Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 68
DAGBÓK 68 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Mána- foss kemur í dag, Goða- foss kemur og fer í dag, Faxi, Bjarni Sæmunds- son, Arnarfell og Árni Friðriksson fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Hvítanes og Skandia komu í gær, Selfoss fór í gær. Ocean Tiger fer í dag. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 14– 17. Félag frímerkjasafnara. Opið hús laugardaga kl. 13.30–17. Frímerki. Kristniboðs- sambandið þiggur með þökkum alls konar notuð frímerki, innlend og út- lend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða umslagið í heilu lagi. Útlend smámynt kemur einnig að notum. Mót- taka í húsi KFUM og K, Holtavegi 28, 104 Reykjavík, og hjá Jóni Oddgeiri Guðmundssyni, Glerárgötu 1, Akureyri. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 11 boccia, kl. 13 mynd- mennt, kl. 12.30 baðþjón- usta. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og bókband, kl. 9–16.30 pennasaumur og bútasaumur, kl. 9.45 morgunstund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 opin smíðastofa, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. TAI CHI leik- fimin byrjar eftir jólafrí föstudaginn 12 janúar kl. 11. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böð- un, kl. 9–16 handavinna og fótaaðgerð, kl. 14 dans. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslustofan og handavinnustofan opnar, kl. 9.30 dans- kennsla, gler- og postu- línsmálun, kl. 13 opin handavinnustofan og klippimyndir, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hársnyrting, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsst. Furugerði 1. Kl. 9 aðstoð við böðun, smíðar og útskurður, glerskurðarnámskeið og leirmunagerð, kl. 9.45 verslunarferð í Aust- urver, kl. 13.30 boccia. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Spilað á Álfta- nesi 11. janúar kl. 19.30. Rútuferðir samkvæmt venju. Innritun á nám- skeið og í vinnuhópa í Kirkjulundi 12. janúar kl. 13, leirlist, glerlist, málun, keramik, tré- skurður, bútasaumur, spænska, tölvunámskeið og leikfimi. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Púttæfing í Bæj- arútgerðinni kl. 10–12. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin alla virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Brids kl. 13, allir eldri borgarar velkomn- ir. Hananú gönguhópur Félags eldri borgara í Kópavogi mætir í Ás- garð Glæsibæ í boði Göngu-Hrólfa laug- ardaginn 13. janúar kl. 10 hóparnir ætla að eiga samverustund, allir vel- komnir. Námskeið í framsögn hefst mánu- daginn 29. janúar, leið- beinandi Bjarni Ingvars- son, skráning hafin á skrifstofu FEB. Breyt- ing hefur orðið á viðtals- tíma Silfurlínunnar opið verður á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10–12. f.h. Upplýsingar á skrifstofu FEB í síma 588-2111 frá kl. 10–16. FEBK, vettfangsferðir. Félagsþjónustan í Kópa- vogi býður félags- mönnum FEBK að kynna sér starfsemi sína í Gjábakka, Fannborg 4, í dag kl. 14. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9.30 sund og leik- fimiæfingar í Breiðholts- laug, Umsjón Edda Baldursdóttir íþrótta- kennari, kl. 10.30 helgi- stund umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni, frá hádegi spilasalur og vinnustofur opin, m.a. glerskurður. Umsjón Óla Stína.Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upplýsingar um starfssemina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnnustofan opin leiðbeinandi á staðnum kl. 9–15, leikfimi kl. 9.05, kl. 9.50 og kl. 10.45, kl. 13 taumálun, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línu- dans, Sigvaldi kennir. Skráning á námskeið stendur yfir, nokkur pláss laus t.d. í bókband, klippimyndir, silki- málun, tréskurð og ensku. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, perlu- saumur og kortagerð, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Föstud. 12. janúar kl. 14 kemur Thorben Frið- riksson, fyrrverandi rík- isbókari, í heimsókn og fjallar um skattamál og fleiri kaffiveitingar. Allir velkomnir. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, gler- skurður, kl. 9–17 hár- greiðsla og böðun, kl. 10 leikfimi, kl. 13.30 bóka- bíll, kl. 15.15 dans. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 opin handavinnustofa búta- og brúðusaumur, böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9 handavinnustofurnar opnar, útskurður, kl. 10 leirmunanámskeið, kl. 13.30 stund við píanóið. Vesturgata 7. Kl. 9 fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 aðstoð við böðun, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kóræfing. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður, fatasaumur og morgunstund, kl. 10 boccia og fótaaðgerðir, kl. 13 handmennt, körfu- gerð og frjálst spil. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gullsmára býður alla eldri borgara velkomna að brids- borðum í félagsheimilinu að Gullsmára 13 á mánu- dögum og fimmtudög- um. Mæting og skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. ÍAK. Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11 í Digra- neskirkju. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Húnvetningafélagið, félagsvist í Húnabúð, Skeifunni 11, í kvöld kl 20. Einstaklingskeppni. Kaffiveitingar. Allir vel- komnir. Kristniboðsfélag kvenna. Fundur í dag kl. 16 á Hjarðarhaga 46 hjá Elísabetu. Styrkur og Ný rödd. Þorrablót verður haldið laugardaginn 27. janúar í Kiwanishúsinu, Engja- teigi 11. Húsið opnað kl. 19, borðhald hefst kl. 19.30. Miðasala verður föstudaginn 12. janúar kl. 17–19 í Skógarhlíð 8. takmarkaður fjöldi miða, miðapantanir í síma 896- 5808 Sunddeild KR. Árleg uppskeruhátíð sund- deildar KR verður hald- in í samkomusal Haga- skóla föstudaginn 12. janúar, kl. 18. Sundmað- ur KR verður valinn og efnilegasti sundmaður KR verður tilnefndur. Veittar verða viðurkenn- ingar fyrir ástundun, af- rek og fjáraflanir. Allir æfingahópar deild- arinnar skemmta með skemmtiatriðum. Skemmtunin er öllum opin og eru eldri sund- menn deildarinnar sér- staklega velkomnir. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Í dag er fimmtudagur 11. janúar, 11. dagur ársins 2001. Brettívu- messa. Orð dagsins: Og þegar þér eruð að biðja, þá fyrirgefið, ef yður þykir nokkuð við einhvern, til þess að faðir yðar á himnum fyrirgefi einnig yður misgjörðir yðar. (Mark. 11, 25.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 sokkalaus, 8 huglausar, 9 tappi, 10 stirðleika, 11 kvarta undan, 13 nam, 15 kofa, 18 hirða um, 21 glöð, 22 furða á, 23 mannsnafn, 24 mjög stórt. LÓÐRÉTT: 2 koma auga á, 3 fjar- stæða, 4 máni, 5 ótti, 6 dugur, 7 skott, 12 mergð, 14 hegðun, 15 drakk, 16 morkni, 17 búa til, 18 mikið, 19 brúkar, 20 nytjalandi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 lemja, 4 þerna, 7 pilts, 8 sópur, 9 alt, 11 siða, 13 þráð, 14 nefna, 15 senn, 17 krás, 20 far, 22 neyta, 23 illur, 24 afann, 25 agnar. Lóðrétt: 1 lepps, 2 málið, 3 ausa, 4 þúst, 5 rápar, 6 af- ræð, 10 lyfta, 12 ann, 13 þak, 15 sínka, 16 neyða, 18 ról- an, 19 særir, 20 fann, 21 rifa. MÉR fannst áramótas- kaupið ömurlega lélegt. Einu sinni á ári gerum við kröfu til Ríkissjón- varpsins um góðan sjón- varpsþátt og þetta var út- koman. Ófyndin ádeila með gömlu efni í bland. Það er ekki á allra færi að semja áramótaskaup. Enn og aft- ur reyna höfundar að kenna um „of miklum væntingum“. Í mínu tilfelli er ekki um það að ræða, heldur geri ég sömu vænt- ingar til skaupsins árið 2000 eins og árið 1999. Skaupið árið 1999 var mjög gott, fyndin ádeila á þjóð- þekkta atburði og persón- ur. Húmor Arnar Árnason- ar skein alls staðar í gegn og átti greiða leið inn á heimili landsmanna. En skaupið árið 2000 er Ríkissjónvarpinu til skammar. Ef þetta er framtíðin, tel ég rétt að breyta útsendingartíma þáttarins eða fella hann niður. Án átaka tókst Stöð 2 að slá skaupinu við með annál í léttri umgerð þar sem Bo fór á kostum. Valdimar L. Friðriksson. Þakkir Áramótaguðsþjónusta 3. janúar sl. í Grafarvogs- kirkju kl. 14 var samstarfs- verkefni ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæm- anna og Grafarvogssóknar. Þar prédikaði séra Vigfús Þór Árnason sóknarprest- ur og Miyako Þórðarson, prestur heyrnarlausra, flutti þar boðskapinn. Þá söng litli kór Neskirkju og leiddi almennan söng. Kór- stjóri og einsöngvari var Inga J. Backman og organ- isti var Bjarni Jónatansson. Að minnsta kosti 500 manns voru mætt og var mikil lífsfylling í öllum flutningi guðsþjónustunnar og hugnæmt var í lokin er við sungum öll saman Heims um ból. Eftir guðs- þjónustuna var okkur öld- ungunum öllum boðið að þiggja kaffiveitingar í Safn- aðarheimilinu og þar hefur konan verið í fyrirrúmi í þeim viðgjörningi. Fyrir hönd okkar öldunganna vil ég þakka fyrir ógleyman- lega stund í þessari fallegu kirkju. Jón Magnússon. Fasteignaauglýsingar ÉG er ein af þeim sem er að leita mér að húsnæði og skoða þar af leiðandi Fast- eignablað Morgunblaðsins vel og vandlega hvern þriðjudag. Ég er að leita mér að íbúð sem má kosta vissa upphæð og fer leitin eftir því. Og þá kem ég að því sem er að pirra mig. Mjög margar fasteignasöl- ur auglýsa íbúðir hjá sér til sölu en geta ekki um verð. Í auglýsingunum er stundum tiltekið hvað sé áhvílandi á íbúðinni – en ekkert verð. Þannig að ef manni líst vel á íbúðina þarf maður að hringja í viðkomandi fast- eignasölu til að fá upplýs- ingar um verð íbúðarinnar og í einu blaði geta þetta verið 10-20 íbúðir sem spyrja þarf um. Ég er orðin svo leið á þessu að ég er farin að sleppa þeim íbúð- um sem eru „verðlausar“ því ég nenni ekki að standa í þessu. Spyr einungis um íbúðir sem eru verðlagðar. Hvað veldur því að svona er auglýst? Er það til að fá fólk til að hringja á fast- eignasölurnar? Þetta virk- ar nú orðið alveg öfugt á mig því ég lít ekki lengur við þessum „verðlausu“ íbúðum, ég hringi bara til að fá nánari upplýsingar um verðlagðar íbúðir sem mér líst vel á. Skora ég á þá sem sjá um þessi mál að breyta þessu hið snarasta. Ein pirruð. Tapað/fundið Silfurarmband tapaðist SILFURARMBAND með plötu tapaðist, sennilega á skólaballi MR og Kvenna- skólans sem haldið var á Broadway á milli jóla-og nýárs. Í plötuna er grafið nafnið Davíð Smári. Arm- bandið er jólagjöf og eig- andanum afar kært. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 697-4310. Nokia 3210 tapaðist NOKIA 3210 GSM-sími tapaðist í eða við Kringluna eða í eða við Hagkaup í Skeifunni, laugardaginn 6. janúar sl. Fundarlaun. Skilvís finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 862-3413. Myndavél í óskilum MYNDAVÉL fannst í vest- urbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Upplýsingar hjá Jóhönnu í síma 552- 2628 eftir kl. 17. Dýrahald Tvo högna vantar heimili TVEIR högnar, annar átta vikna og hinn sex mánaða (einstaklega vinalegur) fást gefins á góð heimili. Upp- lýsingar í síma 697-7183 eða 587-2474 eftir kl.18. Kettling vantar heimili NÍU mánaða svartur kett- lingur fæst gefins á gott heimili vegna flutninga. Upplýsingar í síma 564- 5298 eða 586-1795. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Áramóta- skaupið Víkverji skrifar... VÍKVERJI sá nýverið bíómynd-ina „Ikíngut“ ásamt tveimur börnum, sjö og átta ára, en myndin var frumsýnd um jólin. Þau voru sammála um að myndin væri afar spennandi og skemmtileg. Víkverji getur tekið undir þetta. Gísli Snær Erlingsson leikstjóri hefur búið til góða og líflega mynd. Atriðið þar sem snjóflóð fellur á bæinn er t.d. mjög vel heppnað. Það eru ekki síst drengirnir tveir sem leika aðalhlut- verkin sem standa sig vel og eiga mikinn þátt í að glæða hana lífi. Vík- verji hvetur alla til að láta þessa kvikmynd ekki framhjá sér fara. x x x HUGMYND Hrafns Gunnlaugs-sonar um að flytja gömlu húsin í Árbæjarsafni í Hljómskálagarðinn er djörf og nokkuð skemmtileg að mati Víkverja. Í mynd Hrafns, sem sýnd var í sjónvarpinu fyrir skemmstu, var sýnt hvernig þessi hugmynd gæti litið út í raun. Sú spurning vaknar eðlilega hvað þessi flutningur myndi kosta skattgreið- endur í borginni. Víkverji telur hins vegar að ef þessi hugmynd á að verða raunhæf verði þeir sem leið eiga um miðborg Reykjavíkur að temja sér aðra og betri umgengni við eignir borgarinnar en þeir hafa sýnt fram að þessu. Umgengni næt- urgesta í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu sýnir að sumt fólk ber enga virðingu fyrir eignum sam- borgaranna. x x x ÞAÐ er langt síðan Víkverja varðjafnónotalega við við lestur fréttar og eftir að hafa séð frétt á baksíðu Morgunblaðsins sl. sunnu- dag. Þar sagði: „Rúmlega fertugur karlmaður var handtekinn í umferð- inni í Reykjavík í kvöld en hann reyndist mjög ölvaður. Maðurinn kvaðst vera í bíltúr en við hlið hans sat barnungur sonur hans. Voru þeir færðir á lögreglustöðina við Hverfisgötu en að lokinni skýrslu- og sýnistöku fluttir til síns heima.“ Þetta er sorgleg frétt og skelfilegt til þess að vita að börn skuli þurfa að alast upp við aðstæður þar sem þau eru sett í viðlíka hættu og að sitja í bíl með drukknum ökumanni. x x x VÍKVERJI varð nokkuð undr-andi þegar hann heyrði í frétt- um að ákveðið hefði verið að fresta atkvæðagreiðslu um framtíð flug- vallar í Reykjavík. Víkverji hefur at- vinnu sína af því að fylgjast með fréttum og skrifa fréttir, en það hafði farið framhjá honum að búið væri að dagsetja atkvæðagreiðsl- una. Víkverji kannast ekki heldur við að settar hafi verið fram skýrar upplýsingar um kostnað við þær hugmyndir sem verið er að velja á milli, en það hlýtur að vera meðal grundvallarupplýsinga sem þurfa að liggja fyrir áður en atkvæði eru greidd. Víkverji hefur lengi verið fylgj- andi því að kjósendum sé boðið að taka þátt í ákvarðanatöku um af- mörkuð mál. Vonandi verður þessi lýðræðislega leið ekki eyðilögð vegna ónógs undirbúnings. K r o s s g á t a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.