Morgunblaðið - 04.01.2001, Page 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isBengt Johansson hefur áhyggjur
af þróun handboltans/B4
Íslenskur liðsstjóri með
Grænlendingum á HM/B1
4 SÍÐUR
Viðskiptablað
Morgunblaðsins
Sérblað um viðskipti/atvinnulíf
12 SÍÐUR
Sérblöð í dag
BYRJAÐ var að taka niður rúllu-
stigann, sem stendur í miðri
Kringlunni, í gærkvöld, en eftir
breytingarnar verða tveir rúllu-
stigar í húsinu í stað þriggja, ann-
ars vegar í norðurendanum hjá
Hagkaupi og hins vegar í suður-
endanum þar sem verslunin Nanoq
er staðsett. Ragnar Atli Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Eignarhaldsfélags Kringlunnar,
sagði að einnig stæði til að færa
sunnanverðan innganginn nokkr-
um metrum sunnar. Áætlaður
heildarkostnaður vegna breyting-
anna er um 40 milljónir króna.
Ragnar Atli sagði að ákvörðunin
um að taka niður miðstigann hefði
verið tekin í kjölfar þess að húsið
var stækkað. Hann sagði að stiginn
væri óþarfur eftir stækkunina og
að breytingin hefði það í för með
sér að flæði fólks um húsið yrði
jafnara. Ekki var full samstaða um
breytinguna á meðal verslunareig-
enda, en Ragnar Atli sagði að þeir
hefðu þó flestir áttað sig á mik-
ilvægi hennar.
Til stendur að nýta það svæði
sem skapast við það að rúllustiginn
er tekinn undir einhvers konar
verslunarstarfsemi, en Ragnar Atli
sagði að ekki væri búið að fullmóta
þær hugmyndir.
Að sögn Ragnars Atla stendur til
að færa innganginn sunnanmegin
um 15 metrum sunnar, þannig að
fólk komi inn í Kringluna þar sem
rúllustiginn stendur við Nanoq.
Hann sagði að ekki væri búið að
taka endanlega ákvörðun um þetta
þar sem fyrst þyrfti að semja við
verslunareigendur Apóteksins og
verslunarinnar Borð fyrir tvo, en
þær standa báðar við núverandi
inngang og því myndi færsla inn-
gangsins hafa áhrif á flæði fólks
um þeirra svæði.
Breytingar á Kringlunni hófust í gærkvöld
Morgunblaðið/Kristinn
Til stendur að nýta það rými, sem rúllustiginn stendur á, undir verslunarstarfsemi.
Rúllustigi tekinn og
inngangur færður til
JÓN Steinar Gunnlaugsson, hæsta-
réttarlögmaður og formaður nefnd-
ar, sem fjallar um viðbrögð við
dómi Hæstaréttar í máli Öryrkja-
bandalagsins, segir að ekki liggi
fyrir hvenær nefndin ljúki störfum.
Stefnt sé að því að tillögur liggi
fyrir sem fyrst. Reglulegur rík-
isstjórnarfundur er á morgun, en
Jón Steinar segir óvíst hvort
nefndin hafi lokið störfum fyrir
fundinn.
Jón Steinar segir að vinna þurfi
tölulegar upplýsingar fyrir nefnd-
ina áður en hún geti lokið störfum.
Hann vill að öðru leyti ekkert tjá
sig um störf nefndarinnar eða til-
lögur hennar.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun nefndin ekki gera
beinar tillögur um breytingar á
tekjutengingu við tekjur maka
aldraðra. Nefndin mun hins vegar
fjalla um lögfræðileg álitamál í
sambandi við hugsanleg áhrif dóms
Öryrkjabandalagsins á greiðslu
tekjutryggingar til ellilífeyrisþega.
Enn liggur ekki fyrir hvenær Al-
þingi verður kallað saman, en fyrir
liggur að flýta verði þingfundum ef
Tryggingastofnun á að vera unnt
að greiða bætur 1. febrúar nk. á
grundvelli nýrra laga.
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Óljóst hve-
nær nefnd-
in lýkur
störfum
MAÐURINN, sem lést í um-
ferðarslysi á Reykjanesbraut
til móts við Molduhraun í
Garðabæ á þriðjudaginn, hét
Logi Runólfsson.
Logi var 59 ára gamall,
fæddur 31. janúar 1941. Hann
var búsettur í Hlíðarbyggð 7 í
Garðabæ. Logi lætur eftir sig
eiginkonu og tvö uppkomin
börn.
Logi Runólfsson
Lést í
umferð-
arslysi LÖGREGLAN í Reykjavík stöðv-
aði í fyrrinótt för 12 ára drengs
þar sem hann ók bifreið foreldra
sinna um Sæbrautina í Reykjavík.
Bifreiðina hafði hann tekið trausta-
taki við heimili þeirra í Kópavogi
og boðið vinkonu sinni, sem er á
svipuðum aldri, með sér í bíltúr.
Lögreglan stöðvaði ferðalag
þeirra á Sæbraut nokkru eftir kl. 2
en á radarmæli lögreglunnar sást
að hinn 12 ára ökumaður ók bif-
reiðinni heldur greitt eða á 97 km
hraða á klukkustund þar sem há-
markshraði er 60 km/klst.
Drengurinn og stúlkan voru flutt
á lögreglustöð þar sem samband
var haft við foreldra drengsins sem
komu og náðu í hann en lögreglan
ók stúlkunni til síns heima. Einnig
var haft samband við barnavernd-
aryfirvöld vegna málsins.
Verða sakhæf 15 ára
Karl Steinar Valsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn í Reykjavík, seg-
ir nokkuð algengt að ungmenni séu
stöðvuð við akstur án ökuréttinda.
Séu þau orðin 15 ára megi þau bú-
ast við ákæru enda eru þau þá orð-
in sakhæf. Þá sé hægt að kæra
bæði vegna aksturs án ökuréttinda
og stulds á bifreið, hafi þau tekið
hana ófrjálsri hendi. Sekt fyrir
akstur án ökuréttinda er 50.000 kr.
við fyrsta brot.
Ef ungmenni ekur bifreið án
þess að hafa réttindi er sá mögu-
leiki einnig fyrir hendi að lögregl-
an fresti því að veita þeim ökurétt-
indi þegar þau fá aldur til.
12 ára ökumaður stöðvaður á of miklum hraða um miðja nótt
Brögð að því að ung-
menni aki réttindalaus
BJÖRK Guðmundsdóttir hefur
verið tilnefnd til tveggja
Grammy-verðlauna fyrir plöt-
una Selmasongs sem gefin var
út með tónlistinni úr Myrkra-
dansaranum. Verðlaunin eru
veitt af sérstakri akademíu
plötuútgefenda í Bandaríkjun-
um í lok febrúar.
Björk, ásamt Vince Mendoza
og Guy Sigsworth, er tilnefnd
fyrir útsetningu á laginu I’ve
Seen It All sem hún söng ásamt
Thom Yorke, söngvara Radio-
head. Þá hlaut Björk einnig til-
nefningu í flokki popplaga sem
aðeins eru leikin á hljóðfæri,
fyrir forleikinn að Selmasongs.
Björk hefur áður verið til-
nefnd til Grammy-verðlauna.
Árið 1999 var hún tilnefnd fyrir
tónlistarmyndband við lagið
Bachelorette.
Árið 1998 hlaut hún tilnefn-
ingu í flokki jaðartónlistar fyrir
plötuna Homogenic og hún var
einnig tilnefnd til Grammy-
verðlauna 1996 og 1994.
Björk Guðmundsdóttir hef-
ur hlotið tvær tilnefningar
fyrir plötuna Selmasongs,
sem hefur að geyma tón-
listina úr kvikmyndinni
Myrkradansarinn.
Björk til-
nefnd til
Grammy-
verðlauna
ENGINN Íslendingur datt í
lukkupottinn í Víkingalottóinu í
gær en um 176 milljónir voru í
fyrsta vinning.
Vinningshafarnir voru tveir,
annar frá Danmörku og hinn
frá Finnlandi, og fá þeir um 86
milljónir hvor í sinn hlut. Bón-
usvinningurinn gekk ekki út,
en hann var um 1,2 milljónir
króna. Heildarvinningsupphæð
til Íslendinga var á fimmtu
milljón króna.
Víkingalottó
Skiptu 176
milljónum
á milli sín