Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 52
UMRÆÐAN
52 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á Reykjalundi er
starfrækt sérstakt
meðferðarsvið þar
sem fengist er við
langvinn verkja-
vandamál af ýmsu
tagi. Verkjasvið
Reykjalundar hefur
verið í stöðugri þró-
un sl. 10-15 ár. Á
sviðinu starfa m.a.
læknar, félagsráð-
gjafi, hjúkrunar-
fræðingar, sjúkra-
þjálfarar,
iðjuþjálfar, íþrótta-
fræðingar og sál-
fræðingur. Meðal-
dvalartími einstaklinga sem koma
til meðferðar á verkjasviði Reykja-
lundar er 7 vikur. Fyrstu tvær vik-
urnar fer fram mat á
einstaklingnum auk
þess sem hann tekur
þátt í fræðslu af ýmsu
tagi, m.a. í verkjaskóla.
Kappkostað er að taka
á vanda fólks frá öllum
hliðum og sérstaklega
er hlúð að andlega
þættinum. Það er eðli-
legt að einstaklingur
sem hefur búið við
verki mánuðum og jafn-
vel árum saman þjáist
af streitu, spennu,
kvíða og jafnvel þung-
lyndi. Ef ekki er tekið
á þessum afleiðingum
verkjanna næst aldrei fullkominn
árangur. Æ fleiri sjúklingar hafa á
undanförnum árum fengið hug-
ræna atferlismeðferð hjá geðlækni
eða öðru sérþjálfuðu starfsfólki
verkja- og geðsviðs Reykjalundar.
Megináhersla er lögð á að auka
færni sjúklinganna fremur en að
losa þá við verkina sem oft er
óraunhæft markmið hjá meirihluta
þeirra sem til okkar leita og hafa
haft verki svo árum skiptir.
Þegar kemur að meðferð og
endurhæfingu þeirra sem eiga við
langvinn verkjavandamál að etja
er mikilvægt að hefjast handa sem
fyrst. Það hefur sýnt sig að ekki
gengur að meðhöndla langvinna
verki á sama hátt og þá sem varað
hafa skemur. Bólgueyðandi lyf og
verkjalyf geta hjálpað til að byrja
með en ekki til lengdar. Gegn
flestum sterkari lyfjum (morfíni og
skyldum efnum) myndar líkaminn
þol og ekki gengur að nota slík lyf
þegar stöðugt þarf að auka
skammtana. Á verkjasviði Reykja-
lundar er dregið úr notkun verkja-
stillandi lyfja og þeim síðan hætt
(hjá öllum sjúklingunum). Gigtar-
lyf eru notuð þegar við á. Svefn-
truflanir eru leiðréttar, með lyfj-
um ef þarf, en forðast er að nota
hefðbundin svefnlyf (róandi lyf).
Fólki er kennd sjálfshjálp með það
að markmiði að draga sem mest úr
verkjunum og er þá lögð áhersla á
gildi hreyfingar, þol- og úthalds-
þjálfunar. Reynt er að kenna fólki
eftir föngum hvernig hægt er að
lifa með verkjunum á besta mögu-
lega hátt.
Árin 1997 til 1999 fór fram
könnun á árangri hinnar þverfag-
legu meðferðar sem veitt er á
verkjasviðinu og tóku 158 sjúkling-
ar þátt í rannsókninni. Af þeim
voru 112 konur en 46 karlar. Með-
alaldur var 39,5 ár. Nú hafa rúm-
lega 100 þeirra svarað spurninga-
lista (póstlista) u.þ.b. einu ári eftir
útskrift frá Reykjalundi. Sjúkling-
ar mátu meðal annars eigin verki,
kvíða og depurð á tölukvarða.
Tæplega helmingur þeirra sem
innritaðist á verkjasvið Reykja-
lundar á þessu tímabili (48,1%) var
með bakvandamál og um helm-
ingur þeirra hafði þjáðst í 5 ár eða
lengur. Rúmlega 80% sjúklinganna
tóku verkjalyf við komu á verkja-
svið Reykjalundar. Tölfræðilega
marktæk minnkun á verkjum,
kvíða og depurð kom fram við út-
skrift. Einnig kom fram marktæk
minnkun á þessum þáttum við eft-
irlit tæpu ári eftir útskrift hjá
þeim sem enn sem komið er hefur
verið fylgt eftir.
Við innskrift voru 18,4% sjúk-
linganna vinnufær og 33,4% voru á
örorku- eða endurhæfingarlífeyri.
Við útskrift voru 48,1% vinnufær
og við eftirlit eftir u.þ.b. eitt ár frá
útskrift voru 59,8% vinnufær (sjá
mynd). Almenn ánægja ríkti meðal
þeirra einstaklinga sem þátt tóku í
rannsókninni með árangur með-
ferðarinnar og voru um 85% ýmist
ánægð eða mjög ánægð með ár-
angurinn.
Á alþjóðlegri ráðstefnu um bak-
vandamál í New York í byrjun
desember sl. kom fram að lækna-
vísindin standa enn meira og
minna ráðþrota gegn langvinnum
ósértækum bakvandamálum.
Rannsóknir gefa mjög takmark-
aðar vísbendingar um orsakir
(röntgenmyndir, tölvusneiðmyndir,
segulómanir og taugalífeðlisfræði-
legar rannsóknir). Þessar rann-
sóknir sýna oft breytingar sem
geta talist eðlilegar hrörnunar-
breytingar (slitbreytingar, útbung-
anir á brjóski) en hafa minna með
einkenni einstaklingsins að gera
og þá skerðingu á færni og oft ör-
orku sem þeim fylgja. Það ætti því
ekki að koma á óvart að ekki
gagnast að beina meðferð gegn
slíkum breytingum einvörðungu.
Vandaðar vísindarannsóknir á
meðferð bakvandamála hafa ekki
sýnt að einhver ein meðferð sé
öðrum fremri. Eina meðferðin sem
talin er fullrannsökuð samkvæmt
ströngum skilmálum er hvíld
(rúmlega). Hún hefur reynst gera
minna gagn en engin íhlutun eða
sýndarmeðferð (placebo). Rík
áhersla er lögð á að fólk haldi
áfram að hreyfa sig og lifa sem
eðlilegustu lífi þrátt fyrir bakverki
(1). Hætti fólk störfum vegna bak-
verkja er það hvatt til að fara sem
allra fyrst aftur til starfa (þrátt
fyrir bakverki) því það hefur sýnt
sig að þá minnka líkur á því að
fólk verði öryrkjar vegna bak-
verkja. Ráðlagt er að hefja end-
urhæfingu hafi bakverkir varað
meira en 6 vikur. Nokkrar vand-
aðar rannsóknir hafa sannað gildi
þverfaglegrar verkjameðferðar
þar sem áhersla er lögð á að auka
virkni fólks auk hugrænnar atferl-
ismeðferðar. Slík meðferð hefur
vissulega ekki skipt sköpum hvað
varðar að losa fólk við bakverki en
hefur komið í veg fyrir vinnutap
og varanlega örorku1. Á þennan
hátt hefur einmitt verið unnið á
verkjasviði Reykjalundar undan-
farin ár. Niðurstöður könnunar á
árangri meðferðarinnar þar hefur
sýnt að hún eykur færni fólks þótt
hún dragi ekki að sama skapi úr
verkjum.
(1) Waddel G. og fl. Low back
Pain Evidence Review. London,
Royal College of General Practi-
tioners 1999,
http://www.rcgp.org.uk/rcgp/
clinspec/guidelines/backpain/in-
dex.asp
Um þverfaglega verkja-
meðferð á Reykjalundi
Magnús Ólason
Verkir
Rannsóknir hafa sannað
gildi þverfaglegrar
verkjameðferðar, segir
Magnús Ólason, þar
sem áhersla er lögð
á að auka virkni fólks
auk hugrænnar
atferlismeðferðar.
Höfundur er yfirlæknir verkjasviðs,
Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð.
Hönnun
List
Gullsmiðir
HLÍÐASMÁRI 1 OG 3 – TIL LEIGU
Á einum besta stað í Smáranum er til leigu glæsilegt 8.000 fm verslunar- og skrifstofuhús-
næði í tveimur fimm hæða lyftuhúsum á hornlóð við Smáralind.
Um er að ræða Hlíðasmára 1, ca 3.700 fm, og Hlíðasmára 3, ca 4.400 fm, ásamt tengingu
milli húsa.
Grunnflötur hæða frá 450 til 1.150 fm. Mjög góð aðkoma. 260 bílastæði.
Eignin afhendist fullbúin að utan, sameign fullbúin innan sem og utan, lóð fullbúin og
malbikuð bílastæði. Frábær framtíðarstaðsetning.
Byggingaraðili Byggir ehf.
sími 588 4477 sími 588 9090
Byggir ehf.
sími 865 9732
L I S T I N N
1 2 AWAKE GODSMACK
2 3 FALLHLÍF BOTNLEÐJA
3 7 WALK ON U2
4 -- OUTSIDE AARON LEWIS/FRED DURST
5 4 HANGING BY A MOMENT LIFE HOUSE
6 1 WICKED GAME H.I.M
7 5 DRIVE INCUBUS
8 17 ROAD TRIPPIN' RED HOT CHILI PEPPERS
9 9 SHIVER COLDPLAY
10 11 GOOD FORTUNE PJ HARVEY
11 6 BATHWATER NO DOUBT
12 24 DISPOSABLE TEENS MARILYN MANSON
13 21 CRYSTAL LAKE GRAND DADDY
14 18 SOUTH SIDE MOBY
15 13 WARNING GREEN DAY
16 10 THE SECOND LINE CLINIC
17 -- KILLING TIME (hed) P.E
18 23 MUSIC IS MY RADAR BLUR
19 -- ONCE AROUND THE BLOCK BADLY DRAWN BOY
20 12 ONE ARMED SCISSOR AT THE DRIVE IN
21 19 ORIGINAL PRANKSTER OFFSPRING
22 25 NATIONAL ANTHEM RADIOHEAD
23 15 Ú KÆRA VINA TVÍHÖFÐI
24 30 FARÐU Í RÖÐ BOTNLEÐJA
25 8 RENEGADES OF FUNK RAGE AGAINST THE MACHINE
26 23 MAN OVER BOARD BLINK 182
27 22 PULSE MÍNUS
28 20 TO MANY DJ´S SOULWAX
29 16 TANGERINE SPEEDO CAVIAR
30 26 LIBRAS A PERFECT CIRCLE
Nr. Var Lag Flytjandi
10. jan. - 17. jan.