Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Side 45

Frjáls verslun - 01.09.1997, Side 45
Sorgarsaga íslenskra Ijárfestínga speglast í þessu línuriti! Framleiðni hefur farið hraðminnkandi í nánast öllum at- vinnugreinum á Islandi. Rannsóknir benda tíl að framleiðni fjármagns á Islandi sé meira en helmingi minni en í Bandaríkjunum. Heimild: Vísbending til að reikna sparnaðinn, sem hlýst af sameiginlegri mynt vegna minni við- skiptakostnaðar, lætur nærri að 800- 1200 milljónir króna myndu sparast á hverju ári á Islandi. Þá er gert ráð fyr- ir að öll helstu ríki ESB taki upp evró. Lægri vextir Vextir myndu lækka á Islandi, hugsanlega um 1-2 prósentustig, og færast nær því sem gerist í Evrópu. Varanleg lækkun vaxta getur haft tölu- verð áhrif og eflt hagvöxt á íslandi til langframa. Aukin erlend fjárfesting Ef evró yrði tekið í notkun á Islandi Margt mœlir með því. Eggertssonar. myndi það að öllum líkindum gera ís- land vænlegri kost fyrir erlenda fjár- festa. Flestar rannsóknir benda til að óvissa í gengismálum og óstöðugleiki hamli erlendri ijárfestingu. Aukin samkeppni Með upptöku evró minnkar upplýs- ingakostnaður í viðskiptum og auð- veldara verður að bera saman verð milli landa. Samevrópsk mynt ýtir undir samkeppni og dregur úr mögu- leikum fákeppnisfyrirtækja til að stunda markaðs- og verðaðgreiningu. Líklegt er að margir fákeppnismark- aðir á Islandi myndu taka umtalsverð- um breytingum með upptöku á evró. Einna mest yrðu áhrifin á ijármála- markaði. Möguleikar íslenskra neyt- enda á að leita til erlendra banka og ijármálafyrirtækja um þjónustu myndu aukast. Þetta myndi ekki að- eins gagnast þeim neytendum sem það gerðu heldur myndi harðari sam- keppni að utan einnig hafa jákvæð áhrif á hegðun innlendra banka og fjármálafyrirtækja. Aukinn stöðugleiki Ef íslenska krónan yrði aflögð myndi það stórauka stöðugleika á pen- ingamarkaðnum og verðbólga myndi þróast í nánari takt við það sem gerist innan ESB. Þátttaka í evró myndi enn- fremur stuðla að auknum aga í hag- stjórn og hugsanlega hafa jákvæð áhrif á hegðun aðila vinnumarkaðarsins. Aukin viðskipti við útlönd Minni óvissa í gengismálum, lægri upplýsingakostnaður, minni viðskipta- kostnaður og aukinn stöðugleiki í kjöl- far upptöku á evró mun að öllum líkind- um hafa veruleg áhrif á viðskipti við út- lönd. ESB áætlar að hagvöxtur í ESB muni aukast varanlega um 0,7% vegna upptöku evró og ijórfrelsisins. Stór hluti þess er skýrður með aukningu EVR0 TORVELDAR MISMUNANDIVERÐ EFTIR M0RKUÐUM Líklegt verður að teljast að íslenskir neytendur gætu hagnast verulega á því að taka upp evró þar sem hún torveldar fyrirtækjum að stunda markaðs- og verðað- greiningu. Þá má telja líklegt að með upptöku evró myndi fjármálamarkaðurinn íslenski taka algerum stakkaskiptum. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmm 45

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.