Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Page 61

Frjáls verslun - 01.09.1997, Page 61
Þessa skemmtilegu mynd er að finna í fréttabréfi Þjóðleik- hússins þar sem leikritið Hamlet, eftir William Shakesþeare, er kynnt. Það verður tekið til sýningar á stóra sviðinu í Þjóð- leikhúsinu í desem- ber. Leikstjóri er Baltasar Kormákur. Mynd: Grímur Bjarnason. Listir mmm etta er fyrsta aukablað Fijálsrar verslunar um listir og menningu en það mun fylgja blaðinu reglulega í vetur. Megináhersla verður lögð á að dæma þá listviðburði sem hæst ber hverju sinni. Fjórir gagnrýnendur hafa verið ráðnir til blaðsins. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur skrifar um leiklist, Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur fjallar um mynd- list, Júlíus Vífill Ingvarsson framkvæmdastjóri skrifar um óper- ur og tónlist og Þórður Helgason, lektor við Kennaraháskóla ís- lands, annast bókmenntagagnrýni. Það er von Frjálsrar verslunar að lesendum þyki umfjöllun blaðsins um listir og menningu skemmtileg nýjung. Blaðið hef- ur verið stækkað sem aukablaðinu nemur - áskrifendum alger- lega að kostnaðarlausu. Um hreina viðbót við blaðið er því að ræða! Sumir hafa spurt hvers vegna Fijáls verslun, rótgróið tímarit um viðskipti og efnahagsmál, helji umfjöllun um listir og menn- ingu á sérstökum menningarsíðum. Svarið er að helsti lesendaliópur Frjálsrar verslunar, fólk úr viðskiptalífinu sem hefur áhuga á að fylgjast með og fræðast - sækir gjarnan listviðburði í frístundum sínum, en mikil gróska er í menningarlífinu. Umfjöllun um listir og menningu er því aukin þjónusta við lesendur. Njótið vel! GaprpndurFrjÉrarwnliM Júlíus Vífill Ingvarsson framkvæmdstjóri. Þórður Helgason lektor. Aðalsteinn Ingólfsson listfrœðingur. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur 61

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.