Frjáls verslun - 01.09.1997, Qupperneq 42
PORTÚGAL
LÖGFRÆÐINGUR ER FYRSTA SKREFIÐ
„Eg byijaði á því að fá mér lögfræð-
ing. Það er, að mínu mati, það fyrsta sem
hver og einn ætti að gera sem hyggur á
atvinnurekstur hér,“ segir Anna Lísa í
samtali við Fijálsa verslun. Viðtalið er
tekið í versluninni, innan um hatta og
síðkjóla.
„Það er útilokað að fara af stað hér
með rekstur án þess að hafa lög og regl-
ur á hreinu. Þjónustulund Portúgala er
oft ekki upp á marga fiska og það gerir
manni erfitt fyrir. Eg er nú einu sinni að
hálfu Þjóðveiji og ákaflega regluföst,"
segir hún hlæjandi.
I Portúgal eru þijú virðisaukaskatts-
þrep; 5% sem leggjast á alla nauðsynlega
matvöru, svo sem mjólk, brauð og ávexti,
12% leggjast á aðra matvöru en 17% á
snyrtivörur, tæki og fatnað. Anna Lísa
segir að virðisaukaskattinum sé skilað
tveimur mánuðum á eftir, 5. hvers mán-
aðar. Að auki þarf hún að standa skil á 20
þús. escudum í sjúkratryggingar.
kom það til að Anna Lísa ákvað að setja
upp verslun í Albufeira.
Anna Lísa Ásgeirsdóttir opnaði verslunina Annettu í Albufeira sl. vor en áður
hafði hún rekið verslun með sama naihi í Keflavík. Anna er 56 ára, ættuð
norðan úr Grímsey í foðurætt en í móðurætt er hún þýsk. Anna er gift Walter
Gunnlaugssyni, verkstjóra hjá Propack á Keflavíkurflugvelli. Þau eiga fimm
börn og hóp barnabarna. FV-mynd: Þórdís.
ANNA í ANNETTU
Bsumar hafa íslenskir ferðamenn í
Albufeira gengið að íslensku dag-
blöðunum vísum fyrir utan versl-
unina Annetta. Þegar vindurinn blæs er
símaskráin frá
Islandi ofan á
bunkanum til
að forða fréttun-
um að heiman
frá því að ijúka
út í buskann.
Innandyra ræð-
ur ríkjum Anna
Lísa Asgeirs-
dóttir sem opn-
aði þessa versl-
un í vor. Verslunin er nefiid í höfðuðið á
systur Önnu Lísu og reyndar notaði
hún sama nafn á verslun sem hún áður
TEXTI: JÓHANNA Á. H. JÓHANNSDÓTTIR
rak í Keflavík. Hún hefur verið í versl-
unarrekstri síðustu fjórtán árin. Anna
Lísa er 56 ára, ættuð norðan úr Gríms-
ey í föðurætt en móðurættin er frá
Þýskalandi.
Hún er gift
Walter Gunn-
laugssyni, verk-
stjóra hjá
Propack á
Keflavíkurflug-
velli, og eiga
þau fimm börn
og hóp barna-
barna.
Síðustu Jjórt-
án árin hafa þau hjón farið í frí til Portú-
gals „við gutlum svolítið í golfinu," segir
hún, og heilluðumst af landi og þjóð. Þvi
LEITAÐ AÐ OÐRUM STAÐ
Þrátt fyrir að verslun Önnu Lísu sé
nálægt flestum þeim hótelum sem ís-
lensku farþegarnir dvelja er meirihluti
viðskiptavina hennar portúgalskir, eða
85 af hundraði.
„Mér skilst á Portúgölum sjálfum að
það sé mjög gott og ég er nokkuð stolt
afþví,“ segirhún.
Aðspurð er hún bara nokkuð ánægð
með fyrsta sumarið. Hún segist hafa
þroskast mikið og vera reynslunni rík-
ari. „Þetta hefur verið yndislegt sumar.
Eg hafði sjálf gott af þessu því mér
fannst ég vera orðin stöðnuð. Maður-
inn minn hefur stutt við bakið á mér
sem er ómetanlegt. Hann er þó bund-
inn við sína vinnu heima og því eru
samverustundirnar okkar stopular.“
Hún hefur þó ákveðið að flytja versl-
unina frá Albufeira og þessa dagana er
útsala í gangi.
„Eg vil færa mig á stað þar sem mögu-
leikarnir eru meiri. Albufeira er sumar-
dvalarstaður en stóru bæirnir hér í kring
eru meira lifandi allt árið. Verslunarleyfið
mitt gildir í öllu landinu. Eg hef skoðað
Lagos, Portimao, Vilamoura og Faro. Ef
það gengur ekki eftir opna ég bara Ann-
ettu í Faxafeninu í Reykjavík." H!1
HYGPST FLYTJA VEf . NINA
Anna hefur ákveðiö aö flytja verslun- /
ina frá Albufeira. „Ég vil færa mig á
stað þar sem möguleikarnir eru meiri.
Albufeira er sumardvalarstaður en
stóru bæirnir hér í kring eru meira
lifandi allt árið.”
42