenskra presta. Að minnsta kosti einn íslenskur prestur, sr. Sigurður Ægisson, starfaði um tíma í Noregi. Enn er eitt ótalið sem tengist launum presta en það eru tekjur af æðardún. Skilaverð á dún til bænda hefur aldrei u8umn . Revto‘ m 17 24

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.