Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 14
ÖRYRKJADEILAN 14 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ I. Málið nr. 125/2000, sem dæmt var í Hæsta- rétti 19. desember 2000, var höfðað af Öryrkja- bandalagi Íslands með heimild í 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, þar sem segir, að félög eða samtök manna geti í eigin nafni rekið mál til viðurkenningar á til- teknum réttindum félagsmanna eða til lausnar undan tilteknum skyldum þeirra, enda sam- rýmist það tilgangi félagsins eða samtakanna að gæta þeirra hagsmuna sem dómkrafan tek- ur til. Hæstiréttur var skipaður fimm dómur- um við meðferð málsins. Þeir voru allir sam- mála um, að frá 1. janúar 1994 hafi Tryggingastofnun ríkisins verið óheimilt á grundvelli tilgreindra ákvæða í reglugerð nr. 485/1995 að skerða tekjutryggingu örorkulíf- eyrisþega í hjúskap með því að telja helming samanlagðra tekna beggja hjóna til tekna líf- eyrisþegans í því tilviki, þegar maki er ekki líf- eyrisþegi. Byggðist þessi niðurstaða á því, að í settum lögum á þessum tíma hafi ekki verið heimild til að skerða með reglugerð tilkall bóta- þega til fullrar tekjutryggingar vegna tekna maka, en í lögunum voru aðeins skýr ákvæði um skerðingu vegna tekna bótaþegans sjálfs. Þessi viðurkenning dómsins tók til tímabilsins þar til lög nr. 149/1998 tóku gildi 1. janúar 1999. Þau lög fólu m.a. í sér breytingu á 17. gr. al- mannatryggingalaga, þannig að í lögin var tek- in heimild til skerðingar á tekjutryggingunni vegna sameiginlegra tekna hjóna. Samkvæmt heimildinni gátu tekjur maka skert tekjutrygg- ingu örorkulífeyrisþega. Meirihluti Hæstarétt- ar, þrír dómarar af fimm, varð síðan einnig við dómkröfum Öryrkjabandalags Íslands varð- andi þetta tímabil og veitti viðurkenningu á, „...að óheimilt hafi verið að skerða tekju- tryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap frá 1. janúar 1999 samkvæmt 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/1998.“ Tveir dómarar skiluðu sératkvæði um þenn- an þátt málsins og töldu Alþingi hafa verið inn- an valdheimilda sinna þegar það setti lagaregl- una. Fyrir liggur að það er einkum þessi síðari hluti dómsins sem hefur gefið tilefni til skip- unar starfshópsins, þ.e.a.s. viðurkenning meiri hluta dómendanna á að skerðingin eftir 1. janú- ar 1999, sem studdist við sett lög, hafi ekki staðist ákvæði stjórnarskrár. Við mat á réttaráhrifum og fordæmisgildi dóma er jafnan ástæða til að hafa varfærni ríkt í huga. Hvert dómsmál snertir aðeins þær dómkröfur sem þar er dæmt um. Málsaðilarnir hafa forræði á kröfugerð sinni og málsástæð- um sem teflt er fram þeim til stuðnings. Dóms- niðurstöður ráðast af því, hvernig að þessu er staðið af hálfu málsaðilanna. Þar að auki hafa dómar aðeins beina þýðingu fyrir þau lagaat- riði sem beinlínis er dæmt um og önnur sem telja má algerlega sambærileg. Við athugun á réttaráhrifum þess dóms, sem hér er til athug- unar, verður síðan sérstaklega að hafa í huga, að um viðurkenningardóm er að ræða en ekki dóm um einstakar kröfur örorkulífeyrisþega. Dómsorðin um þann þátt málsins sem hér skiptir mestu hljóða, svo sem að framan grein- ir, um viðurkenningu á, að óheimilt hafi verið að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap frá 1. janúar 1999 samkvæmt 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/ 1998. Við túlkun á þessum dómsorðum verður að hafa í huga, að 5. mgr. 17. gr. fjallar ekki ein- göngu um þá skerðingu tekjutryggingar, sem einstaklingur í hjúskap verður fyrir vegna tekna maka síns, heldur er þar einnig að finna regluna um sjálfan rétt hans til tekjutrygging- arinnar, auk þess sem í ákvæðinu felst regla um skerðingu tekjutryggingar vegna tekna sem lífeyrisþeginn kann að hafa aflað sjálfur. Þar að auki felst í ákvæðinu sú regla, örorkulíf- eyrisþega til hagsbóta, að frítekjumarkið er mun hærra, þegar hann er í hjúskap og makinn nýtur ekki örorkulífeyris, en hjá einstaklingi utan hjónabands. Þetta skiptir miklu máli fyrir lífeyrisþega sem aflar sjálfur megintekna hjónanna, eins og dæmi eru um. Það er ljóst, að með dómsorðunum er ekki verið að fella 5. mgr. 17. gr. úr gildi sem slíka. Þannig er til dæmis sýnilega ekki verið að dæma ólögmæta þá skerðingu á örorkulífeyri sem í ákvæðinu felst og stafar af tekjuöflun örorkulífeyrisþeg- ans sjálfs. Stefnandi málsins, Öryrkjabandalag Íslands, krafðist ekki slíkrar viðurkenningar og um hana var ekkert fjallað í málatilbúnaði aðila eða forsendum dómsins. Hér er raunar að finna augljóst dæmi um, hvernig túlka verður dómsorð með hliðsjón af kröfugerð málsaðila. Það eitt verður lesið úr dóminum, að ekki standist að skerða tekjutryggingu örorkulíf- eyrisþega í hjúskap á þann hátt sem gert er í 5. mgr. 17. gr. Þetta orðalag er raunar notað í for- sendum dómsins. Í dóminum felst því ekki, að með öllu sé óheimilt að láta tekjur maka hafa áhrif á tekjutryggingu örorkulífeyrisþega. Það er aðeins samkvæmt dómsorðunum óheimilt að gera á þann hátt, sem gert er í 5. mgr. 17. gr. Til að ákveða hvað teljast megi heimilt og hvað ekki í þessu efni, þarf nánari athugun á for- sendum dómsins. Fjallað verður um það í 2. kafla hér á eftir. II. Starfshópurinn lítur svo á, að honum sé að- eins falið að meta hvaða breytingar sé nauð- synlegt að gera á íslenskum lögum í kjölfar dómsins, til að verða við þeim kröfum sem í honum felast. Undir verksvið starfshópsins getur ekki átt að meta, hvort gera beri breyt- ingar umfram það sem þessi nauðsyn krefur. Ákvarðanir um það efni eru pólitísks eðlis og því starfi hópsins óviðkomandi. Hafa verður þetta í huga við lestur skýrslunnar. Af forsendum dómsins verður ráðið, að teng- ing bóta við tekjur maka þurfi ekki í sjálfri sér að fara gegn stjórnarskrá. Niðurstaða hans ræðst sýnilega af því, að sá háttur sem 5. mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr. laga nr. 149/ 1998, kveður á um í þessu efni, nái ekki að mati dómsins að uppfylla þá efnislegu kröfu sem fel- ist í 76. gr. stjórnarskrárinnar, að hverjum ein- staklingi séu tryggð ákveðin lágmarksréttindi, sem miðuð séu við einstakling. Þessi niðurstaða er rökstudd með því að vísa til 65. gr. stjórn- arskrár, en þá verður að hafa í huga, að sú grein mælir fyrir um hvort tveggja, að menn skuli vera jafnir fyrir lögunum og njóta mann- réttinda, án tillits til þeirra atriða sem greinin telur upp. Áherslan í dóminum liggur á síðara atriðinu, þannig að vísun til 65. gr. er notuð til að styrkja þá niðurstöðu, að fyrrgreint fyrir- komulag laganna nái ekki að tryggja þau rétt- indi sem í 76. gr. eru talin felast. Hugsunin virðist vera sú, að vegna 65. gr. stjórnarskrár, felist í 76. gr. hennar réttur til handa örorkulíf- eyrisþega í hjúskap til lágmarkslífeyris, sem óheimilt sé að skerða vegna tekna maka hans. Í þessu verður ekki talið felast, að óheimilt sé að láta tekjur makans hafa áhrif á lífeyrinn eftir að þessu lágmarki hefur verið náð. Þetta skýr- ist, þegar farið er yfir efni í IV. og V. kafla dómsins, þar sem meginniðurstöður hans eru leiddar fram. Í IV. kaflanum er m.a. sagt svo: „Samkvæmt framanrituðu verður 76. gr. stjórnarskrárinnar skýrð á þann veg að skylt sé að tryggja að lögum rétt sérhvers einstak- lings til að minnsta kosti einhverrar lágmarks framfærslu eftir fyrirfram gefnu skipulagi, sem ákveðið sé á málefnalegan hátt. Sam- kvæmt 2. gr. stjórnarskrárinnar hefur almenni löggjafinn vald um það hvernig þessu skipulagi skuli háttað. Skipulag, sem löggjafinn ákveður, verður þó að fullnægja þeim lágmarksréttind- um, sem felast í ákvæðum 76. gr. stjórnar- skrárinnar. Þá verður það að uppfylla skilyrði 65. gr. stjórnarskrárinnar um að hver einstak- lingur njóti samkvæmt því jafnréttis á við aðra sem réttar njóta, svo og almennra mannrétt- inda.“ Í V. kafla dómsins eru reifaðar reglur lag- anna um þau atriði sem hér um ræðir og síðan sagt: „Skipulag þetta getur leitt til þess að öryrki í hjúskap eða sambúð, sem ekki hefur aðrar tekjur en lífeyri almannatrygginga, fái aðeins í tekjur grunnörorkulífeyri, sem nú nemur 17.715 krónum á mánuði.“ Síðar í sama kafla segir svo: „Verður tæpast annað sagt en að réttur ör- yrkja til framfærslu fjölskyldu sinnar verði smár hafi hann aðeins tekjur, sem nema grun- nörorkulífeyri.“ Enn segir orðrétt í þessum kafla dómsins: „Svo sem áður greinir verður að telja að í 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar felist ákveðin lágmarksréttindi, sem miðuð séu við einstak- ling. Þrátt fyrir svigrúm almenna löggjafans til mats á því, hvernig þessi lágmarksréttindi skuli ákvörðuð, geta dómstólar ekki vikið sér undan því að taka afstöðu til þess, hvort það mat samrýmist grundvallarreglum stjórnar- skrárinnar. Þegar litið er til skipulags réttinda örorkulífeyrisþega samkvæmt almannatrygg- ingalögum og þeirra afleiðinga, sem í raun geta af því leitt fyrir einstaklinga, verður þetta skipulag ekki talið tryggja þeim þau lágmarks- réttindi, sem í framangreindu stjórnarskrár- ákvæði (þ.e. 1. mgr. 76. gr.) felast, á þann hátt að þeir fái notið þeirra mannréttinda, sem 65. gr. stjórnarskrárinnar mælir þeim, svo sem það ákvæði verður skilið að íslenskum rétti...“. Nokkru fyrr í þessum niðurstöðukafla dóms- ins er einnig sagt: „Getur það því átt við málefnaleg rök að styðjast að gera nokkurn mun á greiðslum til einstaklinga úr opinberum sjóðum eftir því hvort viðkomandi er í sambúð eða ekki.“ Telja verður framangreindan rökstuðning sýna, að dómurinn telur það í sjálfu sér stan- dast stjórnarskrá að taka mið af tekjum maka við ákvörðun örorkubóta, sé það gert á þann hátt, að fullnægt sé kröfu 76. gr. um ákveðin lágmarksréttindi, sem miðuð séu við einstak- ling. Í tillögum starfshópsins um breytingar á 17. gr. laganna um almannatryggingar, sem grein er gerð fyrir í 6. kafla, eru því áhrif maka- tekna ekki felld brott, en þeim áhrifum breytt og hagað þannig, að viðurkenning dómsins hljóti að teljast að fullu virt. III. Tillögur starfshópsins um viðbrögð við dóm- inum, sem grein verður gerð fyrir í 6. kafla hér á eftir, eru miðaðar við sjónarmiðin í 2. kafla. Helgast það meðal annars af því sem fyrr sagði, að starfshópurinn telur það ekki vera verkefni sitt að gera tillögur um aðrar og meiri breytingar á lögum en nauðsyn krefur vegna dómsins. Tillögurnar miða einnig að því að gera nauðsynlegar breytingar á þann hátt, að ekki fylgi jafnframt skerðingar á réttindum annarra örorkulífeyrisþega en þeirra sem dómurinn tekur til. Til álita gæti komið, að breyta rétti líf- eyrisþega í hjúskap til tekjutryggingar á þann hátt, að felldar yrðu niður sérreglurnar í 5.-7. mgr. 17. gr. laganna um almannatryggingar sem um þá gilda. Þeir myndu þá framvegis skoðast sem einstaklingar utan hjúskapar með þeim afleiðingum, að þeir hættu að njóta þeirra hagsbóta, sem felast í ákvæðunum og grein var gerð fyrir í 1. kafla. Þetta myndi leiða til miklu meiri breytinga en dómurinn gefur tilefni til, auk þess, sem réttur fjölmargra lífeyrisþega í hjónabandi myndi skerðast verulega frá því sem nú er. Þannig er sameiginlegt frítekju- mark hjóna nú kr. 1.611.360,- en einstaklings utan hjúskapar kr. 402.840,-. Af þessu sést að tekjutrygging örorkulífeyrisþega í hjúskap myndi í tilvikum, þar sem hann sjálfur aflar einhvers verulegs hluta af samanlögðum tekjum hjónanna, byrja að skerðast miklu fyrr en samkvæmt núgildandi reglu. Starfshópur- inn óskaði, til skýringar á þessu, eftir því, að Þjóðhagsstofnun gerði útreikninga á áhrifum slíkra breytinga. Fylgja þeir með skýrslunni ásamt öðrum útreikningum, sem stofnunin gerði að ósk starfshópsins, á fylgiskjali nr.1. IV. Í erindisbréfi starfshópsins er honum falið að kanna, hvort þær meginreglur sem dóm- urinn byggist á kunni að hafa víðtækari áhrif en kveðið er á um í dóminum. Hér á eftir (kafli 6) verður gerð grein fyrir þeim breytingum á lögunum um almannatryggingar, sem starfs- hópurinn telur nauðsynlegt að gera vegna dóms Hæstaréttar. Í þeim tillögum verður ráð- gert, að gerðar verði breytingar á 5. mgr. 17. gr. laganna, sem fjallað var um í málinu og varðar bótarétt örorkulífeyrisþega í hjúskap, þar sem svo stendur á að makinn nýtur ekki ör- orkulífeyris. Í 6. mgr. 17. gr. er fjallað um hjón sem bæði njóta örorkulífeyris og í 7. mgr. 17. gr. um hjón sem bæði eru lífeyrisþegar, annað örorkulífeyrisþegi en hitt ellilífeyrisþegi. Starfshópurinn telur sömu sjónarmið eiga við þessa hópa alla. Verður því lagt til að að gerðar verði sambærilegar lagabreytingar um þá alla. Til athugunar kemur, hvort draga megi þá ályktun af dóminum, að hann hafi fordæmis- gildi fyrir ellilífeyrisþega, þannig að breyta verði ákvæðum laganna að því er bætur til þeirra snertir. Í niðurstöðukafla dómsins er vikið að almennum samanburði milli öryrkja og ellilífeyrisþega með þessum orðum: „Staða öryrkja getur þó verið að því leyti ólík stöðu ellilífeyrisþega að margir þeirra greiða ekki í sama mæli í lífeyrissjóð og geta því ekki öðlast sams konar réttindi úr lífeyrissjóðum.“ Verður ekki betur séð en dómurinn sé með hinum tilvitnuðu orðum að veita beina vísbend- ingu um, að ekki megi heimfæra niðurstöðu hans beint á ellilífeyrisþega. Með vísan til þess sem fyrr var sagt um varfærni við túlkun á for- dæmisgildi dóma, verður þegar af þessari ástæðu ekki talið að dómurinn hafi slíkt gildi fyrir ellilífeyrisþega. Það verður því að teljast pólitísk ákvörðun, sem ekki á undir starfshóp- inn að fjalla um, hvort gera beri breytingar á reglum laganna um ellilífeyri til samræmis við þær breytingar sem gerðar verða á reglunum um örorkulífeyri. Því hefur verið hreyft, að hæstaréttardóm- urinn frá 19. desember 2000 kunni að hafa for- dæmisáhrif fyrir námsmenn á þann hátt, að SKÝRSLA STARFSHÓPS UM HÆSTARÉTTARDÓM SKÝRSLA STARFSHÓPS UM HVERNIG BREGÐAST BERI VIÐ DÓMI HÆSTARÉTTAR 19. DESEMBER 2000 Í MÁLINU NR. 125/2000 Hinn 22. desember 2000 ákvað ríkisstjórnin að skipa sérstakan starfshóp til að greina með sem nákvæmustum hætti hvaða leiðir séu færar til að bregðast við dómi Hæstaréttar frá 19. desember 2000 í málinu nr. 125/2000: Trygg- ingastofnun ríkisins gegn Öryrkjabandalagi Íslands og gagnsök. Hópnum var falið að stýra vinnu við undirbúning á frumvarpi til breytinga á lögum um al- mannatryggingar, jafnframt því að stýra greiningu á hvort þær meginreglur sem dómurinn byggist á kunni að hafa víðtækari áhrif en kveðið er á um í dóminum. Í starfshópinn voru skipaðir Jón Sveinsson hrl., tilnefndur af utan- ríkisráðherra, Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri, tilnefndur af fjármála- ráðherra, Þórir Haraldsson aðstoðarmaður ráðherra, tilnefndur af heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra og sem formaður hópsins Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., tilnefndur af forsætisráðherra. Ritarar starfshópsins hafa verið Kristján Andri Stefánsson deildarstjóri í forsætisráðuneytinu og í for- föllum hans Benedikt Bogason skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu. Í erindisbréfi starfshópsins er sagt, að hann sé skipaður á grundvelli minnisblaðs, sem fylgdi bréfinu. Í minnisblaðinu kemur fram að verkefni starfshópsins skuli vera þríþætt. Í fyrsta lagi eigi hann að kanna, hvort leið- rétta þurfi bætur til bótaþega aftur í tímann og þá hversu langt. Í öðru lagi skuli hann athuga, að hvaða marki þurfi að endurskoða þau lagaákvæði sem dómurinn fjalli um. Í þriðja lagi eigi hann að huga að mögulegri endurskoðun gagnvart öðrum hópum en þeim sem dómurinn fjallar beint um. Starfshópurinn hefur nú lokið störfum sínum með þeirri skýrslu sem hér fer á eftir. Jafnframt fylgja hjálögð drög að lagafrumvarpi (fylgiskjal nr. 3) sem í skýrslunni er talið að leggja þurfi fyrir Alþingi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.