Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að kostnaður við 15% al- menna launahækkun í nýjum kjarasamningi framhaldsskóla- kennara sé um 600 milljónir á ári. Erfitt sé hins vegar að meta kostn- að við aðra þætti samningsins, m.a. vegna þess að eftir eigi að raða kennurum í nýtt launakerfi og óljóst sé hvað margir kennarar nýti sér möguleika á að selja kennsluafslátt gegn hækkun grunnlauna. Geir sagði að launabreytingar í kjarasamningnum væru af þrenn- um toga. Í fyrsta lagi fælust í samningnum almennar áfanga- hækkanir líkt og samið var um á almennum vinnumarkaði. Þær fælu í sér samtals rúmlega 15% hækkun út samningstímann. Hafa þyrfti í huga að samningurinn gilti fram á vorið 2004 á meðan flestir aðrir hefðu samið til haustsins 2003. Geir sagði að ríkið hefði greitt framhaldsskólakennurum fjóra milljarða í laun á síðasta ári og því kostaði þessi breyting 600 millj- ónir. Geir sagði að í öðru lagi væri launakerfinu breytt verulega. Í stað töflu, sem byggði á starfsald- urshækkunum, menntunarröð, námskeiðstilfærslum o.fl., kæmi nýtt rammakerfi líkt og aðrar há- skólastéttir hefðu samið um í að- lögunarsamningunum 1997. Í stuttu máli væri verið að færa kennara í nýtt kerfi og raða þeim upp á nýtt. „Þetta hækkar laun kennara en á móti kemur að starfs- aldurshækkanirnar lækka heilmik- ið og fleiri þættir detta út. Í þessu felst þess vegna hagræðing en hún gerist yfir ákveðið tímabil.“ Geir sagði að þriðji þátturinn væri tilfærsla úr yfirvinnu yfir í dagvinnu. „Þar eru kennarar að af- sala sér ýmsum greiðslum sem þeir hafa fengið sem yfirvinnu gegn því að hún fari inn í yfirvinnutaxtann. Þetta eru greiðslur eins og fyrir deildarstjórn, heimavinnuyfirvinna, umsjónartímar, álag vegna stórra hópa, prófayfirvinna, sérkennsluá- lag, námskrárgreiðslur og yfir- vinnustuðull. Þessu til viðbótar er kennsluafslátturinn en menn geta valið hvort þeir selja hann. Við vit- um að sjálfsögðu ekkert um hverjir gera það og hverjir ekki og því er óvíst hvað það hækkar grunnlaunin mikið. Kostnaðaráhrifin af því eru hins vegar nettó engin. Þetta flæk- ir málin,“ sagði Geir. 6,12% greitt til allra fyrir nýja námskrá Sá kjarasamningur sem undirrit- aður var sl. sunnudag eftir 60 daga verkfall felur í sér margvíslegar breytingar og nýmæli. Formaður Félags framhaldsskólakennara og fjármálaráðherra nefndu ýmis at- riði í Morgunblaðinu sl. þriðjudag. Nokkur atriði hafa hins vegar ekki komið fram eins og sérstök greiðsla vegna nýrrar námskrár, mat á verðmæti tilfærslna milli vinnuþátta og mat á kostnaði við nýtt launakerfi. Auk þeirra grunnlaunahækkana sem áður er getið, rúmlega 15%, fá allir kennarar 6,12% hækkun sem greidd er vegna upptöku nýrrar námskrár í framhaldsskólunum. Þessi hækkun kemur til fram- kvæmda við upphaf samnings. Al- menn upphafshækkun er því rúm- lega 13%. Annar þáttur samningsins er til- færsla milli launa- og vinnuþátta. Þarna eru kennarar að láta af hendi fastar greiðslur af ýmsum toga eins og fjármálaráðherra rakti að framan. Samningsaðilar hafa ekki viljað segja hvað þessi þáttur er stór en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hann metinn á samtals 20,5%. Hafa ber í huga að þó að verið sé að fella niður marg- víslegar greiðslur er tekið fram í samningnum að þessar breytingar megi ekki verða til þess að neinn kennari lækki í launum þegar samningurinn er skoðaður í heild. Um áramót verður einnig tekið upp nýtt launakerfi og er kostn- aður ríkisins við það metinn á 9,8%. Í nýja kerfinu felst að öllum kennurum er raðað upp á nýtt. Búnir eru til þrír launarammar, A, B og C. Í ramma A eru kennarar sem ekki hafa lokið fagnámi sem miðast við kennslu í framhalds- skóla. Í ramma B eru kennarar sem hafa lokið fagnámi sem miðast við kennslu í framhaldsskóla en þorri allra framhaldsskólakennara verða í þessum ramma. Í ramma C eru yfirstjórnendur sem starfa samkvæmt reglugerð um starfslið framhaldsskóla. Að loknu meistaranámi hækka launin um einn launaflokk og um annan að loknu doktorsprófi. Nokkrir kennarar hafa gagnrýnt að aukin menntun skuli ekki vera metin meira í nýja samningnum, ekki síst í ljósi þess að kennari sem lokið hefur prófi í kennslufræði, sem er eins árs nám, hækkar laun um tvo launaflokka. Deildarstjóragreiðslum veitt aftur inn í skólana Eitt af því sem kennarar gefa eftir til að fá hækkun á grunnkaupi eru greiðslur fyrir deildarstjórn. Deildarstjórapeningunum, sem er umtalsverð upphæð, er í reynd dreift til allra kennara í formi hærri grunnlauna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður þessum peningum hins vegar veitt aftur til skólanna. Breyttri reglu- gerð menntamálaráðuneytisins um starfslið skóla er ætlað að styðja þetta. Þetta verður gert með þeim hætti að kennarar sem þess óska geta með samþykki skólameistara tekið að sér verkefni sem lúta að ýmiss konar faglegri vinnu eða stjórnun. Dæmi um þetta getur verið gerð námsefnis, mat á náms- árangri í skólanum, ýmiss konar vinna með nemendum o.fl. Það verður í valdi skólameistara að taka ákvörðun um þennan þátt kjarasamningsins. Þetta gefur kennurum, sem það vilja, færi á að taka að sér aukna yfirvinnu. Raun- ar hafa forystumenn framhalds- skólakennara sagt þegar þeir hafa kynnt hann fyrir kennurum, að þarna liggi möguleikar kennara á launaskriði. Svigrúm skólameistara í þessu efni mun jafnframt gera þeim kleift að keppa um góða kennara. Einnig má búast við að í greinum þar sem erfitt hefur reynst að fá kennara til starfa, eins og t.d. í raungreinum og tölvufræði, noti skólameistarar það svigrúm sem þeir hafa til að bjóða kennurum betri kjör. Reiknað með að margir selji kennsluafsláttinn Samkvæmt kjarasamningnum er kennurum boðið að velja milli þess að gefa eftir tvo tíma í kennsluaf- slætti gegn 9% hækkun á grunn- kaupi 1. ágúst nk. Kennarar sem Morgunblaðið ræddi við töldu að mjög margir kennarar myndu velja þessa leið. Hafa ber í huga að sú launauppbót sem kennarar hafa af kennsluafslættinum kemur ekki fyrr en talsvert er liðið á starfsævi þeirra. Fyrir marga kennara stendur því valið um hvort þeir eigi að þiggja boð um þessa launa- hækkun núna eða taka hana út eft- ir nokkur ár. Meðal nýmæla í samningnum er að stofnaður verður sérstakur fjöl- skyldu- og styrktarsjóður kennara. Ríkið mun greiða í þennan sjóð ið- gjald sem nemur 0,41% af heild- arlaunum. Þá skuldbindur ríkið sig til að greiða frá áramótum 1% mót- framlag í séreignarlífeyrissjóð gegn 2% mótframlagi kennara. Frá 1. janúar 2002 hækkar iðgjald rík- isins í 2%. Iðgjaldið er greitt af heildarlaunum. Eins og áður segir greiddi ríkið framhaldsskólakennurum fjóra milljarða í laun á síðasta ári. Miðað við 13% upphafshækkun og 9,8% hækkun vegna launakerfisins er ljóst að launakostnaðurinn eykst um a.m.k. 900 milljónir á þessu ári. Þá er reiknað með að tilfærsla milli vinnuþátta kosti ríkið ekki neitt. Hæpið er að gefa sér að það gangi eftir. Þá eru ónefndir þeir fjár- munir sem skólameistarar fá í hendur til ráðstöfunar, kostnaður við greiðslur í séreignarsjóð og hugsanlegur kostnaður við kaup ríkisins á kennsluafslætti af kenn- urum. Fjármálaráðherra um kostnað við nýjan kjarasamning framhaldsskólakennara Almennar launabreyt- ingar kosta 600 milljónir                                                         !"    #$ %$ &''#$   #$ %$ &''#$       #$ %$ &''&$   #$ %$ &''($   #$ %$ &'')$   #$ %$ &''#$ *         #$ %$ &''#$  + % %" , ! %"  *- .          "  ". / " *    0    1    -     #)2 - #( Nýtt launakerfi fram- haldsskólakennara leið- ir til 9,8% launahækk- unar um áramót. Aðilar hafa orðið sammála um það sem kennarar gefa eftir jafngildi 20,5% hækkun á grunnlaun- um. Egill Ólafsson skoðaði samninginn. HEILDARSALA áfengis jókst um tæp 7% í lítrum talið og tæp 5% í hreinum vínanda árið 2000 miðað við árið á undan, að því er fram kemur í söluskýrslu Áfeng- is- og tóbaksverslunar ríkisins. Alls nam heildarsala á áfengi á síðasta ári tæpum 12,4 milljónum lítra, þar af einni milljón alkóhól- lítra. ÁTVR seldi því áfengi fyrir um 9,436 milljarða króna á síðasta ári. Sala á tóbaki dróst hins veg- ar saman á síðasta ári miðað við árið á undan, en alls seldi ÁTVR tóbak fyrir 5,862 milljarða króna. Sala á áfengi og tóbaki nam því alls 15,298 milljörðum króna á síðasta ári. Sala á bjór jókst um 6% í lítr- um talið árið 2000 miðað við árið á undan, en sala áfengis undir 22% að styrkleika jókst um rúm 10%. Mesta aukningin í sölu áfengis undir 22% að styrkleika var í sölu rauðvíns eða um 16%, en hvítvínssala jókst um 14%. Sala á freyðivíni dróst hins vegar saman um rúm 23%, á Madeira um tæp 29% og á aperitífum dróst salan saman um tæp 30% á síðasta ári. Sala á sígarettum dróst saman um 2% Sala á áfengi yfir 22% að styrkleika dróst saman um 0,53% og ber þar hæst tæplega 22% samdrátt í sölu á séniver og um 11% samdrátt í brennivínssölu. Af sterkum vínum var mest keypt af vodka en salan dróst samt saman um tæp 0,23% í lítr- um talið miðað við árið 1999. Sala á koníaki jókst um rúm 4% og sala á gini um rúm 2%. Sala á reyktóbaki dróst saman um tæp 10% á milli ára en sala á nef- og munntóbaki jókst um 1,56%. Sala á sígarettum dróst saman um rúm 2% og sala á vindlum um rúm 3%. Áfengissala jókst um 7% á síðasta ári en tóbakssala dróst saman ÁTVR seldi áfengi og tóbak fyrir 15,3 milljarða króna                        !  " #  $ % & ' !               !  "#  $ %$ $$ & $'$ $(( '&( )(' ) ) ( & (& ') $&% $% $ '('  ) % & % % %' % $') &$ )) '  ) % ( ()  )% ' $)& $' $ $&$  & $)   ) $ ( $  ()   *+,- LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í upphafi vikunnar karlmann sem grunaður er um aðild að ýmsum mál- um sem eru til rannsóknar hjá fíkni- efnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurð- aði hann í fyrradag í tveggja vikna gæsluvarðhald. Í gær framlengdi héraðsdómur gæsluvarðhald um sex vikur yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um aðild að innflutningi á 8 kg af amfetamíni. Ítalir áfram í gæsluvarðhaldi Þá hefur Héraðsdómur Reykja- víkur úrskurðað þrjá Ítala, tvær konur á þrítugsaldri og karlmann á fertugsaldri, sem handtekin voru á Keflavíkurflugvelli aðfararnótt 18. október sl., í áframhaldandi gæslu- varðhald til 21. febrúar. Fólkið var allt með fíkniefni innvortis, alls um 300-400 g af kókaíni og um 50 g af e- töflumulningi. Fíkniefnunum hafði verið komið fyrir í smokkum. Handtekinn vegna gruns um fíkni- efnasmygl ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.