Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Page 31

Frjáls verslun - 01.09.1997, Page 31
KYNNISFERÐIR SF. Árið 1968 stofnuðu fjórar ferðaskrif- stofur Kynnisferðir sf. Núverandi eigend- ur eru Flugleiðir hf„ Ferðaskrifstofa ís- lands hf„ Samvinnuferðir-Landsýn hf„ Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hf„ Ferða- skrifstofan Atlantik og Ferðaskrifstofa BSÍ. í upphafi önnuðust Kynnisferðir ein- göngu dagsferðir en tóku árið 1979 við farþegaflutningum í tengslum við flug að og frá Keflavíkurflugvelli. Rútur Kynnis- ferða flytja frá 8 upp í 58 farþega. Aðal- bækistöðvar eru í Vesturvör 6 í Kópavogi en þar er meðal annars rekið verkstæði sem annast alla þjónustu og viðgerðir. Flugrúta Kynnisferða flytur um 150 þús- und manns áríega milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur og um 60 þús- und manns fara í kynnisferðir með fyrir- tækinu á ári hverju. Leiðsögumaður í Reykjavíkurferð. VINSÆLT AÐ BJOÐA GESTUM í KYNNISFERÐIR ynnisferðrr sf. eru stærsta fyrir- tæki hérlendis sem annast dags- ferðir. Ferðasvæðið nær frá Snæ- fellsnesi allt austur í Vík í Mýrdal og mið- ast fyrst og fremst við að ferðir hefjist í Reykjavík og Ijúki þar sama dag. Fjölbreyti- leiki ferðanna er mikill en mismunandi eft- ir dögum og árstíðum. Vetraráætlun gildir frá nóvember fram í mars en jafnvel í svartasta skammdeginu eru farnar fjöl- margar ferðir í hverri viku um og út úr borg- inni. Ferðir um Reykjavík og lengri dagsferð- ir Kynnisferða njóta mikilla vinsælda. Þær eru ómissandi þáttur í heimsóknum útlend- inga til landsins, hvort heldur þeir koma í viðskiptaerindum eða sem ferðamenn. Mjög algengt er að fyrirtæki bjóði erlend- um viðskiptavinum í slíkar ferðir og ef um hópa er að ræða eru skipulagðar sérstakar ferðir í samræmi við óskir þeirra. Kynnis- ferðir hafa á að skipa þrautþjálfuðum starfsmönnum sem veita upplýsingar um ferðir og aðstoða við val á þeim. í ferðun- um segja fróðir leiðsögumenn frá sögu landsins og því sem fyrir augu ber. Kynnisferðir eru með ferða- og upplýs- ingaþjónustu á þremur stöðum í Reykjavík: í Upplýsingamiðstöð ferðamála í Banka- stræti 2, á Hótel Esju og Hótel Loftleiðum. Farseðlar í ferðir eru einnig seldir og upp- lýsingar veittar hjá öllum ferðaskrifstofum og gististöðum í Reykjavík. Farþegar eru sóttir á hótelin eftir þörfum. Stöðugt er fylgst með nýjungum í ferðum og viðkomustöðum bætt við í samræmi við það sem á döfinni er hverju sinni - komið við í réttum á haustin og fólki í morgunferðum um Reykjavík bent á og gefinn kostur á að enda ferðina á hádegistónleikum í Hall- grímskirkju þegar það á við. Sumarferða- bæklingur Kynnisferða kemur út í 100 þús- und eintökum á fjórum tungumálum ár hvert og vetrarbæklingur sömuleiðis. Flugnítan sækir fólfc á Hótel Reykja Verkstæði Kynnisferða. KYNNISFERÐIR REVKJAVÍK EXCUFtSIONS IF:IIÍH V'é-11 il 111" t ttl 31

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.