Morgunblaðið - 11.01.2001, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 11.01.2001, Qupperneq 54
UMRÆÐAN 54 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ My Generation Limp Bizkit Stan Eminem & Dido Farðu í röð Botnleðja Man Overboard Blink 182 Trouble Coldplay Spit It Out Slipknot Lítill fugl 200.000 Naglbítar Rollin Limp Bizkit Destinys Child Independent Women Who Let The Dogs Out Baha Men Last Resort Papa Roach Stolið Stolið Don‘t Mess With My Man Lucy Pearl My Love Westlife Testify Rage Against the Machine Again Lenny Kravitz Dadada Ding Dong & Naglbítarnir I Disappear Metallica Take a Look Around Limp Bizkit Overload Sugarbabes Vikan 10.01. - 17.01 “...svo tek ég tvær af grænu töfl- unum ásamt hvítu töflunni með mat, bleika og bláa hylkið klukkan þrjú, aftur tvær grænar töflur með kvöld- matnum og stundum eina töflu, þú veist þessar í rauða pakkanum, fyrir svefn. Hún Sigríður mágkona þín kemur nú gjarnan á sunnudagskvöldum og tekur til fyrir mig viku- skammtinn í lyfjabox sem hún keypti handa mér hjá honum Ámunda í apótekinu. Hún er nú alltaf svo hugulsöm þessi gæska...“ Margir kannast við þess háttar frásögn aldraðs ættingja á lyfjanotkun sinni og þann ónotahroll sem gjarnan fer um mann við slíka lýsingu. Ef- laust eru það mjög mis- munandi spurningar sem kvikna hjá fólki á stundum sem þessum sem mótast gjarnan af skoðunum viðkomandi og trú hans á læknavísindin, óhefð- bundnar lækningar, kostnaðarvit- und, umhyggju fyrir sjúklingi o.s.frv. Sem lyfjafræðing sækja á mig spurn- ingar eins og hversu margir læknar koma að meðhöndluninni, hefur örugglega verið metið hvort hægt sé að fækka lyfjum eða minnka skammta einstakra lyfja, hefur verið kannað hvort samtímisgjöf sumra þessara lyfja geti gert meira ógagn en gagn og er í lagi að gefa einstök lyf saman með einstaka sjúkdómi sem hrjá ættingjann eða hefði verið hent- ugra að velja einhver önnur lyf en þau sem voru valin? Af hverju skyldi lyfjafræðingur velta þessum spurningum fyrir sér? Hefur hann ekki trú á lyfjunum? Að sjálfsögðu hef ég mikla trú á bæði lyfjunum og vísindunum sem liggja að baki hönnun þeirra og þróun. Á næstu árum og áratugum munu koma á markaðinn lyf við sjúkdóm- um sem ennþá hefur ekki fundist nægilega virk lyfjameðferð við og áfram munu sérvirkari lyf koma fram á sjónarsviðið og leysa eldri ósér- hæfðari lyf af hólmi. Til dæmis bíða ný lyf við hrörnunarsjúkdómum, eins og Parkinsons-veiki og Alzheimers- sjúkdómi, geðklofa og sáraristilbólgu rétt handan við hornið sem og nýir lyfjaflokkar við krabbameinum. Auk þess að ala í brjósti bjartsýni og trú á framfarir í lyfjavísindum þá er ég fullviss um að gæði lyfjameðferðar eiga eftir að aukast í nánustu framtíð. Hvað er átt við með auknum gæð- um lyfjameðferðar? Með auknum gæðum á ég við að velja þá lyfjameð- ferð sem er virkust og með fæstar aukaverkanir. Þrátt fyrir að milljónir manna eigi líf sitt og lífsgæði lyfjum að þakka þá er það svo að röng lyfja- gjöf og röng lyfjanotkun getur skað- að sjúklinginn meira en sjúkdómur- inn sem hrjáir hann og – í verstu tilfellum leitt til dauða. Á síðustu ár- um hefur tíðni sjúkrahúsinnlagna og dauðsfalla vegna aukaverkana lyfja verið könnuð. Í Bretlandi eru auka- verkanir lyfja þriðja algengasta dán- arorsökin og í Bandaríkjunum er hún sú fjórða algengasta og kemur næst á eftir hjartasjúkdómum, krabbameini og heilablóðfalli. Séu tölur frá Banda- ríkjunum heimfærðar á Ísland þýðir það að 110 deyja árlega vegna auka- verkana lyfja og 2.200 þurfa á sjúkra- húsinnlögn að halda af þeim sökum hérlendis. Orsakir aukaverkana eru eink- um raktar til rangra lyfjaskammtana, of- næmis fyrir lyfjum, óhentugra samtímis- gjafa lyfja og rangs vals á lyfjum fyrir sjúkling. Ástæðan fyrir slysun- um getur legið í mistök- um hjá lækni, mistök- um í apóteki eða í því að sjúklingur eða sá sem annast lyfjagjöfina fer ekki eftir fyrirmælum. Þó svo að enginn skyldi halda að læknar beri ekki hag sjúklinga fyrir brjósti og markmið þeirra sé ekki ætíð að veita bestu mögulegu meðferð sem býðst þá hafa breskar kannanir sýnt að þriðjung allra mistaka við ávísanir lyfja megi rekja til þess að læknir hefur hvorki aðgang að nýjustu upp- lýsingum um lyf né aðgang að lyfja- öryggisforritum. Þar sem stöðugt koma fram á sjónarsviðið ný lyf og nýjar upplýsingar um milliverkanir, aukaverkanir og frábendingar eldri lyfja ásamt því að meðaltími sem læknir hefur með sjúklingi er ætíð að styttast fara læknar í mun meira mæli að reiða sig á öflug lyfjaupplýs- inga- og lyfjaöryggisforrit til að tryggja skjólstæðingi sínum virkustu og öruggustu meðferðina sem völ er á. Undanfarið eitt og hálft ár hefur ungt íslenskt lyfjahugbúnaðarfyrir- tæki, doc.is, unnið að hönnun og gerð slíks hugbúnaðar. Með hugbúnaðin- um geta læknar ávísað lyfjum og sent lyfseðla rafrænt til apóteka. Einnig geta þeir skoðað nýjustu samþykktu upplýsingarnar um lyf um leið og þeir eru að ávísa þeim. Fjöldi lyfja- öryggisforrita keyra sjálfkrafa bak við hverja ávísun og gera notanda viðvart ef eitthvað er öðruvísi en mælt er með. Dæmi um slík lyfjaör- yggisforrit eru skammtastærðafor- rit, milliverkanaforrit, lyfjaofnæmis- forrit og frábendingaforrit. Það er trú mín að íslenskir læknar verði snöggir að taka í notkun slíkan hug- búnað eins og doc.is hefur hannað, enda um að ræða tæki sem gefur þeim færi á að yfirfara meðferð út frá lyfjasögu, sjúkdómssögu og líkams- ástandi sjúklings jafnframt því að veita þeim tækifæri á að nálgast fag- upplýsingar um lyf á hraðvirkan og einfaldan hátt. doc.is hefur þegar tekið þátt í út- boði um hönnun og gerð slíks hug- búnaðar í Svíþjóð og þá hafa þrjú sams konar tilraunarverkefni verið auglýst í Englandi. Ljóst er að ná- grannalönd okkar kappkosta nú að koma upp slíkum búnaði fyrir lækna, enda skýlaus krafa yfirvalda í vel- ferðarríkjum, sem við erum gjörn að miða okkur við, að tryggja hámarks- öryggi í þessum málum. Það er von mín að íslensk heil- brigðisyfirvöld sýni sama metnað og heilbrigðisyfirvöld nágrannalanda okkar við að taka í gagnið slíkum hugbúnað sem inniheldur lyfjaupp- lýsinga- og lyfjaöryggiskerfi. Í jóla- boði að ári þegar ættingjar leita ráða vegna lyfjanotkunar geti ég þá svar- að á eftirfarandi máta: “... en líður þér ekki mun betur núna Hrafnkell minn þótt þú takir ekki lengur bláu hylkin og grænu töflurnar? Þó svo að Lárus læknir sé nú alltaf límdur við tölvuskjáinn þá trúi ég því að tölvuskrattinn geri nú sitt gagn! Varla læknar Lárus þig með augnaráðinu einu saman ...“ Tækni á leið til lækna! Torfi Rafn Halldórsson Höfundur er lyfjafræðingur og yfirmaður lyfja- og markaðssviðs doc.is. Lyfjanotkun Hugbúnaður eins og doc.is hefur hannað, segir Torfi Rafn Halldórsson, er tæki sem gefur læknum færi á að yfirfara með- ferð út frá líkams- ástandi, lyfja- og sjúk- dómssögu sjúklings.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.