Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 51
Kringlunni 8-12 sími 568 6211
Skóhöllin, Bæjarhrauni 16 sími 555 4420
AT
H.
Ný
tt
ko
rta
tím
ab
il
Útsalan í
fullum gangi
20-60%
afsláttur
Borgarafundur verð-
ur haldinn í kvöld kl.
20:00 í Félagsheimilinu
Stapa í Njarðvík á veg-
um áhugahóps um tvö-
földun Reykjanes-
brautar. Kanna á
möguleika á flýtingu
tvöföldunar Reykja-
nesbrautarinnar. Þeg-
ar talað er um Reykja-
nesbraut hér er átt við
kaflann sem liggur frá
Ásbraut í Hafnarfirði
og suður til Njarðvík-
ur. Í dag gerir lang-
tímavegaáætlun ráð
fyrir að verkinu ljúki
árið 2010. Bent hefur verið á að
verkinu sé tæknilega hægt að ljúka
mun fyrr og í kvöld leitum við svara
við því hvað þarf til að svo verði.
Óskir okkar og væntingar eru að
framkvæmdum ljúki ekki síðar en á
árinu 2004.
Ef litið er á staðreyndir um
Reykjanesbrautina var heildarfjöldi
ökutækja, sem leið átti um Reykja-
nesbraut árið 1999, rúmlega tvær og
hálf milljón en umferðarþunginn
hefur fimmfaldast síðan vegurinn
var byggður. Vegagerðin hefur
reiknað slysastuðul Reykjanes-
brautarinnar sem mun vera um 0,36
slys á hverja milljón ekna kílómetra.
Sömu útreikningar benda til þess að
ef Reykjanesbraut verður breikkuð í
4 akreinar með mislægum gatna-
mótum lækkar þessi stuðull úr 0,36
og niður í 0,09 eða um 75%.
Á tíu ára tímabili námu heildar-
greiðslur tryggingafélaga 1,3 millj-
arðar fyrir slys á þessum vegi. Ef
slysastuðull er rétt
reiknaður má gera ráð
fyrir að heildar-
greiðslur trygginga-
félaganna lækki um
tæplega milljarð fyrir
10 ára tímabil.
Flýting þessarar
framkvæmdar er þjóð-
hagslega hagkvæm
vegna þess að ekki ein-
ungis kostnaður trygg-
ingafélaganna lækkar
heldur einnig kostnað-
ur heilbrigðis- og
tryggingakerfisins og
félagslega kerfisins þar
sem færri þurfa á ör-
orkubótum og umönnun að halda.
Vantar löggæslu?
Sumir hafa bent á að aukin lög-
gæsla muni koma í veg fyrir mörg
þessarra slysa en um það eru skiptar
skoðanir. Árið 1998 voru að meðal-
tali 2,5 ökumenn teknir fyrir of hrað-
an akstur daglega sem gera u.þ.b.
0,04% af umferðinni. Hvort það er
mikið eða lítið skal ósagt látið. Öll
berum við jafna ábyrgð á því að
koma í veg fyrir slys. Með því að
draga úr ökuhraða og sýna ýtrustu
gætni getum við dregið verulega úr
slysatíðni. Að sama skapi geta
stjórnvöld lagt stóran skerf að
mörkum með aukinni löggæslu,
bættum vegum og öðrum umbótum
– og það er okkar allra að fylgja því
máli eftir.
Reykjanesbrautin ekki verst!
Menn hafa reiknað út að Reykja-
nesbrautin sé ekki hættulegasti
vegakafli landsins og nota til þess
ýmsa tölfræði. Það er hins vegar
ekki þar með sagt að ekki sé hægt að
gera mun betur og ekki þar með
sagt að íbúar þessa lands, sem mjög
margir aka Reykjanesbraut vegna
ferðalaga sinna til útlanda, ætli að
láta sér það lynda að ekkert verði að
gert fyrr en alltof seint. Svörin við
því hvaða vegakaflar eru hættuleg-
astir sveiflast milli ára eftir slysa-
tíðni á hverjum stað. Mörgum er í
fersku minni alvarlegt rútuslys í
Hrútafirði sem gerði þann vegakafla
svartasta kafla íslenskra þjóðvega
það árið og ekki þarf nema örfá at-
vik, jafnvel bara eitt, til að breyta
þessum tölum. Við biðjum ekki um
rútuslys á Reykjanesbraut til að
komast í efsta sætið á þessum lista.
Staðreyndin er hins vegar sú að
Reykjanesbraut er óumdeilanlega
einn umferðarmesti þjóðvegur
landsins og ekkert lát er á aukningu.
Gert er ráð fyrir 10-15% aukningu
ferðamanna á næstu árum. Þeir
þurfa allir að aka um Reykjanes-
braut.
Þá gerir hönnun og lega Reykja-
nesbrautar ökumönnum erfitt fyrir
en óvíða er að finna jafnmargar
blindhæðir og blindbeygjur ásamt
miklum hæðarsveiflum þar sem veg-
urinn er lagður eftir landslaginu auk
þess sem vegmerkingum virðist
ábótavant.
Hvað er hættulegt
við Reykjanesbraut?
1. Framúrakstur er mjög hættu-
legur á Reykjanesbraut þar sem
vegsýn er mjög víða skert. Blind-
hæðir og blindbeygjur eru margar
og þess vegna erfitt að gera sér
grein fyrir því hvort óhætt er að
taka fram úr eða ekki. Ekki eru allir
ökumenn sem fara um Reykjanes-
braut daglega sammála því hvernig
staðið er að vegmerkingum og marg-
ir telja að þeir kaflar, þar sem fram-
úrakstur er bannaður, þurfi að vera
lengri en þeir eru merktir í dag og
þessar merkingar geri ókunnum
ökumönnum erfitt fyrir þegar meta
skal hvort framúrakstur er öruggur.
2. Umhverfi Reykjanesbrautar-
innar er talsvert frábrugðið um-
hverfi annarra þjóðvega. Úfið
hraunið og brattir fláar meðfram
veginum gera það að verkum að við-
tökurnar utan vegar eru heldur
hvassar. Þetta umhverfi kallar á
mikið eignatjón sem og alvarlega
áverka á farþegum bifreiðanna.
3. 136 milljónum lítra af eldsneyti
var ekið eftir Reykjanesbraut árið
1999 í 3.359 ferðum. Flugfarþegar
þurfa flestir að fara eftir brautinni
og margir í stórum rútum. Allar
vörur sem koma inn í landið með
flugi, sem og póstur, er fluttur eftir
Reykjanesbrautinni, varlega áætlað
má gera ráð fyrir að þar liggi 20-30
þúsund tonn.
Fiskflutningar til og frá Suður-
nesjasvæðinu eru töluverðir svo
þungaflutningar eru býsna miklir.
4. Einhverra hluta vegna virðist
eðli umferðarinnar á Reykjanes-
brautinni vera annað en víða ann-
arsstaðar. Aksturslag sem við verð-
um vitni að daglega, eins og t.d. þar
sem þrír bílar mætast á tveimur ak-
reinum, sést ekki í jafnmiklu mæli á
öðrum þjóðvegum.
Þegar Reykjanesbrautin var lögð
upphaflega var haft eftir Ólafi Ket-
ilssyni, fv. sérleyfishafa „Reykjanes-
brautin er ágæt en það vantar veg-
inn til baka“ og segir þessi
skemmtilega setning meira en mörg
orð. Í dag viljum við veginn til baka.
Ég vil sérstaklega þakka Körfu-
knattleikssambandi Íslands og for-
ráðamönnum körfuknattleiksdeildar
Keflavíkur og KR fyrir þann skiln-
ing og samstöðu sem þeir sýndu með
því að fresta stórleik kvöldsins sem
mun í staðinn fara fram annað kvöld
klukkan 20:00. Þeim skulum við sýna
þakklæti okkar og fjölmenna annað
kvöld.
Það er mér persónulega mikill
heiður að hafa fengið að vinna með
þeim kraftmikla hóp sem með
ómældri vinnu síðustu vikur hefur
sýnt stuðning sinn við tvöföldun
Reykjanesbrautar í verki. Það er
ekki nóg að styðja málefnin, það þarf
að vinna og framkvæma! Og við –
þessi hópur munum vinna áfram og
fylgja málinu til enda. Því get ég lof-
að ykkur.
Þessi borgarafundur er vissulega
ekki fyrsta skrefið í átt að tvöfaldri
Reykjanesbraut, og vissulega ekki
það síðasta. En ég trúi því og veit að
þessi fundur er og verður eitt af
stóru skrefunum þegar upp er stað-
ið.
Kæru landsmenn. Það er hrein-
lega skylda okkar sem styðja flýt-
ingu á tvöföldun Reykjanesbrautar
að sýna samstöðu og mæta á borg-
arafundinn í kvöld. Samstaða kjós-
enda hlýtur að hjálpa þingmönnum
okkar og ráðamönnum til að fylgja
málinu eftir og klára það með sóma.
Þá minni ég einnig á undirskriftalist-
ann á vf.is.
Reykjanesbrautin –
borgarafundur
Steinþór Jónsson
Umferðin
Það er hreinlega skylda
okkar sem styðja flýt-
ingu á tvöföldun
Reykjanesbrautar, seg-
ir Steinþór Jónsson, að
sýna samstöðu.
Höfundur er hótelstjóri í Keflavík.