Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 67
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 67 Kringlunni 4-12, sími 568 6688 Glerártorgi, Akureyri, sími 461 1001 ÓTRÚLEGT VERÐHRUN Götuskór áður 5.990nú 3.990    Íþróttaskór áður 4.990 nú 2.990   Hlaupaskór áður 8.990 nú 3.990 Fótboltaskór barna áður 3.990 nú 1.990 Peysur áður 3.990nú 1.990 Bolir áður 1.990 nú 990 Skór áður 7.990 nú 3.990 Dúndurverðlækkun! Útsalan hefst í dag Nýtt kortatímabil Sími 581 1323 ÞAR SEM ég var í sveit voru ís- lenskar kýr aldar á grasi og heyi, þær fengu að auki sem fóðurbæti lýsi og fiskimjöl í það litlu magni að ég held það hafi ekki gert mjólkina bragðverri, en gaf kúnum vítamín og Omega-3 fitusýrur sem einnig hefur skilað sér að einhverju leyti í mjólkina. Þetta er nú bannað í Evr- ópusambandinu. Mér finnst mjólk og mjólkurafurðir úr íslenskum kúm bragðbetri en það sem ég hef fengið erlendis. Norskar kýr þurfa miklu meira fóður og eru miklu lé- legri til beitar en þær íslensku þar sem klaufir þeirra og fætur eru of litlir í hlutfalli við búkinn. Þær eru mun þyngri og traðka því fljótlega niður og eyðileggja tún og haga. Í Noregi er víðast hlýrra og rakara og því þolir landið betur átroðning- inn. Í fóður handa norskum kúm verða að sjálfsögðu notuð ódýrustu hráefni sem til falla, það er ýmis konar úrgangur og hert fita. Þegar fita (jurtaolíur eða lýsi) er hert í iðnaði myndast að jöfnu cis- og trans-fitusýrur. Í náttúrunni myndast lítið af trans-fitusýrum, þær eru ónáttúrulegar og ollu því að sú kynslóð sem alin var upp á ódýru smjörlíki hrundi niður úr hjarta- sjúkdómum. Það var í þeim löndum sem mikið smjörlíki var notað þar sem hjartasjúkdómar urðu að far- aldri. Jafnvel þau lönd þar sem meira var um reykingar komu betur út en þau lönd þar sem mikils smjörlíkis var neytt. Þessar eitruðu fitusýrur hækka vond kólester- ólsambönd í blóðinu og valda, ásamt miklu sykuráti og reykingum, skemmdum á æðum, sem svo aftur vonda kólesterólið sest í. Það er því ekki kólesterólið sem er frum-skað- valdurinn þótt iðnaðinum hafi tekist að ljúga því að almenningi nú í ára- tugi. Trans-fitusýrur virðast einnig auka líkur á brjóstakrabbameini. Þegar kýr eru aldar á trans-fitu- sýrum skila þessar fitusýrur sér út í mjólkina í auknum mæli, sem við svo aftur drekkum. Auk þessa má reikna með að þrávirk eiturefni úr fitu og úrgangi verði í fóðrinu og þar af leiðandi væntanlega meiri úr norskri kúamjólk, þau verða svo aft- ur ennþá meiri í móðurmjólkinni því þéttni þeirra eykst á hverju stigi fæðukeðjunnar. Conjugated Linoleic acid (CLA) er fitusýra sem verndar líkamann fyrir krabbameini og dregur úr fitu- söfnun en styrkir vöðva. Hún finnst í mjólk og kjöti en ekki hertri fitu. Mjólk í Bandaríkjunum inniheldur í dag aðeins 1/3 þess magns af CLA sem var í mjólk fyrir 1960. Kjöt af kúm sem bíta gras inniheldur allt að fjórum sinnum meira magn af CLA en kjöt af kúm sem aldar eru á fóðri. Þetta er talin geta verið ein megin skýringin á offitufaraldrinum sem geisar nú í Bandaríkjunum og víðar. Það þarf ekki að minna á stórslys sem orðið hafa við fóðurgerð víða um heim eins og kúariðuna sem nú herjar á fólk í Bretlandi og PCB menguðu olíuna sem komst í fóður í Frakklandi. Í Evrópusambandinu hefur verið sett sú lagaskylda að merkja vörur sem koma úr erfðabreyttum lífver- um. Fyrir þessu eru ekki mikil vís- indaleg rök þar sem vísindamenn gera ekki mikinn mun á erfðabreyt- ingum og kynbótum og ekki eru vís- indaleg rök fyrir því að erfðabreytt vara þurfi að vera hættulegri en önnur. Það er fyrst og fremst réttur neytandans til að ákveða sjálfur hvað hann lætur ofan í sig sem þessi lagasetning er grunduð á. Ég vona að réttur neytandans verði ekki fót- um troðinn í þessu máli þar sem hagsmunir okkar sem neytenda eru miklu greinilegri. Ekkert virðist geta stöðvað innflutning á norskum mjólkurkúm úr þessu en við eigum rétt á að ekki verði merkt sem ís- lensk mjólk og mjólkurvara annað en það sem kemur úr upprunalegum íslenskum kúm. Það hlýtur að koma að því að ís- lenskur landbúnaður verði að stand- ast samkeppni við innfluttar vörur og sækja á erlenda markaði. Þá mun skipta öllu máli að hafa varð- veitt þau gæði sem við kunnum að hafa einstök að bjóða, bragðgóða og holla mjólk úr íslenskum kúm. Það getur því einnig skipt landbúnaðinn máli að íslenskri kúamjólk sé haldið vel aðskildri, og sé vel merkt, og standi þá undir því merki. ÞORVALDUR GUNNLAUGSSON stærðfræðingur. Hollusta mjólkur og norskar kýr Frá Þorvaldi Gunnlaugssyni: KANNSKI finnst einhverjum að verið sé að bera í bakkafullan læk- inn að fjalla frekar en orðið er um jólaklúður Íslandspósts. Þó langar mig að tína til þrjú dæmi, sem sýna að eitthvað er að hjá þessari stofn- un og að vandræðagangurinn er ekki bara bundinn við jólaösina. Eitt barna minna átti von á litlum jólapakka utan af landi fyrir þessi jól. Að kvöldi Þorláksmessu er bankað uppá og úti stendur kona, ekki starfsmaður Íslands- pósts, með pakkann, sem hún seg- ist hafa fundið úti á götu við heimili sitt u.þ.b. einum km frá okkar heimili. Pakkinn var greinilega áritaður og með póststimpli þess pósthúss, sem hann kom upphaf- lega frá. Ég færi hinni hugulsömu konu þakkir fyrir að koma pakk- anum í réttar hendur en spyr jafn- framt: Hvað brást hjá Íslands- pósti? Bréfritari þekkir fólk í vesturbæ Kópavogs, sem í haust fékk nokkur bréf í hendur. Kannski ekki merki- legt, nema fyrir þá sök að bréfin fundust blaut og hrakin í húsagarði talsvert frá heimili viðtakenda. Aftur var það skilvís og hugulsam- ur borgari, sem kom póstinum á leiðarenda eftir að Íslandspóstur hafði brugðist skyldu sinni. Bréfritari, sem býr í blokk, hefur oft á liðnum mánuðum orðið var við að í stigaganginn berst póstur, sem á alls ekkert erindi þangað, þ.e. bréf, sem eru stíluð á allt annað heimilisfang í annarri götu. Það er því undir framtakssemi íbúa hér komið hvort þessum pósti er skilað aftur á pósthúsið eða beint til réttra viðtakenda. Hér hafa aðeins verið nefnd þrjú dæmi, sem styðja raddir um klúður hjá Íslandspósti. Þar þurfa menn greinilega að taka til hendinni bæði hvað varðar flokkun og dreifingu pósts. Að öðrum kosti glatar stofn- unin trausts almennings enn frekar en nú er orðið. SIGURBJÖRN H. MAGNÚSSON, Lækjasmára 86, Kópavogi. Íslandspóstur, hvað er að? Frá Sigurbirni H. Magnússyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.