Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 50
UMRÆÐAN 50 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ákveðin með samþykkt langtímavegáætlunar 1998. Með vegáætlun fyrir 2000–2004 var ákveðið að tilteknum hlutum hennar skyldi lokið innan þess tíma. Nú virðast einhverjir þeirra tefjast þar sem skipulag skortir vegna mikilvægra og kostnað- arsamra áfanga. Næsta vetur fjallar Alþingi um vegáætlun fyrir 2002–2006. Vegna mjög vaxandi fjölda al- varlegra umferðar- slysa er afar brýnt að bæta öryggi vegfar- enda um brautina. Umferð um hana er frábrugðin öðrum þjóðvegum, mikill akstur utan dagtíma reynist enn hættulegur þrátt fyrir veglýs- ingu, og vegfarendur eru ævinlega tímabundnir í áfangastað vegna flugs, vinnu eða erinda. Þar sem und- irbúningur annarra áfanga virðist tefjast eru forsendur til að hraða tvö- földun milli Suðurnesja og Hafnar- fjarðar. NÝLIÐIÐ ár varð eitt versta ár mannskaða og tjóna sem Íslendingar hafa þolað. Það er tímanna tákn að svo var ekki af völdum sjávarháska eins og oftast áður. Nú eru mestu tjónaástæður innbrot, skemmdar- verk og íkveikjur en mannsköðum valda sjálfsvíg, umferðarslys og of- beldis- eða óhappaverk. Nýbyrjað ár hefur þegar slegið sama þunga klukknahljóm mannskaða í umferð- inni. Á nokkrum misserum hefur fjöldi alvarlegra umferðarslysa vaxið hratt. Á tveimur síðustu árum hefur orðið óskapleg fjölgun dauðaslysa á Reykjanesbraut einni, sunnan Kópa- vogs, og urðu þau fleiri en allan und- anfarinn áratug samanlagt. Þegar slík örlagabylgja gengur yfir er skilj- anlegt að fólk örvænti og kalli á að hraðað verði framkvæmdum, sem þegar hafa verið ákveðnar og eru lík- legar til að bæta öryggi vegfarenda. Óskir Suðurnesjabúa um úrbætur á Reykjanesbraut eru eðlilegar. Framkvæmdir sem auka öryggi Tvöföldun Reykjanesbrautar með stefnugreindum vegamótum var Undirritaður leggur til að tvöföldun Reykja- nesbrautar sunnan Hafnarfjarðar að Reykjanesbæ verði lokið 2004. Það er raun- hæft, en meiri flýtir gæti skaðað fram- kvæmdina. Ökumenn og aksturslag Athuganir á umferð- arslysum leiða í ljós að bæta þarf hegðun öku- manna. Rangt mat á aðstæðum, of mikill ökuhraði, athygli bein- ist að öðru en akstrin- um, óvarkárni, jafnvel glæfraakstur. Allt eru þetta fylgifiskar þess að menn telja sig betri ökumenn en raun er. Aukin löggæsla hefur góð áhrif á ökumenn: þeir aka hægar og sýna meiri aðgætni. Lægst slysatíðni er á þjóðvegi nr. 1 um þau svæði sem eru þekkt fyrir góða umferðarlög- gæslu. Brýnt er að auka löggæslu þar sem slysin eru flest og verst. Það er fljótvirkara, áhrifameira og kostnað- arminna en tvöföldun. Reynslan sýn- ir að ökumenn venjast öflugri um- ferðarlöggæslu og kunna sjálfir að meta öryggið. Betra er heilum vagni heim að aka. Undirritaður leggur til að lög- gæsla á Reykjanesbraut og Vestur- landsvegi verði aukin varanlega, a.m.k. þar til umferðaraðstæður breytast. Umferðarmenning í akstri og vegagerð Rannsóknir og greining á umferð- arslysum eru enn skammt á veg komnar, til þess skortir bæði heild- ræna skráningu og ítarlegri rann- sóknir. Með samanburði atvika má greina betur áhættuþætti, svo sem vegarkafla eða aðstæður. Með því móti fást betri forsendur ákvarðana um staðsetningu vegaframkvæmda. Á sama grundvelli má velja stað- setningu nýrra viðvörunarskilta sem mætti tengja skynjunarbúnaði og gætu varað við, ekki aðeins fyrr- nefndum aðstæðum heldur einnig breytingum vegna veðurfars svo sem ísingu eða dimmviðri, ekki síst of miklum ökuhraða. Blikkandi aðvör- unarljós verða áhrifameiri en gömlu skiltin sem sjást einungis augnablik þegar dimmir. Slök umferðarmenning Íslendinga kemur víðar fram en á þessum mestu umferðarþjóðvegum landsins. Öku- hraði er oft langt umfram aðstæður, að ekki sé minnst á veghönnun. Til- litssemi á ekki upp á pallborð Íslend- inga undir stýri, þar virðist m.a.s. hæglætismaður komast í bardaga- ham og böðlast áfram svo venjulegur bíll verður manndrápstól. Undirritaður leggur til að komið verði á heildrænni skráningu um- ferðarslysa og reglubundnum rann- sóknum á þeim alvarlegri. Niður- stöður verði notaðar til umferðarfræðslu og ákvarðana. Eflt verði samstarf allra aðila sem starfa að umferðarmálum og allar aðferðir til að hafa áhrif á hegðan ökumanna teknar til endurskoðunar og öku- kennsla bætt. Bætum umferðar- menningu Íslendinga. Betri umferðarmannvirki og umferðarmenningu Árni Ragnar Árnason Umferðin Á tveimur síðustu árum, segir Árni Ragnar Árnason, hefur orðið óskapleg fjölgun dauða- slysa á Reykjanesbraut. Höfundur er alþingismaður. Á SÍÐUSTU dögum þinghalds á Alþingi fyrir jól var tekið fyrir frumvarp um innflutn- ing dýra og gert að lög- um. Málið hefur nokk- uð lengi verið að velkjast fyrir landbún- aðarnefnd en var nú tekið út úr nefndinni og keyrt í gegnum þingið í miklum skyndingi þó að fyrir lægju nýjar umsagnir í málinu sem að mínum dómi vörp- uðu nýju ljósi á málið og hefði þurft að kanna ítarlega. Að hluta til er ég mjög sátt við meginefni þessa frum- varps, þ.e. hvað varðar mikilvægi þess að staðið sé vel að öllum útbúnaði sótt- varnar- og einangrunarstöðva sem taka á móti dýrum sem verið er að flytja til landsins. Hins vegar tel ég að það sé úrelt fyrirkomulag að rekstur slíkra stöðva heyri beint undir landbúnaðarráðherra ellegar að útvaldir aðilar sjái um slíkan rekstur í umboði ráðuneytisins og geri það nánast á reikning þess eins og lagt er til í frumvarpi þessu sem nú hefur verið gert að lögum. Í því sambandi má nefna að rekstur einangrunarstöðvar fyrir gæludýr í Hrísey hefur kostað ríkissjóð umtalsverða fjármuni. Fyrir hefur legið að aðrir aðilar hafa haft áhuga á að reka slíka einangrunarstöð ná- lægt Keflavíkurflug- velli sem er sá staður sem langflest þessi dýr koma inn í landið og vilja þá gera það á eigin ábyrgð. Engin rök eru fyrir því að standa gegn slíkum áformum falli reksturinn í öllu að gildandi lög- um og reglugerðum og uppfylli skil- yrði um aðbúnað og rekstur slíkra sóttvarnar- og einangrunarstöðva. Landbúnaðarráðherra, sem sam- kvæmt nýsettum lögum hefur öll ráð um veitingu leyfa til slíks rekstrar samkæmt eigin túlkun, hefur lýst því yfir að hann hyggist ekki heimila nýjum aðilum slíkan rekstur og leyfi ég mér að draga í efa að slíkt standist jafnræðisreglu stjórnarskrár. Auðvitað er ekki rekstrargrund- völlur fyrir margar einangrunar- stöðvar fyrir gæludýr hér á landi en það ætti þó að vera góður grundvöll- ur fyrir eina slíka stöð í nágrenni Keflavíkurflugvallar og yrði slíkur rekstur til mikilla hagsbóta fyrir þá sem eru að flytja hingað gæludýr. Þegar málið var tekið út úr nefnd höfðu daginn áður borist til nefnd- arinnar nokkrar umsagnir sem sum- ar hefði þurft að kanna mjög ítarlega áður en málið var tekið til lokaaf- greiðslu. Ein þessara umsagna var frá Hundræktarfélagi Ísland en þar segir m.a. að langvarandi óánægja hafi ríkt meðal gæludýraeigenda með staðsetningu einangrunarstöðv- ar í Hrísey. Með umsögn Hunda- ræktarfélagsins fylgdu undirskriftir 1.000 manna sem skora á landbún- aðarráðherra að gera breytingar á núverandi fyrirkomulagi. Þar segir enn fremur að ástandið í innflutn- ingsmálum gæludýra hafi verið óþol- andi um langa hríð vegna staðsetn- ingar stöðvarinnar sem geri flutning dýranna erfiðan og áhættusaman fyrir dýrin auk þess sem dýraeigend- ur hafi þurft að bíða mánuðum sam- an eftir plássi. Þá koma mörg sömu gagnrýnisat- riði fram í umsögn frá Sambandi dýrarverndunarfélaga Íslands auk þess sem að þeir benda á að ferðalag dýranna norður til Hríseyjar í viðbót við flugferðina erlendis frá sé brot á væntanlegri samþykkt Evrópuráðs- ins um flutningsvegalengd dýra en þar er kveðið á um að það mætti í mesta lagi vera átta tíma flutningur milli heimilis og sóttvarnarstöðvar. Auk þess kemur fram í þessu áliti Sambands dýraverndunarfélaga lýs- ing á aðstæðum við flutning dýranna norður sem er svo alvarleg að ég tel að það atriði kalli á sérstaka skoðun yfirdýralæknis og vitna ég hér orð- rétt í umsögnina: „Jafnframt fer ein- angrunin að verulegu leyti forgörð- um á leiðinni til Hríseyjar. Þegar til Keflavíkur er komið er ekki gert ráð fyrir neinum stað fyrir hundana eða kettina og er þeim kom- ið fyrir í vistarverum efnaleitar- hundanna sem þurfa að víkja á með- an. Kostar þetta mikla sótthreinsun og vinnu. Þaðan er dýrunum ekið á Reykjavíkurflugvöll en þar eru þau geymd í almennri vörugeymslu þar til flogið er til Akureyrar. Ekki er hægt að vakta það sérstaklega að enginn komist í búrin sem eru oft mjög óhrein eftir flugið erlendis frá og hefur SDÍ oft orðið vitni að því að fólk flykkist að búrunum til að láta vel að dýrunum. Á Akureyrarflug- velli eru dýrin geymd í almennri flugfrakt á sama hátt og í Reykjavík þar til þeim er ekið til Árskógssands og sett þar um borð í Hríseyjarferj- una en þar eru þau höfð uppi á dekki og ekki vöktuð sérsaklega. Síðan er þeim ekið í einangrunarstöð gælu- dýra að Hrífunesi.“ Það er mikið um- hugsunarefni að hér er verið að lýsa flutningi á dýrum sem eru í algjörri sóttkví og verður að teljast vítavert, ef að þessi lýsing er rétt, að slíkt sé látið viðgangast á sama tíma og í gildi eiga að vera lög um mjög strangar sóttvarnir við slíkar að- stæður. Ekki síst þegar unnt væri að bjóða upp á mjög góða valkosti varð- andi einangrun í nágrenni flugvall- arins og sleppa þannig við allar þær hremmingar sem áðurnefndur flutn- ingur norður í Hrísey hefur í för með sér. Það liggur fyrir að sótt hefur verið um rekstur slíkrar stöðvar og synjað um rekstrarleyfi og mun sú af- greiðsla hafa verið kærð til umboðs- manns Alþingis. Ég vil skora á landbúnaðarráð- herra að endurskoða hug sinn í þessu máli og veita leyfi fyrir einangrunar- stöð fyrir gæludýr sem uppfyllir ströngustu skilyrði í nágrenni Kefla- víkurflugvallar. Það yrði öllum fyrir bestu, gæludýraeigendum sem losn- uðu þar með við langa biðlista og til- heyrandi vandræðagang, dýrunum sjálfum sem losnuðu þar með við erf- itt viðbótarferðalag norður í land og að ég tali nú ekki um þeim sem eiga að gæta sóttvarna í landinu, sem er greinilega mjög erfitt að framfylgja við þær aðstæður sem lýst er í um- sögn SDÍ. Einangrun gæludýra Sigríður Jóhannesdóttir Dýrahald Ég skora á landbún- aðarráðherra, segir Sig- ríður Jóhannesdóttir, að veita leyfi fyrir ein- angrunarstöð í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Höfundur er þingmaður Samfylk- ingar í Reykjaneskjördæmi. ÚTSALAN hefst í dag VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 SUÐURLANDSBRAUT 54,(BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY). SÍMI 533 3109 Ný tt k ort atí ma bil Nýtt kortatímabil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.