Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Side 48

Frjáls verslun - 01.09.1997, Side 48
Jónína Benediktsdóttir rekur Planet Pulse likamsræktarstöðina á Hótel Esju. Jónína á stöðina sem er engu að síður hluti alþjóðlegrar keðju 80 líkamsræktarstöðva um allan heim. FV-myndir: Kristín Bogadóttir. Hægt er að fylgjast með atburðum Iíðandi stundar út um allan heim í gervihnattarsjón- varpi. Það er hjólað og horft á CNN eða teikni- myndir í Ieiðinni. TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON Planet Pulse á Hótel Esju: JONÍNA NÁLGAST ónína Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Planet Pulse lík- amsræktarstövarinnar á Hótel Esju, nálgast óðum markmið sitt um starfsemina. Planet Pulse er fremur klúbbur en hefðbundin líkamsræktarstöð og setti Jónína sér það mark að fá um 400 félaga í klúbbinn. Núna hefur hún náð tölunni 320 þannig að hana vant- ar aðeins um 80 nýja félaga. Hún er bjartsýn á að það takist á næstu vikum. Auk Planet Pulse rekur Jónína eina stærstu heilsu- ræktarstöð Norðurlandanna í Svíþjóð, Studio Aktiverum í Hels- ingjaborg. Þar er hún með um 60 manns í vinnu og æfa um 4.500 manns hjá henni í viku. Hún var kosin atvinnurekandi ársins í Helsingjaborg á síðasta ári. 48

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.