Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 71
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 71
ÚTSALAN
BYRJAR Í DAG Allt að
60%
afslátturDæmi:
X-tra.is bolir frá 2.900
Stussy jakkar 50% afsl.
Fubu peysur frá 3.900
Freshjive buxur frá 2.900
Snjóbrettajakkar frá 7.900
Axion skór frá 3.900
Opið til kl. 21.00
fimmtudaga
NÝTT
KORTATÍMABIL
Opið til kl. 21.00
alla fimmtudaga
NÝTT
KORTATÍMABIL
SMASH
Laugavegi s. 511 1750 - Kringlunni s. 553 1717
DÚNDUR
ÚTSALA
HEFST Í DAG
Diesel gallabuxur frá 3.900
Levi’s buxur „ 3.900
Fila úlpur „ 4.900
Is it ZO jakkar 30% afsl.
Urban kápur „ 6.900
X-18 skór „ 2.900
Fila skór „ 3.900
Nike skór „ 3.900
Adidas skór „ 3.900
Kringlunni s. 533 1717
Kvikmyndaklúbbur-
inn Filmundur
stendur fyrir
franskri kvik-
myndahátíð, dagana
11. til 22. janúar, í
samvinnu við Alli-
ance Francaise.
Hér er um að
ræða nýlegar verð-
launamyndir sem
eiga það sammerkt
að hafa ekki verið
sýndar hérlendis
áður. Átta myndir
verða sýndar og eru
þær af ýmsum toga,
allt frá spreng-
hlægilegum försum
yfir í kolsvartar
glæpamyndir.
Þær myndir sem
um er að ræða eru
þessar;
Place Vendôme eftir Nicole
Garcia, Vénus beauté (institut) eftir
Tonie Marshall, Post-coitum animal
triste eftir Brigitte Roüan, Le Cous-
in eftir Alain Corneau, Serial Lover
eftir James Huth, Le Pari eftir Did-
ier Bourdon og Bernard Campan, Le
Fils préfere eftir Nicole Garcia og
Y-aura-til de la neige a Noel? eftir
Sandrine Veysset.
Flestar myndanna hafa unnið til
eða verið tilnefndar til verðlauna eins
og Cesarverðlaunanna og evrópsku
kvikmyndaverðlaunanna og komið
fram á hátíðum eins og Cannes-kvik-
myndahátíðinni og ýmsum alþjóðleg-
um hátíðum sambærilegum. Af ein-
stökum myndum er hægt að nefna
t.d. Place Vendôme en hún skartar
sjálfri Catherine Deneuve í aðalhut-
verki, en hún er ein af frægari leik-
konum Frakka og sást síðast í Myrk-
radansaranum eftir Lars von Trier
ásamt Björku Guðmundsdóttur.
Vénus
beauté (insti-
tut) var svo
valin besta
mynd Frakk-
lands í fyrra
en hún hefur
og unnið til
fjölda verð-
launa víðs vegar um heiminn. Þetta
er háðsk ádeilumynd sem fjallar um
snyrtistofu, hvar ólíkar konur á ólík-
um aldri deila með sér vangaveltum
um lífsins gagn og nauðsynjar.
Einnig ber að nefna myndir eins
og Post-coitum animal triste, mynd
sem fjallar um eldheitt framhjáhald
tveggja barna móður með ítölskum
pípulagningarmanni en hún hefur
vakið athygli fyrir nýstárlegar tökur
og tæknibrellur og Y-aura-til de la
neige a Noel?, mannleg ádeilumynd
sem fjallar um sjö barna móður og
baráttu þeirra fyrir réttlátum lífs-
kjörum.
Opnunarmyndin verður Vénus
beauté (institut) og verður sýnd í
kvöld kl. 22.30 en svo verða á bilinu
tvær til fjórar sýningar á dag þar til
hátíð lýkur.
Allar sýningarnar fara fram í Há-
skólabíói.
Atriði úr myndinni Venus beauté (institut).
Hin franska
filmulist
Frönsk kvikmyndahátíð hefst í kvöld