Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.09.1998, Blaðsíða 65
STJORNUN Lárus Finnbogason, löggiltur endurskoðandi, er einn þeirra þrettán sem eiga hið nýja fyrirtæki. Hann hefur verið hjá Endurskoðun Deloitte & Touche um árabil. Þannig munu um 60 manns vinna hjá hinu sameinaða fyrir- tæki og áætluð velta þess verður um 290 milljónir króna. Nafn þess verður Endurskoðun Deloitte & Touche hf. og framkvæmdastjóri verður Þorvarður Gunnarsson endur- skoðandi. Stofan verður ein af stærstu fyrirtækjum sinnar tegundar á Islandi. Langstærsta endurskoðunarstofa landsins er KPMG Endurskoðun hf. en velta hennar var um 479 milljónir á síð- asta ári. Þar á eftir koma svo PricewaterhouseCoopers og Endurskoðun Deloitte & Touche hf. Nokkru minni eru svo Löggiltir endurskoðendur hf. og Endurskoðun Björns E. Arnasonar EBEA. Síðan má nefna stofur eins og Endurskoð- un & ráðgjöf ehf. Ernst & Young og Endurskoðun BDO ehf. SAMEINING LÁ BEINT VIÐ „Þetta er þróunin á þessum markaði. Einingarnar eru að stækka. Það lá beint við að sameina þessi tvö fyrirtæki,” segir Hjörleifur Pálsson, löggiltur endurskoðandi hjá Stoð-endur- skoðun, en hann er einn þrettán endurskoðenda sem standa að hinu sameinaða fyrirtæki, Endurskoðun Deloitte & Touche hf. „Okkur vantaði betri tengsl við alþjóðlega stofu og þau tengsl höföu þeir. Sömuleiðis var heppilegt fyrir þá að stækka sína einingu. Verkefnalega séð féll þetta sömuleiðis mjög vel saman. Bragurinn í báðum fyrirtækjunum er svipaður. Við hugsum á svipuðum nótum, erum flest á svipuðum aldri og fyrirtækin eru með líkan bakgrunn.” Bakgrunn fyrirtækjanna má rekja nokkra áratugi aftur í tímann. A níunda áratugnum hófu þrír endurskoðendur sam- starf um skrifstofuhúsnæði í Síðumúlanum, þeir Guðjón Eyj- ólfsson, Sigurður Tómasson og Sigurður Guðmundsson. Airið 1989 breyttist samstarfið í sameiginlegt fyrirtæki, Stoð - end- urskoðun hf. Á hinum vængnum má rekja upphafið til Sigurð- ar Stefánssonar endurskoðanda sem hóf sjálfstæðan atvinnu- rekstur árið 1952. Síðar var stofnað sameignarfélag um rekst- urinn - og loks hlutafélag á árinu 1987. Félagið gerðist fullgild- ur aðili að Deloitte & Touche á árinu 1994 en nafni fyrirtækis- ins var breytt í Endurskoðun Deloitte & Touche á árinu 1997. Hjörleifur Pálsson, löggiltur endurskoðandi, er einn þeirra sem standa að hinu sameinaða fyrirtæki. Hann kemur af Stoð-endurskoð- unar vængnum. „Það lá beint við að sameina þessi tvö fyrirtxki. ” HUGMYNDINNi VAR FYRST HREYFT FYRIR ÁRI Að sögn Hjörleifs var hugmyndinni um sameiningu stof- anna fyrst hreyft fyrir um ári og féll hún þá í góðan jarðveg á báðum stofunum. Engu að síður lá hugmyndin í geijun fram á sl. vor er viðræður hóíust fyrir alvöru um sameiningu stof- anna. „Það hafa orðið miklar breytingar hjá endurskoðunarstof- um varðandi erlend tengsl á undanförnum árum. Viðskipti á milli landa eru meira áberandi, flæði á peningum og ijárfest- ingum sömuleiðis. Stofurnar þurfa að leggja meira í menntun og þjálfun starfsmanna en áður. Og stórar stofur, með góð er- lend tengsl við alþjóðlegar endurskoðunarstofur, eiga auð- veldara með að standa undir þeim kostnaði. Þar gildir einfald- lega hagkvæmni stærðarinnar. Sömuleiðis bjóða stærri ein- ingar upp á meiri sérhæfingu. I hinum öru breytingum sam- tímans úreldist öll menntun miklu hraðar og starfsmenn þurfa á stöðugri endurmenntun að halda. Menntun og þekk- ing er drifkrafturinn í þessu starfi. Tæknin í kringum starf endurskoðandans hefur einnig tekið algerum stakkaskiptum. Núna eru öflug tölvu- og upplýsingakerfi sjálfsagður hluti af tækjakosti endurskoðunarstofa. Umhverfið er í raun allt ann- að en fyrir nokkrum árum.” - En er þá hinn dæmigerði einyrki sem endurskoðandi lið- inn undir lok? „Það held ég ekki. Línurnar eru samt orðnar skýrari. Það verða nokkrar mjög stórar stofur sem eiga eftir að stækka enn frekar og þjónusta stór fyrirtæki sem smá; alla flóruna. En það verða alltaf einyrkjar í þessu starfi og sömuleiðis fyr- irtæki af millistærð. Geta þeirra til að þjónusta mjög stóra viðskiptavini verður hins vegar takmarkaðri og því má búast við að verkefifin verði í samræmi við stærð þeirra,” segir Hjörleifur Pálsson.S!] 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.