Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1997, Qupperneq 66

Frjáls verslun - 01.09.1997, Qupperneq 66
Lirtir^mennin? Jökulbrestir á flkureyri Hart í bak hjá Leikfélagi Akureyrar Leikstjóri: Eyvindur Erlendsson Leikmynd: Hallmundur Kristínsson og Eyvindur Erlendsson Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason nökull er aftur kominn á dagskrá - og það er vel. Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi Dómínó í byrjun ársins og ætíar að sýna Sumarið '37 fyrir árslok. Leikfélag Akureyrar frum- sýndi Hart í bak fyrir þremur vikum, leikritið sem fyrst ávann Jökli viðurkenningu og frægð sem leikritahöfundi. Þó að vísast sé best að forðast alla spádóma um lífslíkur verka hans, var hann það mikill merkismaður í sögu íslenskrar leikritunar, að nú er orðið tímabært að láta reyna á þau við breyttar aðstæður, breyttan tíðaranda; gefa nýrri kynslóð tækifæri til að kynnast þeim í sínum rétta miðli. L.A. á því lof skilið fyrir að taka nú Hart í bak til flutnings. Hart í bak er sérkennilegt leikrit, sem lætur ekki allt uppi við fyrstu skoðun. Fljótt á litið er þetta hvunndagsdrama um upp- lausn fjölskyldu við tilteknar aðstæður í sögu og samfélagi. Það gerist í Reykjavík eftirstríðsáranna; í brennidepli er kornungur maður í uppreisn gegn umhverfi sínu og þeirri kynslóð, sem hef- ur alið hann og mótað. Sú kynslóð er siðferðislega gjaldþrota: Afi hans, Jónatan skipstjóri, sigldi á sínum tíma óskafleyi þjóðarinn- ar í strand og hefur ekki stýrt skipi eftir það, móðir hans, hin lit- skrúðuga Aróra, spáir í spil, vitnar um syndir sínar á vakningar- samkomum og stundar vændi, en uppihaldsmaður hennar er ný- ríkur plebbi, skransali að nafni Finnbjörn, sem dáir hana og dýrk- ar án þess að fá ást sína endurgoldna. Fjölskyldan býr í hriplek- um hjalli í Vesturbænum norðanverðum og feðginin eru í raun og veru harla sátt við kjör sín; strandkafteinninn ríður net sín, blind- ur og örvasa, með ilm sjávar og tjöru í vitum sér, hún nýtur þess frelsis að geta sofið hjá hverjum sem er. I verkinu hrynur þessi litíi heimur til grunna, allir flytjast burt - eins og hjá Tsjekhov - og höfundur lýsir því sem skelfilegum harmleik. Láki, sonur Áróru og áhafnar á belgískum togara - að því er hann segir sjálfur - er hins vegar ekki sáttur við þetta líf. Hann er alinn upp í skugga smánarinnar, sem syndir afa og móður hafa dregið yfir þau; fyrirlitning samfélagsins hvílir á honum eins og mara og hann kennir því um, að hann hefur flosnað upp úr bæði starfi og námi. Hann er reiður, beiskur og hatursfullur í garð alls og allra, en heldur í þá von, að Kalli, frændi hans, sem er horfinn út í heim, geti bjargað honum. Það er að sjálfsögðu tálsýn. Mun gæfulegra sýn- ist fyrir hann að taka saman við Ardísi, unga og geð- þekka stúlku að austan, sem sest um stund að í kofa fjölskyldunnar. En sú von bregst einnig: Láki vill óður og uppvægur út í heim, læra til sjóliðsforingja og snúa heim aftur, borðalagður kafteinn. Hann kveður Ardísi, segist munu koma að þremur árum liðnum og hún lofar að bíða eftír honum. Þannig endar leikurinn í spurn: Reynist hún jafn þolgóð og Sól- veig í Pétri Gaut? Mun saga Láka ekki fá svipaðan endi og saga Kalla frænda, sem reyndist sitja í betrunarhúsi í Kaliforníu fyrir nauðgun, þegar loks hafðist upp á honum? Sé skyggnst undir þetta yfirborð má greina ýmsa kunnuglega þætti úr heimi goðsagna eða ævintýra. Láki virðist, a.m.k. undir lokin, sjá sjálfan sig sem einhvers konar Hamlet, kallaðan til að kippa öldinni í liðinn, endurreisa hið fallna konungdæmi afans, bæta fyrir afglöp hinna eldri. Hann er karlhetjan og hin mikla spurning leiksins er, hvaða hlutverki Konan - með stóru ká-i - gegnir í fyrirhuguðu endurlausnarverki hans? Getur hún orðið hjástoð hans eða er hún eitthvað, sem hann þarf að sigrast á, ná valdi yfir, til að koma á ný eðlilegri skipan á tilveruna? Hart í bak er trútt heimsmynd Goðsögunnar að því leyti, að Konan á sér að- eins tvær hliðar: Hún er annaðhvort engill eða djöfull, vonar- stjarna sem leiðir manninn yfir brotsjói lífsins með skini sínu eða mýrarljós sem steypir honum í glötun. I kristinni heimsmynd þekkjast þessar tvær kvenmyndir sem Eva og María Guðsmóðir. Hér er Ardís fulltrúi hins göfuga og góða í kveneðlinu, Áróra hins hömlulausa, eyðandi og illa. I samskiptum við hitt kynið þarf því karlhetjan augljóslega að temja sér ýtrustu aðgát. Undirrótin að harmleik Jónatans var einmitt syndafall með kvenmanni; hann var sem sé á kvennafari neðanþilja, þegar skip hans fórst, eins og Láki minnir á í ræðu sinni yfir honum í upphafi leiks. Skýrir vitund unga mannsins um þetta hvers vegna hann ákveður að bindast ekki Árdísi? Gerir hann sér ómeðvitað grein fyrir því, að Árdís getur alltaf breyst í Áróru, konu sem er bundin í viðjar óseðjandi girndar og reynir að fella alla, sem hún kemur nærri, í sama fjötur? Sé Hart í bak tekið sem raunsæisverk virðist slíkt að sönnu ólíklegt. í ævintýrunum eru fagurskinnuð flögð, sem skipta um ham þeg- ar minnst varir, á hinn bóginn sjálfsagðir hlutir og höfundur gef- ur þeim skilningi eindregið undir fótinn með því að gefa konun- um tveimur í lífi Láka nánast sama nafn - því að Árdís er að sjálf- sögðu ekkert annað en íslensk útgáfa af nafni Áróru, gyðju morgunroðans. En lifir Goðsagan í heimi nútímans, þar sem öllum eðlismun karls og konu er afneitað og allt snýst um að koma sér vel fyrir, eyða lífsstundunum á sem þægilegastan hátt? Jökull svarar þeirri spurningu ekki afdráttarlaust, en með leik sínum minnir hann sterklega á, að hún er ekki fallin úr gildi. Seinni verk hans sýna, að hún bjó í huga hans allt til loka. I sviðsetningu sinni á Hart í bak rær Eyvindur Er- lendsson greinilega á mið ævintýranna. Leik- mynd jafnt sem gervi og búningar draga fram hið stað- og tímalausa í leiknum; leikmyndin breiðir úr sér yfir mestallt sviðsrýmið á Renniverkstæð- inu, hinu nýja og viðkunnanlega aðsetri L.A., og dregur til sín mikla athygli. Of mikla, að mínum dómi, eða til hvers þurfti að flytja heilan sjávar- 66 Hart í bak hjá Leikfélagi Akureyrar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.