Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚ ÞEGAR svona kuldakast geng- ur yfir, eins og verið hefur síðustu daga, er ég viss um að þeir sem ekki eiga eða hafa aðgang að bíl- skúr hafa velt því fyrir sér hvað þeir geti gert til að þurfa ekki að koma út í kaldan bíl. Ég er einn af þeim sem hef ekki aðgang að bílskúr, er með ung börn og konu sem finnst ekki gaman að fara út í kaldan bíl. Ég greip því tækifærið síðasta vetur þegar ég sá umfjöllun um hreyfilhitara og fylgi- hluti og fékk mér slíkan búnað í bíl- inn minn. Ég fékk með hitara frá DEFA.com sem Bílanaust selur. Einnig fékk ég með ofn inn í bílinn frá sama aðila. Þetta var síðan sett í bílinn minn af fagmönnum og var kostnaðurinn rétt um 50.000 kr., þ.e. búnaðurinn og vinnan. Núna er það þannig að ég set bílinn minn í samband þegar ég legg honum í stæði og kveiki síðan á hitaranum með rofa inni í eldhúsi klukkutíma áður en ég ætla af stað. Þegar ég kem út í bíl eru rúður hrímlausar, bíllinn orðin volgur að innan og kælivatnið orðið volgt. Gangsetning er því áreynslulítil og hægt að aka strax af stað. Kostirnir eru margir. Fyrir það fyrsta er þetta umhverf- isvænt því bíllinn mengar minna þar sem ekki er um eiginlega kald- ræsingu að ræða, vélin eyðir minna eldsneyti þar sem hún er orðin volg áður en hún fer í gang, rúður eru hrímlausar, smurolía endist lengur, minna álag er á startara, bíllinn er þurrari að innan en áður og eflaust gæti ég týnt fleira til. Kostnaðurinn við þetta er 2 kw. stundir á dag eða um 17 kr. Ég er með ofn sem er 1400 wött og vatnshitara sem er 800 w. Ég var reyndar svo óhepp- inn að vera með einstakan bíl og gat því ekki fengið einfaldasta bún- að til að hita vélina og þurfti því að kosta meiru til en þeir sem eiga al- genga bíla. Tenging á þessu er ekki mikið mál því um er að ræða venju- legan tengil og get ég því haft snúruna með mér þegar ég fer í ferðalög eða heimsóknir. Tengda- mamma leyfir mér að sjálfsögðu að setja bílinn í samband heima hjá henni þegar ég kem þangað í heim- sókn með fjölskylduna. Ég er með einfalda útgáfu af þessum búnaði en það er hægt að fá margs konar búnað að auki. Það er hægt að fá hleðslutæki fyrir raf- geyminn og klukku til að stýra gangsetningu á hitaranum. Klukk- an er sniðug fyrir þá sem eru með reglulegan brottfarartíma. Það er hægt að tengja hitamæli við sem skynjar hitann/kuldann og setur þetta í gang nógu tímanlega miðað við hitastig. Það er hægt að fá hringrásardælu á kælivatnið og rofa á miðstöðina í bílnum þannig að miðstöðin verði notuð til að hita bílinn upp að innan. Þá er kjörið að hafa hleðslutækið fyrir geyminn, það eykur líka endingu rafgeym- isins um 2-3 ár. Bíllinn minn eyddi um það bil þremur lítrum meira að vetri til en yfir sumarið. Þetta er reyndar dísilbíll og sparnaðurinn því minni í krónum talið en ef um væri að ræða bensínbíl. Í hvert skipti sem ég fer eitthvað á bílnum er ég yfirleitt að aka 40-60 km í hvert skipti þannig að fyrir hverja 100 km er ég að greiða ca. 50 kr. í rafmagn en spara 150 kr. í olíu. Þetta á að sjálfsögðu bara við um þennan venjulega akstur í vinnu, út í búð eða í heimsókn. Sá sem er með bensínbíl er að spara öllu meira. Orkuveita Reykjavíkur gaf 2.900 kr. afslátt á síðasta ári af raf- magnsreikningi til þeirra sem létu setja svona búnað í bíla sína en ég bý á svæði Rafmagnsveitu Hafn- arfjarðar og naut því ekki þessa af- sláttar. Það sem vantar er að maður geti sett bílinn í samband á almennum stæðum og greitt fyrir það eins og í stöðumæli. Þeir sem vilja frekari upplýsing- ar geta sent mér tölvupóst í e1967@islandia.is. GUÐMUNDUR FYLKISSON Reykjavíkurvegi 27, Hafnarfirði. Hreyfilhitarar Frá Guðmundi Fylkissyni: Höfundi finnst gott að setjast inn í volgan bíl á köldum morgni, en bíllinn hans er fjær á myndinni.                                       !  !              " BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.