Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er eins gott að passa sig vel þegar maður umgengst stóra bíla eins og strætisvagna þar sem dekk- in eru meira að segja stærri en maður sjálfur. Við strætisvagnastöðina í Sigtúni fyrir framan Blómaval voru þessir leikskólakrakkar á leið í smábæj- arferð með strætó. Ekki er laust við að greina megi smáótta í andliti þess sem er u.þ.b. að stíga upp í vagninn, enda stærðarhlutföllin ógnarleg fyrir litla krakka. Morgunblaðið/Ásdís Börn í bæjarferð INNHEIMTUSEÐLAR vegna þungaskatts hafa verið sendir út en 10% lækkun verður á kílómetra- gjaldi frá og með næsta gjalddaga sem er 11. febrúar. Fastagjald verð- ur óbreytt. Fast gjald er greitt af bíl- um sem eru undir fjögur tonn en þó er heimilit að greiða samkvæmt kíló- metragjaldi óski menn þess. Lækk- unin var ákveðin af ríkisstjórninni í kjölfar viðræðna við samstarfshóp nokkurra samtaka bílstjóra síðast- liðið haust vegna olíuverðhækkana. Lækkun á kílómetragjaldi mun kosta ríkissjóð um 300 milljónir króna á ári, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um akstur á þessu ári og áætlun fyrir næsta ár. Þungaskattur er lagður á 15.431 ökutæki á þessu ári og hefur þeim fjölgað verulega á síðustu árum. Á síðasta ári var gjaldið lagt á 14.621 ökutæki en 12.967 á árinu 1999. Fyrir fyrsta gjaldtímabilið 2001 er lagður á þungaskattur að upphæð 1.136 milljónir króna. Árlegt fast gjald er 94.273 kr. fyrir bíla allt að tonni að þyngd, 113.163 kr. í þyngd- arflokki 1.000-1.499 kg og 139.409 kr. fyrir 1.500-1.999 kg svo dæmi séu tekin. Kílómetragjald er 7,11 kr. fyr- ir 4.000-4.999 kg þunga bíla. Mælagjald í þunga- skatti lækk- ar um 10% SKIPULAGSSTOFNUN hefur samþykkt matsáætlun Norðuráls vegna stækkunar álversins á Grund- artanga í 300 þúsund tonn. Um leið gerir stofnunin nokkrar athuga- semdir við tillögur Norðuráls eftir að hafa farið yfir umsagnir og at- hugasemdir nokkurra aðila. Alls bárust 28 umsagnir og athugasemd- ir við matsáætlunina, einkum frá stofnunum, umhverfisverndarsam- tökum og áhugafólki um umhverf- isvernd. Að sögn Tómasar M. Sig- urðssonar, framkvæmdastjóra tækni- og umhverfissviðs Norðuráls, er fyrirtækið sátt við niðurstöðu Skipulagsstofnunar. „Fyrst og fremst eru þetta ábend- ingar um þær áherslur sem Skipu- lagsstofnun vill að komi fram í mats- skýrslunni, sem er mjög gott að fá, og munum við haga okkar vinnu í samræmi við það. Vinna okkar við matsskýrsluna er þegar hafin,“ sagði Tómas sem reiknaði með að skýrslan yrði tilbúin eftir einn og hálfan mánuð, eða í lok febrúar, og þá yrði hún send til Skipulagsstofn- unar. Að fengnu starfsleyfi er áformað að hefja framkvæmdir við stækkun álversins í fyrsta lagi sum- arið 2002 og miðað er við að fyrsti áfangi stækkaðs álvers, upp í 90 þús- und tonn, verði tekinn í notkun haustið 2004. Meðal athugasemda Skipulags- stofnunar við matsáætlunina má nefna að stofnunin telur að í mats- skýrslu þurfi að gera skýra grein fyrir framtíðarþörfum Norðuráls á hafnarsvæði Grundartangahafnar og samkomulagi við eigendur hafn- arinnar um flæðigryfjur til förgunar kerbrota, á byggingar- og gáma- svæði. Í tillögum Norðuráls er gert ráð fyrir þurrhreinsun á útblæstri frá álverinu og eru mörk mengunar- efna í útblæstri miðuð við núverandi rekstrarumhverfi. Skipulagsstofnun telur að í matsskýrslu þurfi að koma fram hvaða hámarksmörk varðandi útblástur mengunarefna eru í drög- um að starfsleyfi. Einnig þurfi í skýrslunni að gera grein fyrir hvaða orka er til staðar í raforkukerfinu og hvaða upplýsingar liggi fyrir um ný orkuver og orkuflutninga til álvers- ins. Skipulagsstofnun vekur athygli á ábendingu Veðurstofunnar um að gögn frá veðurathugunarstöð á Grundartangahöfn hafi ekki borist frá því í desember 1999 og tekur undir að setja þurfi ákvæði um rekstur, eftirlit og varðveislu gagna frá sjálfvirkum veðurstöðvum inn í starfsleyfi. Mótvægisaðgerðir vegna losunar gróðurhúsalofttegunda Síðan segir í áliti Skipulagsstofn- unar: „Í tillögum framkvæmdaraðila [Norðuráls] er vikið að útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá álverinu en ekki fjallað um samræmi þeirra við stefnu stjórnvalda. Hins vegar er ljóst að losun gróðurhúsaloftteg- unda frá álverinu er veruleg og tek- ur Skipulagsstofnun undir fram- komnar athugasemdir um að greina þurfi frá gróðurhúsalofttegundum ogsetja skýrt fram. ... Í matsskýrslu þarf að gera grein fyrir hvaða mót- vægisaðgerðir eru fyrirhugaðar vegna losunar gróðurhúsaloftteg- unda frá álverinu. Koma þarf fram afstaða stjórnvalda til losunar gróð- urhúsalofttegunda frá álverinu.“ Skipulagsstofnun bendir á að Norðurál hafi ætlað að kortleggja hljóðvist frá álverinu sl. haust en sú vinna hafi ekki farið fram. Varðandi þessa athugasemd sagði Tómas að vinna væri hafin við að rannsaka hljóðvist. Einnig telur stofnunin að gera hefði mátt ítarlegri grein fyrir upp- lýsingum í matsáætlun um mengun sjávar í Hvalfirði og athuganir á líf- ríki sjávar og hafstraumum. Að- spurður um þessa athugasemd sagði Tómas að kannski hefði áætlunin ekki verið nógu skýr að þessu leyti og því væri gott að fá þessa ábend- ingu frá Skipulagsstofnun. Norðurál hefði staðið fyrir umfangsmiklum rannsóknum á náttúru svæðisins síð- ustu fjögur ár, í samræmi við vilja Hollustuverndar, og forgangsröðun- in þar miðuð við mikilvægi rann- sóknarefna. Þá vekur Skipulagsstofnun at- hygli á og tekur undir umsögn Byggðastofnunar þar sem bent er á nauðsyn þess að meta stöðu álvers- ins á samkeppnismarkaði um vinnu- afl, þar á meðal við fyrirhugað álver á Reyðarfirði. Skipulagsstofnun telur að vanda þurfi vel til kynningar á vinnsluferli matsskýrslunnar. Lögð er áhersla á nauðsyn þess að kynna jafnóðum upplýsingar og niðurstöður fyrir við- eigandi aðilum, s.s. sveitarstjórnum. Tómas sagði Norðurál hafa haldið marga kynningarfundi um stækk- unina, jafnt með íbúum á svæðinu sem ráðamönnum ríkis og sveitar- félaga. „Við teljum okkur hafa kynnt þetta nokkuð vel og höldum því áfram. Hjá Skipulagsstofnun koma fram margar gagnlegar ábendingar og verða til hliðsjónar við vinnu á mati á umhverfisáhrifum,“ sagði Tómas. Gera þarf grein fyrir fram- tíðarþörfum á hafnarsvæði Skipulagsstofnun samþykkir matsáætlun Norðuráls vegna stækkunar VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra segist skilja áhyggjur járniðnaðarmanna og Samtaka iðnaðarins yfir því að tækniþekking og atvinnutækifæri glatist úr landi ef útboð verða til þess að öll viðgerðar- og nýsmíða- verkefni í skipaiðnaði fari fram í er- lendum skipasmíðastöðvum. Hún sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa rætt þessi mál við talsmenn iðnaðarins og kynnt þau einnig á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Samtök iðnaðarins og Félag járn- iðnaðarmanna hafa einmitt komið þeirri kröfu á framfæri við stjórn- völd að þau sjái til þess að viðamikl- ar viðgerðir á tveimur varðskipum, sem boðnar voru út á EES-svæðinu, fari fram hér á landi. Skipasmíða- stöðvar frá Póllandi og Spáni áttu lægstu tilboð en íslenskar stöðvar voru þar nokkru ofar í fjárhæðum. Öll útboðsgögn voru á enskri tungu en vitað er til þess að stjórn- völd sumra Evrópuríkja, t.d. í Dan- mörku, hafa reynt að torvelda er- lendum fyrirtækjum þátttöku í útboðum heima fyrir með því að hafa öll gögn á móðurmálinu. Að- spurð um þennan möguleika, að hafa þá öll gögn á íslensku, sagði Valgerður hann koma til greina en fleiri þætti þyrfti einnig að skoða. Stjórnvöldum bæri skylda til að koma til móts við þessi sjónarmið. „Ég hef miklar áhyggjur af verk- efnastöðu hjá málmiðnaðarmönn- um, sem er afleit um þessar mundir. Hvað hægt er að gera í útboðinu vegna varðskipanna get ég ekki sagt um á þessu stigi. Við þurfum bara að skoða þau mál nákvæm- lega,“ sagði Valgerður en sam- kvæmt upplýsingum frá Ríkiskaup- um ber verkkaupa, í þessu tilviki ríkinu varðandi varðskipin, skylda til lögum samkvæmt að taka „hag- stæðasta“ tilboði í útboði sem þessu. Samkvæmt þessu þarf lægsta tilboð ekki endilega að telj- ast hagstæðast. Starfsmenn Ríkiskaupa vinna nú hörðum höndum að því að meta til- boðin sem bárust í varðskipin og skoða þá fjárhags- og tæknilegt hæfi lægstbjóðenda. Er reiknað með að niðurstaða liggi fyrir í næstu viku um hvaða tilboði Rík- iskaup mæla með. Komumst ekki hjá útboðum Valgerður Sverrisdóttir tók undir með þeirri ábendingu Félags járn- iðnaðarmanna að tilboð íslensku skipasmíðastöðvanna gætu verið þjóðhagslega hagkvæm, með tilliti til skatttekna fyrir ríkissjóð og sparnaðar við greiðslu atvinnuleys- isbóta ef verkefnin færu úr landi. „Við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir því að við erum aðilar að hinu evrópska efnahags- svæði, EES, og komumst ekki framhjá útboðum. Svo er kannski annað mál hvað kemur fram í út- boðsgögnum. Auðvitað eru allar þjóðir að velta þessu fyrir sér og vilja halda verkefnum í landi. Ef við Íslendingar sýnum ekki einhvern áhuga í þá átt er ég afar hissa. Þetta snýst ekki aðeins um atvinnu málm- iðnaðarmanna heldur einnig að ákveðin verkþekking í landinu glat- ist ekki,“ sagði Valgerður. Iðnaðarráðherra um kröfu skipasmíðaiðnaðar að halda verkefnum í landinu Skylda stjórnvalda að koma til móts við sjónarmiðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.