Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Page 49

Frjáls verslun - 01.09.1997, Page 49
Jónína er þrautmenntuð í sínu fagi og þekkt á því sviði hér heima og er- lendis. Hún mun í mars í vetur flytja fyrirlestur á alþjóðlegri ráðstefnu í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum. A ráðstefnunni koma saman eigend- ur líkamsræktarstöðva, sundlauga og heilsuræktarstöðva af ýmsu tagi í öllum heiminum en þetta er stærsta ráðstefna af þessu tagi sem haldin er og Jónína er fyrsti Norðurlandabúinn sem fenginn er til þess að halda fyrir- lestur þar. Hún ætlar að tala um heilsurækt kvenna en Jónína hefur haldið vinsæla fyrirlestra hér heima og erlendis undir yfirskriftinni: „Barbí er dauð.“ Þar er fjallað á ný- stárlegan hátt um heilsurækt og ímynd kvenna. Planet Pulse á íslandi hefur verið rekin frá því í júní og er að mörgu leyti frábrugðin öðrum líkamsræktarstöðv- um. Jónína segist vilja hafa 400 félaga eða meðlimi í stöðinni og í Planet Pul- se eru ekki seld mánaðar- eða þriggja mánaða kort. Gerður er 12 mánaða samningur við hvern nýjan félaga sem síðan er uppfylltur á þeim tíma sem hentar, hvort sem það tekur tólf mán- uði eða lengur. Lokamarkmiðið er skammt undan, að sögn Jónínu, því 80 nýja félaga vantar til þess að fylla töl- una 400. Starfsfólkið hjálpar þér að athuga □ Frostlög □ Þurrkublöð □ Ljósaperur □ Rafgeymi □ Smurolíu □ Rúðuvökva Vetrarvörur í úrvali á góðu verði. olis léttir pér lífíS Rúðusköfur, rúðuvökvi, frostlögur, ísvari, lásaolia, hrímeyðir og sílikon. LÍKAMSRÆKT Jónína er þrautmenntuð í sínu fagi. Hún hefúr haldið vinsæla fyrirlestra hér heima og erlendis. viku, klukkutíma í senn, sumir koma á hveijum degi en ef einhver mætir ekki vel er það athugað sérstaklega. „Við sættum okkur ekki við að ein- hverjir borgi hér en mæti ekki.“ S3 „Minn metnaður er að gera vel við mína viðskiptavini. Líkamsrækt er margt fleira en fitubrennsla og það þarf að hlúa að andlegu hliðinni líka með nuddi, hvíld, íhugun og slökun. Líkami og sál eru eitt. Aðalá- hersla stöðvar- innar er á gæði, ég ber virðingu fyrir mínu fagi og vil þess vegna gera kröfur til viðskiptavinanna líka,“ segir Jón- ína. Jónína á þetta fyrirtæki en Planet Pulse er hluti alþjóðlegrar keðju 80 líkamsræktarstöðva um allan heim og Jónína á aðra stöð í Svíþjóð þar sem hún hefur búið undanfarin ár. Jónína fæst ekki einungis við rekstur þessara tveggja stöðva því hún er ráðgjafi og þjálfari kennaranna á Planet Pulse um allan heim. Jónína segir að verðið sé einstakl- ingsbundið eftír því hvað hver vilji fá út úr sinni þjálfun en algengt verð sé um 14 þúsund krónur á mánuði. „Miðað við það, sem það kostar að ráða sér einka- þjálfara, eins og margir gera fyr- ir rúmlega 20 þúsund á mán- uði, þá er þetta ódýrt. Þetta er betri aðstaða og betri þjónusta en býðst annars staðar og vel sambærilegt við að vera í einkatímum. Með því að fara ekki upp fyrir 400 fé- laga getum við hæglega fylgst með öllum.“ Hjá Jónínu í Planet Pulse er aldrei biðröð því allir tímar eru bókaðir. Allir verða að festa sér tíma svo hægt sé að dreifa álaginu. Jónína mælir með því að félagar mætí að minnsta kostí þrisvar í „Miðað við það, sem það kostar að ráða sér einkaþjálfara, eins og margir gera fyrir rúmlega 20 þúsund á mánuði, þá er þetta ódýrt.” 49

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.