Frjáls verslun - 01.09.1997, Page 29
FRÉTTASKÝRING
TRAUSTIÐ FARIÐ
Af reglunum má Ijóst vera aö hafi ríkt fullkomið traust milli bankaráðs Seðlabankans og bankastjóranna er það traust rofið
með þessum reglum. Starfsmenn, sem áður höfðu í framkvæmd sjálfdæmi um ferðalög sín, innan vissra marka,
verða nú að sæta eftirliti.
fimm mönnum. Þar sitja Þröstur
Olafsson hagfræðingur, sem er for-
maður, og auk hans eru í ráðinu þeir
Ólafur Thors forstjóri, Davíð Schev-
ing-Thorsteinsson fram-
kvæmdastjóri, Davíð Að-
alsteinsson bóndi og
Kristín Sigurðardóttir
viðskiptafræðingur.
Ráðið er kosið af Al-
þingi og skal fylgjast
með rekstri bankans.
Ráðið hefur yfirumsjón
með starfsemi bankans
ásamt bankastjórn.
Ráðið gerir starfssamn-
inga við bankastjóra en
þeir eru skipaðir af við-
skiptaráðherra eftir til-
lögum ráðsins. Það
þýðir þó ekki að ráð-
herra fari eftir tillög-
um ráðsins. Þannig
fékk Steingrímur
Hermannsson að-
eins tvö atkvæði í
bankaráði 1994 en
Sighvatur Björg-
vinsson, þáverandi
viðskiptaráðherra,
skipaði hann engu
að síður.
Þröstur Ólafsson,
formaður banka-
ráðs Seðlabankans,
sagði í samtali við
blaðið að vald
bankaráðs væri skýrt. Það hefði ekki
agavald yfir bankastjórunum, það vald
væri hjá viðskiptaráðherra. Bankaráð-
ið getur því ekki sagt bankastjórum
upp né veitt þeim áminningu. Ráðið
getur gert samþykktir og ályktað um
starfsaðferðir bankastjóra en ekki er
alveg skýrt að hve miklu leyti banka-
stjórum er skylt að fara eftir slíkum
samþykktum meðan þær ekki varða
hluti þar sem vald bankaráðsins
Stemgrímur helur hárr,U, r. ■
hverfismál ca.. fynr *ér hegflr h..nt, .
efiiahagsmál' ftann seSir að
seu
munu seli.-i . Ssmal! Memti,,. w ad um-
Ixuikasljíri SeaSf1 tllklar 1’a""í«ton
er óskorað.
Þannig er bankastjórum skylt að
fara eftir reglum ráðsins um ferðatil-
högun þar sem slíkt heyrir undir starfs-
kjör bankastjóra og er því ótvírætt á
valdsviði bankaráðs.
FERÐIRNARITOLUM
Það, sem deilt er um, er í rauninni
ferðakostnaður. Kostnaður vegna ut-
anferða bankastjóra í Seðlabankanum
var árið 1994 rétt rúmar 6 milljónir.
Hann jókst í 7.5 milljónir árið 1995 og
stökk í 8.7 milljónir
1996 og stefnir í 8.8
milljónir 1997.
Risnukostnaður
þeirra erlendis var 260
þúsund árið 1994 og
262 þúsund árið 1996 en
stefnir í 382 þúsund fyrir
allt árið 1997.
Ferðakostnaður maka
bankastjóra var 482 þús-
und árið 1994 en 1.486
þúsund árið 1996 og
stefnir í 1.380 þúsund á
þessu ári.
EN HVAÐ EF ÞEIR GEGNA
EKKI?
Eðlilega hefur lítið eða
ekkert reynt á hinar allra
nýjustu starfsreglur banka-
ráðs um ferðir bankastjóra
og því of snemmt að segja
hvort tilraunir bankaráðsins
til að hafa stjórn á Steingrími
beri árangur.
Þröstur Ólafsson sagði að
kæmi upp sú staða að banka-
stjóri hlítti ekki skilmálum ráðs-
ins um ferðatilhögun eða ferða-
kostnað ætti bankaráðið í raun
aðeins einn kost. Hann er sá að neita
að samþykkja ársreikninga bankans.
Slík aðgerð væri örþrifaráð og bæri
vott um slíkan trúnaðarbrest milli
bankastjóra og bankaráðs að annað
hvort yrði að víkja. S5
VERÐUR EKKISKRIFAÐ UNDIR ÁRSREIKNINGA?
Þröstur Ólafsson sagði í samtali við Frjálsa verslun að kæmi upp sú staða að bankastjóri hlítti ekki skilmálum ráðsins um ferðatil-
högun eða ferðakostnað ætti bankaráðið í raun aðeins einn kost. Hann væri sá að neita að samþykkja ársreikninga bankans. Slík
aðgerð væri örþrifaráð og bæri vott um slíkan trúnaöarbrest milli bankastjóra og bankaráðs aö annað hvort yrði að víkja.
29