Morgunblaðið - 04.01.2001, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 04.01.2001, Qupperneq 54
ADAM Sandler er einn af hæstlaun- uðu gamanleikurum Hollywood og hafa myndir hans á borð við Happy Gilmore, The Waterboy og The Wedding Singer notið mikilla vin- sælda undanfarin ár. Sandler hefur skapað sér afbragðsgóð sambönd innan skemmtanaiðnaðarins og getur valið úr bitastæðum verkefnum en hefur kosið að halda sig við grín- myndir sem hann og hans nánustu vinir halda utan um. Little Nicky er nýjasta afurðin og í henni leikur Sandler óframfærinn son satans sem lendir í þeirri aðstöðu að örlög vítis standa og falla með honum. „Mér finnst gott að vinna með vin- um mínum, ákveðnum hópi sem hef- ur haldið saman síðan við gerðum Billy Madison. Í raun er ég í algjörri draumaaðstöðu því ég fæ borgað fyr- ir að gera það sem mér finnst skemmtilegt, að fíflast með þessum strákum sem ég hef þekkt síðan við vorum saman í háskóla.“ Hvaðan er hugmyndin um Little Nicky komin? „Einhverra hluta vegna horfðum við Allen Covert, vin- ur minn, á marga sjónvarpsþætti sem fjölluðu um engla, ára, himin og jörð og okkur fannst við hafa eitthvað til málanna að leggja. Ég vissi að við myndum fá margar spurningar varð- andi trúmál vegna myndarinnar en okkur langaði bara til að gera fyndna mynd en svo vildi til að hún átti sér stað í helvíti. Við reyndum að túlka kölska sem refsara illra manna, nokkurs konar fangavörð, en ekki ljótan karl sem ætlar að sölsa undir sig heiminn. Ég vildi alls ekki lenda í því að fólk hlypi út úr kvikmynda- húsum, sakandi okkur um guðlast.“ Í viðræðum við Paul Thomas Anderson Þessi mynd sver sig í ætt við fyrri myndir þínar. Eigum við von á ein- hverri stefnubreytingu hjá þér í framtíðinni? „Eins og ég segi þá finnst mér ekk- ert skemmtilegra en að fíflast með vinum mínum og við leggjum okkur fram við að skrifa gott grínefni. Ég er viss um að einhvern tímann mun ég gera eitthvað sem enginn býst við. Paul Thomas Anderson [leikstjóri og höfundur Boogie Nights og Magn- olia] skrifaði hlutverk handa mér í næstu mynd sinni sem við erum að ræða um og ég kann mjög vel við hann. Hann er mjög góður leikstjóri og það er aldrei að vita ... En ég á eft- ir að ákveða hvað í ósköpunum mig langar til að gera þegar ég verð stór. Mér líður sjálfum vel þegar ég er að gera myndirnar mínar og mér finnst gaman að tala við fólk á förnum vegi um þær. Í gær var ég á hlaupabretti í íþróttasalnum hérna og þeir voru að sýna The Waterboy í sjónvarpinu. Ég hafði ekki séð hana heillengi og horfði því á hana. Mér varð á að skella upp úr og þá sneri maðurinn á næsta bretti sér við og spurði mig „Ert þú virkilega svona hrifinn af sjálfum þér?“ Þetta finnst mér frá- bært því þegar ég var ungur langaði mig ekkert frekar en að gera grín- myndir sem fólk myndi horfa á og þekkja til. Nú þarf ég ef til vill að ákveða næsta skref.“ Þið Jim Carrey eruð miklir vinir. Hvernig í ósköpunum eru samskipti ykkar þegar þið hittist? „Hann er ótrúlega fyndinn. Ég sit bara og horfi á hann láta dæluna ganga. Við hittumst þegar við vorum báðir að reyna að koma okkur á fram- færi á grínklúbbunum og vináttan hélst eftir að við byrjuðum að leika í kvikmyndum. Þannig að við eigum margt sameiginlegt og finnst gaman að hittast. Hann hefur reynt fyrir sér í alvarlegri hlutverkum og gengið vel. Ég kann mjög vel við myndirnar hans og eins og ég segi þá er ég í við- ræðum við Paul Thomas Anderson þessa dagana. Ég er mjög ánægður með það sem ég hef afrekað í lífinu. Ég hef unnið hörðum höndum við að koma mér og efninu mínu á framfæri og hitt mikið af merkilegu fólki. Manni líður ótrúlega vel þegar 15 ára strákar koma til manns og segjast hafa horft á Happy Gilmore með pabba sínum kvöldið áður. En sjáum hvað setur í framtíðinni.“ Þú ert mikill tónlistarunnandi og myndir þínarinnihalda flestar þekkt lög frá 8. og 9. áratugnum. Hvaða plata er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Sú fyrsta sem mér dettur í hug er Back in Black með AC/DC. Það var fyrsta platan sem ég keypti sjálfur með peningum sem ég fékk fyrir að raka laufin í garðinum heima. Öll lög- in á þeirri plötu eru snilldarverk. Ég hlustaði einnig mikið á Led Zeppelin, Kiss og Ozzy Osbourne. Bróðir minn vakti mig og vini mína klukkan sex á morgnana með Black Sabbath og kann ég honum bestu þakkir fyrir.“ Myndir þínar skarta yfirleitt fjöl- breyttum og þekktum gestaleikur- um. Hefur einhver svarað beiðni þinni um að vera með neitandi? ,,Sem betur fer ekki ennþá. Við vorum mjög stressaðir þegar við báð- um Bob Barker um að leika í Happy Gilmore því við höfðum skrifað heila senu fyrir hann. Sem betur fer sam- þykkti hann en það var bara vegna þess að hann vann slagsmálin í myndinni. En hann var mjög al- mennilegur, lék í eigin áhættuatrið- um og allt saman,“ segir Sandler og hlær. Rodney Dangerfield biður að heilsa ömmu Hvaða grínistum hafðir þú mest dálæti á þegar þú varst ungur? „Pabbi kallaði alltaf á mig þegar Marx-bræðurnir voru í sjónvarpinu. Ég horfði alltaf á Abbot og Costello um helgar og einnig Jerry Lewis. Ég hitti hann í fyrsta sinn um daginn og hann var mjög viðkunnanlegur. En þegar ég var í menntaskóla lærði ég Rodney Dangerfield svo gott sem ut- anbókar og lék hann fyrir pabba og bræður mína. Ég fékk að hitta hann þegar ég var í níunda bekk og var á ferðalagi í Flórída með ömmu og allri fjölskyldunni. Við fórum á uppistand sem hann hélt og núna biður hann að heilsa ömmu í hvert skipti sem við hittumst.“ Sandler þagnar síðan og hlær með sér: „Þetta var nú aldeilis innihaldsrík og merkileg saga hjá mér, finnst þér ekki?“ Nicky litli á í hinu mesta basli með að átta sig á hlutverki sínu. Little Nicky er ein af jólamyndum Stjörnubíós, Laugarásbíós og Regnbogans Sandler, sonur satans Adam Sandler hefur slegið í gegn í hverju kostulega hlutverkinu á fætur öðru. Í nýjustu mynd sinni, Nicky litla, leikur hann engan ann- an en sjálfan son kölska. Daði Rafnsson spjallaði við hann úti í Atlanta yf- ir kjúklingi og að sjálf- sögðu var djöflaterta í eftirrétt. FÓLK Í FRÉTTUM 54 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Laugavegi 54, sími 552 5201 Útsalan hefst í dag ÞAÐ þarf engum að koma á óvartsem á annað borð hefur fylgst meðbíósmekk Íslendinga undanfarin ár að slegist sé um nýjustu afurð gúmmífésins Jims Carreys á mynd- bandaleigum landsins. Carrey hefur notið fádæma vinsælda hérlendis síðan hann skaust upp á stjörnuhim- ininn með óborganlegri túlkun sinni á gæludýraspæjaranum Ace Vent- ura. Og þessar vinsældir hans hér heima virðast jafnvel rófastari hér en víðast annars staðar. Það kom glöggt í ljós í fyrra þegar Ég um mig frá mér til Írenu var sýnd hér í kvikmyndahúsum og uppfyllti að mestu þær eftirvæntingar sem gerð- ar höfðu verið á meðan hún „flopp- aði“, eins og sagt er, víða annars staðar í heiminum – þar á meðal á heimavígstöðvunum vestra. Vel- gengni myndarinnar í bíó virðist síð- an vera að endurtaka sig á mynd- bandi en myndin trónir aðra vikuna í röð á toppnum. Nýjar myndir á lista eru Under Suspicion, nettur suðurríkjakrimmi með þungavigtarleikurunum Morg- an Freeman og Gene Hackman, Rules of Engagement með ekki mjög léttari köppum, þeim Tommy Lee Jones og Samuel L. Jackson og svo 28 Days, gráglettið drama með Söndru Bullock, sem í þetta sinn leikur unga konu sem fer í við- burðaríka og erfiða áfengismeðferð.                                                                       ! " # $ % % % &    ' ( ) $ # " ! (   " " $ !    ! ' # " & # # !  *   +   + + + + + , + , , +           + ,                                         !   "    # $ %  & '  (   )      %  ' * &  & & (  & +, # & -      .     '    Klikkaður Carrey Ég um mig frá mér til Írenu: Charlie lendir jafnan í mestu klípu þegar Hank brýst út. Vinsælustu leigumyndböndin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.