Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LJÓST er orðið að kosningu um
framtíð Reykjavíkurflugvallar seink-
ar nokkuð frá því sem áður var ráð-
gert.
Unnið hefur verið að nýrri hug-
mynd um breytingar á flugbrautum
hjá embætti borgarverkfræðings til
viðbótar þeim hugmyndum sem
ræddar hafa verið. Felst hún í að gerð
yrði ný austur-vestur-braut á uppfyll-
ingu í Skerjafirði, núverandi suður-
norðurbraut yrði stytt en aðrar
brautir lagðar niður, skv. upplýsing-
um Ólafs Bjarnasonar, yfirverkfræð-
ings hjá embætti borgarverkfræð-
ings.
Þessi hugmynd er einnig til skoð-
unar hjá sérfræðinefnd sem unnið
hefur að undirbúningi að kosningu
um framtíð Reykjavíkurflugvallar, að
sögn Stefáns Ólafssonar, formanns
nefndarinnar.
Er nú stefnt að því að atkvæða-
greiðsla fari fram í síðari hluta febr-
úar eða í mars að sögn Stefáns.
Hann sagði ástæðurnar fyrir þess-
ari seinkun þær að annars hefði borg-
arráð ákveðið á fundi í desember að
atkvæðagreiðslan yrði rafræn að
hluta eða öllu leyti eins og undirbún-
ingsnefndin lagði til, sem hafi í för
með sér að meiri tíma þyrfti við und-
irbúning málsins. Á hinn bóginn hef-
ur nefndin svo til skoðunar nýja val-
kosti, að hans sögn.
Sérfræðihópurinn hefur skoðað
ýmsa kosti varðandi framtíð flugvall-
arins og nýtingu Vatnsmýrarinnar og
hefur leitað ráðgjafar m.a. erlendis.
Lögð verður áhersla á að víðtæk
kynning fari fram um valkostina áður
en kosning fer fram, að sögn Stefáns.
Nýjasta hugmyndin um nýja aust-
ur-vestur-braut hefur verið unnin á
vegum samvinnunefndar um svæða-
skipulag, að sögn Ólafs. „Við munum
skoða þetta með öðrum hugmyndum.
Við höfum verið að velta við öllum
steinum í þessum málum, bæði innan
Reykjavíkur og fyrir sunnan Hafn-
arfjörð. Við ætlum að taka saman
kosti og galla við hinar ýmsu hug-
myndir,“ segir hann.
Meginkosturinn við þessa hug-
mynd um nýja austur-vestur-braut út
í sjó er sá að til verður mun stærra
svæði til nýtingar á núverandi flug-
vallarsvæði í Vatnsmýrinni en ef
farnar verða aðrar leiðir sem rætt
hefur verið um á núverandi flugvall-
arsvæði.
Ný hugmynd um breytta legu austur-vestur-brautar Reykjavíkurflugvallar til skoðunar
Kosningu
um framtíð
flugvallarins
mun seinka
Borgarverkfræðingur
Nýjasti kosturinn af nokkrum sem til skoðunar eru um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Byggð yrði upp ný aust-
ur-vestur-braut í Skerjafirði, suður-norður-brautin stytt og aðrar flugbrautir aflagðar.
JANÚARÚTSÖLUR eru að hefjast
þessa dagana í mörgum verslunum
og stórmörkuðum landsins. Stefán
S. Guðjónsson, framkvæmdastjóri
Samtaka verslunarinnar, sagði við
Morgunblaðið að útsölurnar í árs-
byrjun væru orðnar hefðbundnar og
yrðu væntanlega síst færri að þessu
sinni en undanfarin ár.
Stefán sagði það vissulega ekki al-
gilt að allar verslanir væru með út-
sölur í janúar. Þetta færi eftir þjón-
ustunni og einnig hvernig
birgðastaðan væri. Mest áberandi í
janúar eru fataverslanir. Afsláttur á
útsölum er mismunandi en getur
víða numið allt að 70%.
Þegar útsölur hefjast í janúar eiga
margir enn eftir að skipta vörum
sem þeir fengu í jólagjöf eða keyptu
um jólin. Sé varan gölluð eiga við-
skiptavinir, samkvæmt kaupalögum,
að geta fengið vörunni skipt á því
verði sem hún var upphaflega keypt
á. Sé um jólagjöf að ræða, sem ekki
er hægt að sýna kvittun fyrir, hefur
varan rýrnað samkvæmt því sem út-
sölunni nemur sé hún yfirhöfuð á út-
sölu eða enn til sölu. Gilda þá kaupa-
lög ekki lengur heldur hefð og/eða
þjónusta viðkomandi verslana.
Stefán sagði að af þessum sökum
legðu kaupmenn mikla áherslu á að
viðskiptavinir notuðu tækifærið
milli jóla og nýárs og skiptu jólagjöf-
unum þá, áður en útsölur hæfust eft-
ir áramótin.
Áður en útsölur hefjast í versl-
unum eftir áramótin er algengt að
fyrsta virka daginn sé lokað vegna
vörutalninga. Hefð er fyrir þessu en
lokanir virðast þó koma mörgum
viðskiptavininum á óvart þegar á
reynir. Stefán sagðist kannast við
þetta. Að hans sögn miða flestar
verslanir reikningsár sitt við alman-
aksár og fer vörutalning þá fram í
kringum áramót. Hann sagði taln-
inguna nauðsynlega til að meta
verðmæti lagers fyrir ársuppgjörið.
Þá kæmi einnig fram rýrnun ef ein-
hver hefði verið hjá viðkomandi fyr-
irtæki. Talningin væri sömuleiðis
nauðsynleg til samanburðar við
birgðabókhaldið í tölvum fyrirtækj-
anna. Stefán sagði vörutalningu
einnig fara fram um mitt ár hjá þeim
fyrirtækjum sem gerðu milliuppgjör
eða vildu fylgjast betur með lag-
erstöðunni.
Morgunblaðið/Ásdís
Verslanir við Laugaveginn, sem og víða annars staðar á landinu, eru óðum að hefja útsölur sínar þessa dagana.
Algengur afsláttur er frá 20-50% en getur numið allt að 70% á mörgum stöðum.
Janúar-
útsölurnar
að hefjast
GAMALT fjós á bænum
Stafni í Svartárdal í A-Húna-
vatnssýslu brann til grunna í
gær. Bóndinn á bænum, Sig-
ursteinn Bjarnason, varð
eldsins var um eittleytið í
gær og náði að bjarga heim-
iliskúnni og kálfi sem voru
inni í fjósinu og einnig hæn-
um sem voru í nærliggjandi
kofa. Fjósbyggingin er ónýt
eftir brunann og nokkurt
magn af heyi brann sömuleið-
is. Logn gerði það að verkum
að nærliggjandi húsum staf-
aði ekki hætta af fjósbrun-
anum.
Slökkviliðið þurfti að aka
50 kílómetra á brunastað
Slökkviliðið á Blönduósi var
kvatt á vettvang og tók akst-
urinn þessa 50 km löngu leið
um klukkustund. Stafn er
næstinnsti bærinn í Svartár-
dal, um 20 km frá þjóðvega-
mótum við Bólstaðarhlíð og
Húnaver. Slökkvistarfi lauk
um klukkan hálffimm í gær
en 14 stiga frost gerði
slökkviliðsmönnum erfitt fyr-
ir þar sem vatnið vildi frjósa í
krönunum.
Sigursteinn sagði við Morg-
unblaðið að upptök eldsins
væru að öllum líkindum kunn.
Hann hefði fyrr um morg-
uninn verið að þíða vatn og
neisti úr logsuðutæki þá lík-
lega komist í klæðningu.
Vel hefði verið gengið frá
rafmagni. Hann sagði fjósið
hafa verið tryggt. Sigursteinn
stundar sauðfjárbúskap og
geymdi hey á fleiri stöðum en
í fjósinu.
Hann fékk aðstoð gröfu til
að bjarga því heyi sem bjarg-
að varð í brunanum og fella
fjósið niður að slökkvistarfi
loknu.
Fjós brann á Stafni
í Svartárdal
Heimilis-
kýr og
kálfur
björguðust
VERKFALL framhaldsskólakenn-
ara er það lengsta sem skráð er frá
stofnun embættis ríkissáttasemjara
árið 1980, eða 59 dagar. Lengsta
verkfall í Íslandssögunni mun þó
vera 109 daga verkfall flugvirkja
sem hófst á nýársdag árið 1950 og
lauk þann 19. apríl sama ár.
Flugferðir Loftleiða og Flugfélags
Íslands héldu þó áfram allt verkfallið
þar sem yfirflugvirkjar félaganna
lögðu ekki niður störf. En þegar líða
tók á verkfallið fækkaði flughæfum
vélum og er verkfallinu lauk voru að-
eins átta af sautján flugvélum flug-
félaganna í flughæfu ástandi.
Flugvirkjar fóru fram á um 20%
launahækkun en í verkfallslok var
samið um 5,8% hækkun og að 2% af
launm rynnu í sjúkrasjóð.
Verkfall framhaldsskólakennara
hefur staðið í 59 daga. Fundur deilu-
aðila í gær var sá 56. frá því að kjara-
deilunni var vísað til ríkissáttasemj-
ara. Samkvæmt upplýsingum frá
embætti ríkissáttasemjara hafa að-
eins verið haldnir fleiri fundir í fjór-
um sáttamálum frá árinu 1925. Í
deilu ASÍ og VSÍ árið 1977 voru
haldnir 67 fundir. Í deilu FÍA,
Félags íslenskra atvinnuflugmanna,
og VSÍ árið 1980 voru alls 86 fundir.
Í deilu ASÍ og VSÍ 1980 voru haldnir
alls 72 fundir og árið 1994 voru
haldnir 56 fundir í kjaradeilu Sjúkra-
liðafélags Íslands og ríkisins.
Lengsta
verkfall
Íslandssög-
unnar varði
í 109 daga