Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 39 Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að komast í sólina eftir áramótin á verði sem ekki hefur sést fyrr. Það er 20-25 stiga hiti á Kanarí, frábært veðurfar og þú getur notið nýársins á Kanarí. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síð- ustu sætin. Fjórum dögum fyrir brottför hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir. Meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra far- arstjóra okkar. Verð kr. 39.985 Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, flug og skattar. 30. janúar - vika. Út 30. janúar 1 eða 2 vikur Heim 6. feb. eða 13. feb. síðustu sætin 30. janúar til Kanarí frá kr. 39.985 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 62.930 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar. 30. janúar - 2 vikur Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1800.- Verð kr. 49.930 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar. 30. janúar - vika. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1800.- Í MENNINGARMIÐSTÖÐINNI Gerðubergi verður opnuð sýning á laugardag kl. 15 á verkum næfistans Eggerts Magnússonar. Eggert er fæddur 1915, sjálf- menntaður listamaður og telst til okkar þekktari næfista, segir í kynn- ingu Gerðubergs. Eggert hefur stytt sér stundir við að mála síðan hann hætti siglingum um 1960 en hann hafði þá verið sjó- maður á ýmsum skipum frá ung- lingsaldri og á langri starfsævi siglt um öll heimsins höf, allt frá Græn- landi til Gambíu. „Myndefni sitt sækir Eggert í eig- in upplifun, atburði er gerast á líð- andi stund og úr fortíðinni. Þannig sækir hann myndefni sitt til Afríku og atburða Íslandssögunnar og dýraríkið virðist Eggerti sérstak- lega hugstætt. Hann hefur gert myndir af hestum, hundum, nautum, kindum, ísbjörnum, rostungum, moskusuxum og selum en einnig af fílum, tígrísdýrum, hvölum, hákörl- um, þorskum, löxum, rauðmögum, fálkum, örnum, hröfnum og geirfugl- um svo eitthvað sé nefnt. Allt er þetta svo framreitt léttkryddað ýkj- um sögumannsins en tjáningin kem- ur alltaf beint frá hjartanu,“ segir í kynningu. Verk Eggerts hafa verið sýnd á virtum sýningarstöðum bæði hér á landi og á erlendri grund. Við opnunina skemmtir Magga Stína og hljómsveitin Hringir. Verk næfista sýnd í Gerðubergi Eggert Magnússon myndlistar- maður á vinnustofu sinni. HJÁ Kór Íslensku óperunnar standa nú yfir æfingar fyrir frum- sýningu Íslensku óperunnar á La Bohéme 16. febrúar nk. Sviðskór- inn er skipaður 24 söngvurum úr röðum kórsins. Sem kunnugt er tók kórinn ný- lega þátt í Vínartónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í Laug- ardalshöll og var það í fyrsta sinn sem hann tekur þátt flutningi Vín- artónleika SÍ. Að sögn Ágústu Sig- rúnar Ágústsdóttur, varaformanns kórsins, er næsta verkefni sem kór- inn vinnur með Sinfóníuhljómsveit Íslands uppfærsla á Carmen í Laug- ardalshöll. „Kóræfingar hefjast mánudaginn 15. janúar nk. kl. 18.30. Æft verður á mánudags- og miðvikudags- kvöldum. Enn vantar nokkrar karlaraddir í kórinn og geta þeir sem hafa áhuga á að syngja með haft samband við skrifstofu kórs- ins,“ segir Ágústa. Morgunblaðið/Jim Smart Kór Íslensku óperunnar á æfingu. Kór íslensku óperunnar æfir La Bohéme
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.