Morgunblaðið - 11.01.2001, Page 60

Morgunblaðið - 11.01.2001, Page 60
FRÉTTIR 60 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Ingólfi Sverrissyni, deildarstjóra hjá Samtökum iðnað- arins: „Vegna fullyrðinga talsmanns Pasaia Shipyard á Spáni á opinber- um vettvangi um að Samtök iðn- aðarins séu ekki sjálfum sér sam- kvæm í afstöðu til útboðs vegna varðskipanna Ægis og Týs, svo og vegna staðhæfinga um að íslenskur og spánskur skipaiðnaður sitji við sama borð í samkeppnisstöðu er ástæða til að taka fram eftirfarandi: Allt frá árinu 1987 hafa verið í gildi reglur (6. og 7. tilskipunin) inn- an ESB um leyfilegar niður- greiðslur til skipasmíða og meiri- háttar viðgerðarverkefna. Núver- andi reglur voru staðfestar árið 1998 (nr. 1540/98) og leyfa styrki að- ildarlanda á EES-svæðinu til skipa- iðnaðar viðkomandi landa allt að 9% af smíðaverði. Það er síðan á valdi stjórnvalda viðkomandi ríkis að ák- veða hvort heimildin er nýtt eða ekki. Íslensk stjórnvöld gera það ekki og styrkja íslenskan skipaiðnað ekki neitt. Aftur á móti gera spænsk stjórnvöld það í samræmi við ofangreindar reglur auk þess sem þau hafa nýtt sér aðra mögu- leika sem þær leyfa einstökum ríkj- um. Þar má nefna styrki til end- urskipulagningar, fjárfestingar- og þróunar, styrki til landshluta og rannsóknastyrki ásamt styrkjum til aðgerða í umhverfismálum. Af þessu má ljóst vera að um verulega mismunun er að ræða í samkeppnisstöðu íslensks skipaiðn- aðar gagnvart þeim spænska og fleiri landa innan EES. Það takmark ESB að jafna sam- keppnisstöðuna að þessu leyti hefur því miður ekki tekist ennþá og mis- munun því staðfest í raun. Þegar því takmarki hefur verið náð má e.t.v. segja að um jafnstöðu verði að ræða. Fram að þeim tíma eru full- yrðingar um tvískinnung í afstöðu Samtaka iðnaðarins í máli, eins og því sem hér er til umræðu, rangar og staðhæfingar um jafna stöðu spánskra og íslenskra skipasmíða- stöðva hrein og klár ósannindi.“ Staðan ekki jöfn á Spáni og Íslandi Samtök iðnaðarins um stöðu skipasmíðaiðnaðarins STARFSMENN skíðasvæða höfuð- borgarsvæðisins hafa verið á nám- skeiði í Bláfjöllum og í Skálafelli. Fyrri daginn fengu starfsmenn æf- ingu í skyndihjálp með aðstæður á skíðasvæðum í huga, en seinni dag- inn var farið yfir öryggismál skíða- svæða auk þess sem boðið var upp á þjónustunámskeið frá IMG- stjórnendaþjálfun sem sniðið var sérstaklega að þjónustu á skíða- svæðunum. Áætlað er að starfs- mannanámskeið sem þetta verði framvegis haldið í upphafi hvers starfsárs og er það í samræmi við þau markmið um bætt öryggi og þjónustu á skíðasvæðunum sem sett voru fram í nýlegri stefnumót- unarskýrslu Bláfjallanefndar, segir í fréttatilkynningu. Starfsfólk skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins sem sótti námskeiðið. Starfsfólk skíðasvæða á þjónustu- og öryggisnámskeiði Samskip tóku við rekstri Herjólfs um áramótin. Fyrirtækið átti lægsta tilboð í rekstur skipsins þegar Vegagerðin bauð út reksturinn til þriggja ára um mitt síðasta ár. Ný- lega var gengið frá samningum við Samskip um reksturinn, en allmikl- ar deilur urðu í fjölmiðlum vegna málsins. Pálmar Óli Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Samskipum, segir að engar breytingar verði á þjónustustigi útgerðarinnar og ferðaáætlun og fjöldi ferða verði eins og áður, auk þess sem verið sé að skoða ýmsar hugmyndir í rekstr- inum. Til greina komi að bjóða upp á sérferðir fyrir hópa, t.d. skemmti- ferðir með starfsmenn fyrirtækja, en þessi mál séu öll í skoðun. Pálm- ar segir að Samskipsmenn hafi full- an hug á að ná góðu samstarfi við ferðaþjónustuna í Vestmannaeyjum enda telji þeir að betur megi nýta skipið í þágu hennar og fá þannig fleiri ferðamenn til þess að leggja leið sína til Eyja. Pálmar segir að útlitsbreytingar hafi verið óverulegar á Herjólfi og að sjálfsögðu muni nafnið halda sér. Herjólfur verður rekinn undir merkjum Landflutninga-Samskipa, það er eðlilegt enda er Herjólfur þjóðvegurinn milli lands og Eyja. Pálmar segir að þessi rekstur legg- ist afar vel í þá Landflutninga- og Samskipsmenn. „Verkefnið er skemmtilegt og þeir telja sig heppna að flestir starfsmenn Herj- ólfs hf. halda áfram að vinna fyrir okkur,“ segir Pálmar. „Það er mikill fengur í þessu reynda fólki og við bjóðum það velkomið í hópinn.“ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hlökkum til að reka Herjólf Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. KÓPAVOGSDEILD Rauða kross Íslands gengst fyrir tveimur námskeiðum í skyndi- hjálp fyrir almenning í janúar og febrúar. Hefst fyrra nám- skeiðið 22. janúar og hið síðara 19. febrúar. Hvort námskeið er 16 kennslustundir og er kennt á tveimur vikum. Á námskeiðun- um eru kennd fyrstu viðbrögð við áföllum og slysum, s.s. blástursaðferð og hjartahnoð, meðferð brunasára, breinbrota og blæðandi sára. Námskeiðin fást metin til eininga við flesta framhaldsskóla. Einnig verður í febrúar hald- ið námskeið í sálrænni skyndi- hjálp. Það námskeið er 8 kennslustundir og fer kennslan fram á tveimur kvöldum, 5. og 8. febrúar. Öll námskeiðin eru haldin í Snælandsskóla. Í vor og sumar eru ráðgerð ýmis fleiri námskeið, m.a. barn- fóstrunámskeið, en þau hafa verið vinsæl og vel sótt undan- farin ár. Námskeið í skyndi- hjálp VÍSIR.is, Háskólabíó, Skjár 1, Rás 2, Hljóðkerfaleiga EB og Hljómsýn stóðu að tónleikum í Háskólabíói 29. desember sl. Tónleikarnir voru haldnir til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Að- gangseyrir nam rétt um einni milljón króna og var hann afhent- ur sl. þriðjudag í húsnæði SKB. Það voru þeir Viktor Hólm Jón- mundarson sviðsmaður, Ingólfur Möller rótari, Steinar Erlingsson hljóðmaður og Kristinn Sturluson rótari sem afhentu Þorsteini Ólafssyni frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna ávís- unina fyrir hönd aðstandenda tón- leikanna. Þetta er þriðja árið í röð sem þessir strákar ásamt fleiri sjálfboðaliðum úr tónlistarheim- inum taka þátt í framkvæmd þess- ara tónleika. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þorsteinn Ólafsson tekur við ávísun úr hendi Viktors Jónmundssonar, en hann, ásamt Ingólfi Möller, Steinari Erlingssyni og Kristni Sigurpáli Sturlusyni, voru fulltrúar starfsmanna og flytjenda á tónleikunum, en þeir gáfu allir vinnu sína við tónleikahaldið. Afhentu SKB milljón

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.