Morgunblaðið - 04.01.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 04.01.2001, Qupperneq 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 49 Innritun er hafin og fer fram daglega virka daga kl. 14:00 til 17:00 í skólanum, Síðumúla 17, sími: 588-3730, fax: 588-3731, tölvupóstur: ol-gaukur@islandia.is. Á þessari önn verða í boði þau námskeið sem talin eru upp hér að neðan, miðað við næga þátttöku. Við bendum á nýtt námskeið, FRAMHALDSFORÞREP, fyrir alla þá sem áður hafa lokið FORÞREPS-námskeiði hjá okkur eða kunna eitthvað smávegis fyrir sér. Nánari upplýsingar í innritunarsíma á innritunartíma og einnig sendum við ítarlegan bækling um skólann til þeirra sem þess óska. LÉTTUR UNDIRLEIKUR Hægt að fá leigða HEIMAGÍTARA kr. 2500 á önn Sendum vandaðan upplýsinga- bækling HEFÐBUNDINN GÍTARLEIKUR ÖNNUR NÁMSKEIÐ 1. FORÞREP FULLORÐINNA Byrjendakennsla, undirstaða, léttur undirleikur við alþekkt lög. Geisla- diskur með æfingum fylgir. 2. FORÞREP UNGLINGA Byrjendakennsla, sama og Forþrep fullorðinna. Geislad. m. æfingum fylgir. 3. LÍTIÐ FORÞREP Spennandi, styttra, ódýrara námskeið fyrir börn að 10 ára aldri. Geisladiskur með æfingum fylgir. 4. FRAMHALDS-FORÞREP Nýtt, skemmtilegt námskeið í beinu framhaldi af For- þrepi. Geisladiskur með æfingum fylgir. 5. PLOKK Beint framhald Forþreps – meiri undir- leikur með áherslu á svonefnt „plokk“. 6. ÞVERGRIP Beint framhald Forþreps – dægurlög undanfarinna áratuga og áhersla á þvergrip. 7. BÍTLATÍMINN Aðeins lög frá Bítlatímabilinu, t.d. lög Bítlanna sjálfra, Rolling Stones, vinsæl íslensk lög o.fl. Fyrir þá sem lokið hafa Forþrepi/kunna fáein grip. 8. PRESLEYTÍMINN Einkum lög sem Elvis Presley gerði fræg um alla heimsbyggðina ásamt alþekktum lögum íslenskra og erlendra höfunda frá sama tíma. Afbragðs þjálfun fyrir þá sem lokið hafa Forþrepi/kunna fáein grip. 9. TÓMSTUNDAGÍTAR Byrjendakennsla (sama og Forþrep fullorðinna, en styttra) fyrir 16 ára og eldri í samvinnu við Tómstundaskólann. 10. FYRSTA ÞREP Undirstöðuatriði nótnalesturs fyrir byrjendur lærð með því að leika léttar laglínur á gítarinn o.m.fl. Forstig tónfræði. Próf. 11. ANNAÐ ÞREP Framhald Fyrsta þreps, leikin þekkt smálög eftir nótum, framhald tón- fræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 12. ÞRIÐJA ÞREP Beint framhald Annars þreps. Verk- efnin þyngjast smátt og smátt. Framhald tónfræði- og tónheyrnar- kennslu. Próf. 13. FJÓRÐA ÞREP Beint framhald Þriðja þreps. Bæði smálög og hefðbundið gítarkennslu- efni eftir þekkt tónskáld. Tónfræði, tónheyrn, tekur tvær annir. Próf. 14. FIMMTA ÞREP Beint framhald Fjórða þreps. Leikið námsefni verður fjölbreyttara. Tónfræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. 15. JAZZ-POPP I Þvergrip, hljómauppbygging, tónstigar, hljómsveitarleikur o.m.fl. Einhver nótnakunnátta áskilin. 16. JAZZ-POPP II/III Spuni, tónstigar, hljómfræði, nótnalestur, tónsmíð, útsetning. 17. TÓNSMÍÐAR I/II Byrjunarkennsla á hagnýtum atriðum varðandi tónsmíðar. Einhver undirstaða nauðsynleg. 18. TÓNFRÆÐI-TÓNHEYRN I/II Innifalin í námi. 19. TÓNFRÆÐI-TÓNHEYRN FYRIR ÁHUGAFÓLK Fyrir þá sem langar að kynna sér hið einfalda en fullkomna kerfi nótnanna til þess m.a. að geta sungið/leikið eftir nótum. 20. KASSETTUNÁMSKEIÐ Námskeið fyrir byrjendur á tveim kassettum og bók, tilvalið fyrir þá sem vegna búsetu eða af öðrum ástæðum geta ekki sótt tíma í skólanum en langar að kynnast gítarnum. Sent í póstkröfu. 25ára INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17 588-3730 NÝTT janúarm ánaðar UM HVER aldamót er uppi mikil umræða um hvenær ný öld gengur í garð. Það er um tvo möguleika að ræða, í þessu tilviki 2000 eða 2001. Margir vilja halda því fram að 1. 1. 2001 sé fyrsti dagur 21. aldarinnar. Það er alrangt, finnst mér. Ástæða þess að 2001 er upp- áhalds aldamótaár margra er að tímatal okkar hafi byrjað á einum. Jesús fæddist árið eitt. Þetta kemur til vegna vanþekk- ingar þeirra sem settu það saman. Á þeim tíma, fyrir u.þ.b. 1400 árum, þekktist stærðin núll ekki. Þú byrjaðir að telja á einum. Þetta virkar ágætlega ef telja á epli, en ekki ár. 1. 1. 2001 hlýtur að vera 2001. afmælisdagur Frelsarans. Hann getur varla hafa verið eins árs við fæðingu, þótt hann hafi borið af á flesta aðra vísu. Hann hlýtur að hafa orðið eins árs á árinu eitt eftir Krist. Því segi ég: Gleðilegt ár til ykkar allra, og megi þau 99 ár sem eftir eru af 21. öldinni vera okkur öllum góð og friðsæl. VILHJÁLMUR ÁSGEIRSSON, Wilhelminastraat, 1165 HA Halfweg, Hollandi. Aldamót? Frá Vilhjálmi Ásgeirssyni: HVERNIG litist fólki á, að barna- skólinn byrjaði klukkan hálftíu? Þannig er það reyndar með þjóð, sem Íslendingar bera sig gjarna saman við, eins og nú skal sýnt fram á. Ég var staddur í Osló snemma í desember í vetur og átti leið framhjá barnaskóla að morgni dags klukkan hálfníu, í myrkri, og tók eftir því, að ljós voru ekki kveikt í skólastofum og þótti það undarlegt. Ég komst þá að því, að þar í borg hefst kennsla ekki fyrr en klukkan 10 mínútur fyrir níu í öllum bekkj- um grunnskóla. Ef Norðmenn flýttu klukkunni að vetrarlagi um eina stund, eins og Íslendingar gera, og skólinn hæfist á sama tíma miðað við sólargang, væri það klukkan 10 mínútur fyrir tíu. Þar sem barnakennsla í skólum Reykja- víkur hefst um áttaleytið fannst mér þetta svo forvitnilegt, að ég kynnti mér skólatíma í Noregi, þar sem líkt stendur á og í Reykjavík, en það er í Kristjánssundi á Norð- ur-Mæri. Sá bær er aðeins sunnar og stendur líkt af sér miðað við þann lengdarbaug, sem skiptir máli fyrir staðartíma. Í Kristjánssundi er sól í hádegisstað um klukkan hálfeitt, en grunnskóli hefst fjórum klukkustundum fyrr, klukkan hálf- níu. Ef skóli í Reykjavík, þar sem sól er nú í hádegisstað um klukkan hálftvö, ætti að hefjast eins snemma og í Kristjánssundi miðað við hádegisstað sólar, fjórum tím- um fyrr, væri það klukkan hálftíu, en er hálfum öðrum tíma fyrr, klukkan átta. Þegar börn í Reykja- vík fara á fætur klukkan sjö til að hafa sæmilegan tíma til að klæða sig, nærast og komast í skólann, er það sex og hálfum tíma fyrir hádeg- isstað sólar; miðað við klukku, sem er sett þannig, að sól er í hádeg- isstað klukkan tólf, er fótaferð þeirra klukkan hálfsex. Óhugsandi er, að börn annars staðar í heim- inum séu rekin á fætur klukkan hálfsex, og mundi alls staðar talin ill meðferð á börnum og ekki þykja þurfa frekari rannsóknar við. Svefnfræðingur, sem fylgst hefur með þessum málum hér og kynnt það álit sitt, að illt sé við að una, kveðst hins vegar fá þau svör, að það þurfi að athuga frekar, hvort þessi fótaferð sé heilsuspillandi. Mér sýnist hins vegar, að sá, sem ekki skynjar það strax að þannig sé illa farið með börn og að taka þurfi í taumana, þurfi rannsóknar við, eins og raunar er lögfest um þá, sem fara illa með börn. BJÖRN S. STEFÁNSSON Kleppsvegi 40, Reykjavík Grunnskólinn byrjar klukkan hálf 10 Frá Birni S. Stefánssyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.