Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 30
ERLENT 30 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR voru endurtekn- ar á nítján kjörstöðum í Serbíu í gær. Þátttaka var dræm, enda munu úrslitin engin áhrif hafa á endanleg úrslit kosninganna sem fóru fram 23. desember. Þá tryggði Bandalag lýðræðis- flokka sér öruggan meirihluta, 176 sæti af 250 í serbneska þinginu. Sósíalistaflokkurinn, flokkur Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Serbíu, fékk hins vegar eingöngu 37 sæti. Það voru bandamenn Milose- vic sem kærðu úrslit kosning- anna á nokkrum stöðum og komst hæstiréttur að þeirri nið- urstöðu að framkvæmd þeirra hefði ekki verið í lagi. Endurtekning kosninganna hefur tafið myndun nýrrar rík- isstjórnar sem mun verða sú fyrsta frá lokum heimsstyrjald- arinnar síðari þar sem komm- únistar eru ekki við stjórnvölinn Kærð fyrir tómatakast LÖGÐ hefur verið fram kæra á hendur 25 ára gamalli konu sem handtekin var fyrir að kasta tómötum í Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands. Atvikið átti sér stað sl. þriðjudag í Bristol þar sem Blair var á ferð. Konan á að mæta fyrir dómara á morg- un. Talsmaður lögreglu upplýsti að konan hefði verið kærð fyrir að hafa vísvitandi valdið skemmdum á jakka Blairs. Önnur kona hefur verið yfir- heyrð af lögreglu fyrir að kasta ávöxtum í lögreglumann. Hnífstungur til að sýna vald HUGSANLEGT er að hníf- stungur þær er urðu Damilola Taylor að bana sl. nóvember hafi verið verk unglinga sem nota hnífstungur til að sýna vald sitt yfir sér yngri börnum. Damilola, tíu ára innflytjandi frá Nígeríu, lést af stungusár- um sem hann hlaut í hverfinu þar sem hann bjó í Suður-Lond- on. Alls hafa fimmtán verið handteknir í tengslum við morðið. Lögreglumenn hafa staðfest að hópar skóladrengja hafi komið við sögu í einelti og árás- um í hverfinu. Heimildamenn The Daily Telegraph telja jafn- vel að ekki hafi verið ætlunin að myrða Damilola, þótt þeir leggi áherslu á að ekki hafi verið um slys að ræða. Engin kæra hefur verið lögð fram í málinu, þrátt fyrir að lögregla telji sig vita hverjir áttu hlut að máli. Samið um vopnahlé RÍKISSTJÓRN Indónesíu og samningamenn uppreisnar- manna komust að loknum samningaviðræðum í Sviss að samkomulagi um vopnahlé í Aceh-héraði . Mohammad Mahfud, varnar- málaráðherra, sagði að sam- komulagið tæki gildi 15. janúar þegar núverandi vopnahlé rennur út. STUTT Kosningar endur- teknar í Serbíu KÍNVERJAR skutu í gær á loft ómönnuðu geimfari en þeir stefna að því að verða þriðja ríkið til að senda mann út í geiminn. Á Vest- urlöndum segja sérfræðingar, að geimskotið þjóni engum vísinda- legum tilgangi, aðeins pólitískum metnaði. Geimfarinu, sem heitir Shenzhou, eða „Guðlegt far“, var skotið upp með kínverskri March 2-F-eldflaug frá Jiuquan-geim- ferðamiðstöðinni í Gansu í Norð- vestur-Kína. Að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua voru ein- hver dýr um borð en geimfarið komst klakklaust á fyrirhugaða braut. Þetta er í annað sinn sem Kín- verjar skjóta á loft ómönnuðu Shenzhou-geimfari en það fyrra var í nóvember 1999. Þá fór það 14 hringi um jörðu áður en það var látið lenda í Innri-Mongólíu. Talsmaður kínversku geimferða- áætlunarinnar sagði í gær, að gerðar yrðu fleiri tilraunir af þessu tagi áður en mannað geim- far verður sent á braut um jörðu. Hingað til eru það aðeins Rússar og Bandaríkjamenn sem það hafa gert. Á Vesturlöndum þykir mörgum kynlegt, að ríki, sem gerir ekki meira en að brauðfæða þegna sína, skuli ætla að verja stórfé í það eitt að svala metnaði sínum að þessu leyti. Japanir og Evrópuríkin, sem hafa úr meiru að moða en Kínverj- ar, töldu sig ekki hafa efni á því og hafa síðan tekið upp samstarf við Bandaríkin. Sérfræðingar benda einnig á, að geimfarið virðist vera mjög gamaldags og líklega eftirlík- ing af Soyuz-geimförunum sov- ésku. Það er of lítið til að menn geti hafst við í því nema í mjög skamman tíma og einnig of lítið fyrir einhvern vísindabúnað að gagni. Tilgangurinn sé því ein- göngu pólitískur. Ágreiningur í kínversku stjórninni? Haft er eftir heimildum, að taf- ist hafi í nokkra daga að skjóta Shenzhou á loft og ekki vegna tæknilegra örðugleika, heldur vegna ágreinings innan kínversku stjórnarinnar. Hafi harðlínumenn- irnir lagt áherslu á, að mannað geimfar yrði sent á loft sem fyrst en raunsæismennirnir viljað, að fyrst yrði hugað að því sem kæmi landsmönnum best, til dæmis fjar- skipta- og rannsóknahnöttum. Metnaður fremur en vísindalegur tilgangur AP Geimfarinu skotið á loft frá Jiuquan-geimferðamiðstöðinni. Paking, París. AFP. Ómannað, kínverskt geimfar CHRIS Patten, tals- maður framkvæmda- stjórnar Evrópusam- bandsins á sviði varnar- og öryggis- mála, sagði á fundi norska Vinnuveitenda- sambandsins að hann væri mjög hlynntur aðild Noregs að Evr- ópusambandinu, ESB. „Vitaskuld myndi ég styðja fulla aðild Nor- egs í ESB þar sem ég tel að bæði við og þið myndum njóta góðs af henni,“ sagði Patten í ræðu sinni á fundinum þar sem Jens Stoltenberg forsætis- ráðherra var á meðal gesta. Þrátt fyrir að Patten segði í ræðu sinni að tilgangur farar sinn- ar væri ekki að reyna að fá Noreg til að sækja um aðild að ESB fór ekki á milli mála að hann telur Noreg betur kominn sem aðili ESB en fyrir utan bandalagið. Máli sínu til stuðnings benti Patten á að samningurinn um evr- ópska efnahagssvæðið, EES, sem Ísland og Lichtenstein eiga aðild að auk Noregs, væri takmarkaður og myndu áhrif hans minnka mjög í framtíðinni. Patten sagði að nú þegar svo mikil áhersla er á stækk- un ESB minnkaði þolinmæðin gagnvart löndum sem væru með annan fótinn í ESB. Áhrif EES samningsins hlytu einnig að verða hverfandi þegar ríkjum hefur fjölg- að. „EES var þróaður sem sem samkomulag á milli 12 aðila Evr- ópubandalagsis og sex aðila frí- verslunarbandalagsins (EFTA). Nú eru fimmtán í því fyrrnefnda en þrjú í því síðarnefnda.“ Þá benti Patten á að þegar aðild- arlönd ESB verða orðin 27 þá verði tala íbúa þeirra 480 milljónir sam- anborið við 4,8 milljónir íbúa sam- anlagt í Noregi, Lichtenstein og á Íslandi. „Það er eðli- legt að EES fái minni athygli en fyrr.“ Umræða um full- veldi mikilvæg Norðmenn hafa tvisvar sinnum hafnað aðild að ESB í þjóð- aratkvæðagreiðslum, árin 1972 og 1994. Patten sagði eðlilegt að vangaveltur um þátttöku í ESB vektu spurningar um full- veldi og þjóðlega hagsmuni og hvatti til skynsamlegrar um- ræða um þau mál, hún væri einnig mikilvæg í aðildarlöndum ESB. „Með aðild að EES afsöluðuð þið hluta af fullveldi ykkar til stærri heildar. En þið hafið mjög tak- mörkuð áhrif á stefnumótun þess- arar heildar eins og staðan er nú,“ sagði Patten síðan og benti og á að afdrifaríkustu breytingar innan ESB undanfarið hefðu verið á svið- um sem eru utan EES samnings- ins. Norðmenn tapa á stækkun ESB Að ræðu Pattens lokinni barst talið að fiskútflutningi frá Noregi til Austur-Evrópulanda, t.d. Pól- lands, sem sótt hafa um aðild að ESB en gildandi samningar við þau eru hagstæðari en við ESB. Patten sagði aðþrátt fyrir að reynt yrði að koma til móts við Norðmenn væru takmörk fyrir því hversu langt yrði hægt að ganga. Stoltenberg sagði í samtali við Dagens næringsliv þegar hann var spurður hvernig Noregi yrði bætt- ur þessi skaði að ríkisstjórnin myndi vissulega reyna að semja um viðlíka góð skilyrði og í dag. Hann væri einnig jafnviss um að þeirri viðleitni yrði hafnað af ESB. Chris Patten segir Norðmenn betur komna í ESB Ósló. AFP. Chris Patten BILJANA Plavsic, fyrrverandi for- seti lýðveldis Bosníu-Serba, mun í dag verða kynnt ákæra stríðs- glæpadómstóls Sameinuðu þjóð- anna í Haag. Hún er sökuð um aðild að þjóðarmorði, stríðsglæpum, glæpi gegn mannkyninu og van- helgun grafreita á árunum 1991– 1992, að sögn talsmanns dómstóls- ins, Christian Chartiers. Plavsic gaf sig fram við dómstólinn af fúsum og frjálsum vilja í gær en fram kom í máli Del Ponte að henni hefði verið send tilkynning um ákæruna þegar í apríl í fyrra. Plavsic sem er frá borginni Tuzla, sjötug og líffræðingur að mennt, er nú í gæslu dómstólsins. Hún var í fyrstu stuðningsmaður æstra þjóðernissinna og var náinn ráðgjafi Radovans Karadzic, helsta leiðtoga þeirra sem er einn af þeim er dómstóllinn leggur mesta áherslu á að klófesta. Plavsic var forseti 1996–1998 og er hæst sett af þeim sem komið hafa fyrir réttinn og eina konan. Alls hafa 14 menn hlotið dóma fyrir réttinum vegna stríðsglæpa í lýð- veldum gömlu Júgóslavíu. „Henni er ljóst að þetta er eini staðurinn þar sem hún getur látið skera úr um sakleysi sitt eða sekt,“ sagði lögfræðingur Plavsic, Krstan Simic. Að sögn Svetozars Mihajlo- vic, eins af æðstu ráðamönnum stjórnmálaflokks Plavsic, sleit hún öll tengsl við Karadzic „árin 1995– 1996“. Plavsic var í krafti embættis síns um hríð æðsti yfirmaður herja Bosníu-Serba og verður fjallað um mál hennar um leið og mál Momcil- os Krajisniks, náins ráðgjafa Kar- adzic. Stríðsglæpadómstóll SÞ í Haag Plavsic vill fá sak- leysi sitt sannað Haag. AP, AFP. AP Biljana Plavsic ásamt Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu- Serba. Myndin var tekin í febrúar 1995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.