Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 60
FRÉTTIR 60 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Ingólfi Sverrissyni, deildarstjóra hjá Samtökum iðnað- arins: „Vegna fullyrðinga talsmanns Pasaia Shipyard á Spáni á opinber- um vettvangi um að Samtök iðn- aðarins séu ekki sjálfum sér sam- kvæm í afstöðu til útboðs vegna varðskipanna Ægis og Týs, svo og vegna staðhæfinga um að íslenskur og spánskur skipaiðnaður sitji við sama borð í samkeppnisstöðu er ástæða til að taka fram eftirfarandi: Allt frá árinu 1987 hafa verið í gildi reglur (6. og 7. tilskipunin) inn- an ESB um leyfilegar niður- greiðslur til skipasmíða og meiri- háttar viðgerðarverkefna. Núver- andi reglur voru staðfestar árið 1998 (nr. 1540/98) og leyfa styrki að- ildarlanda á EES-svæðinu til skipa- iðnaðar viðkomandi landa allt að 9% af smíðaverði. Það er síðan á valdi stjórnvalda viðkomandi ríkis að ák- veða hvort heimildin er nýtt eða ekki. Íslensk stjórnvöld gera það ekki og styrkja íslenskan skipaiðnað ekki neitt. Aftur á móti gera spænsk stjórnvöld það í samræmi við ofangreindar reglur auk þess sem þau hafa nýtt sér aðra mögu- leika sem þær leyfa einstökum ríkj- um. Þar má nefna styrki til end- urskipulagningar, fjárfestingar- og þróunar, styrki til landshluta og rannsóknastyrki ásamt styrkjum til aðgerða í umhverfismálum. Af þessu má ljóst vera að um verulega mismunun er að ræða í samkeppnisstöðu íslensks skipaiðn- aðar gagnvart þeim spænska og fleiri landa innan EES. Það takmark ESB að jafna sam- keppnisstöðuna að þessu leyti hefur því miður ekki tekist ennþá og mis- munun því staðfest í raun. Þegar því takmarki hefur verið náð má e.t.v. segja að um jafnstöðu verði að ræða. Fram að þeim tíma eru full- yrðingar um tvískinnung í afstöðu Samtaka iðnaðarins í máli, eins og því sem hér er til umræðu, rangar og staðhæfingar um jafna stöðu spánskra og íslenskra skipasmíða- stöðva hrein og klár ósannindi.“ Staðan ekki jöfn á Spáni og Íslandi Samtök iðnaðarins um stöðu skipasmíðaiðnaðarins STARFSMENN skíðasvæða höfuð- borgarsvæðisins hafa verið á nám- skeiði í Bláfjöllum og í Skálafelli. Fyrri daginn fengu starfsmenn æf- ingu í skyndihjálp með aðstæður á skíðasvæðum í huga, en seinni dag- inn var farið yfir öryggismál skíða- svæða auk þess sem boðið var upp á þjónustunámskeið frá IMG- stjórnendaþjálfun sem sniðið var sérstaklega að þjónustu á skíða- svæðunum. Áætlað er að starfs- mannanámskeið sem þetta verði framvegis haldið í upphafi hvers starfsárs og er það í samræmi við þau markmið um bætt öryggi og þjónustu á skíðasvæðunum sem sett voru fram í nýlegri stefnumót- unarskýrslu Bláfjallanefndar, segir í fréttatilkynningu. Starfsfólk skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins sem sótti námskeiðið. Starfsfólk skíðasvæða á þjónustu- og öryggisnámskeiði Samskip tóku við rekstri Herjólfs um áramótin. Fyrirtækið átti lægsta tilboð í rekstur skipsins þegar Vegagerðin bauð út reksturinn til þriggja ára um mitt síðasta ár. Ný- lega var gengið frá samningum við Samskip um reksturinn, en allmikl- ar deilur urðu í fjölmiðlum vegna málsins. Pálmar Óli Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Samskipum, segir að engar breytingar verði á þjónustustigi útgerðarinnar og ferðaáætlun og fjöldi ferða verði eins og áður, auk þess sem verið sé að skoða ýmsar hugmyndir í rekstr- inum. Til greina komi að bjóða upp á sérferðir fyrir hópa, t.d. skemmti- ferðir með starfsmenn fyrirtækja, en þessi mál séu öll í skoðun. Pálm- ar segir að Samskipsmenn hafi full- an hug á að ná góðu samstarfi við ferðaþjónustuna í Vestmannaeyjum enda telji þeir að betur megi nýta skipið í þágu hennar og fá þannig fleiri ferðamenn til þess að leggja leið sína til Eyja. Pálmar segir að útlitsbreytingar hafi verið óverulegar á Herjólfi og að sjálfsögðu muni nafnið halda sér. Herjólfur verður rekinn undir merkjum Landflutninga-Samskipa, það er eðlilegt enda er Herjólfur þjóðvegurinn milli lands og Eyja. Pálmar segir að þessi rekstur legg- ist afar vel í þá Landflutninga- og Samskipsmenn. „Verkefnið er skemmtilegt og þeir telja sig heppna að flestir starfsmenn Herj- ólfs hf. halda áfram að vinna fyrir okkur,“ segir Pálmar. „Það er mikill fengur í þessu reynda fólki og við bjóðum það velkomið í hópinn.“ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Hlökkum til að reka Herjólf Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. KÓPAVOGSDEILD Rauða kross Íslands gengst fyrir tveimur námskeiðum í skyndi- hjálp fyrir almenning í janúar og febrúar. Hefst fyrra nám- skeiðið 22. janúar og hið síðara 19. febrúar. Hvort námskeið er 16 kennslustundir og er kennt á tveimur vikum. Á námskeiðun- um eru kennd fyrstu viðbrögð við áföllum og slysum, s.s. blástursaðferð og hjartahnoð, meðferð brunasára, breinbrota og blæðandi sára. Námskeiðin fást metin til eininga við flesta framhaldsskóla. Einnig verður í febrúar hald- ið námskeið í sálrænni skyndi- hjálp. Það námskeið er 8 kennslustundir og fer kennslan fram á tveimur kvöldum, 5. og 8. febrúar. Öll námskeiðin eru haldin í Snælandsskóla. Í vor og sumar eru ráðgerð ýmis fleiri námskeið, m.a. barn- fóstrunámskeið, en þau hafa verið vinsæl og vel sótt undan- farin ár. Námskeið í skyndi- hjálp VÍSIR.is, Háskólabíó, Skjár 1, Rás 2, Hljóðkerfaleiga EB og Hljómsýn stóðu að tónleikum í Háskólabíói 29. desember sl. Tónleikarnir voru haldnir til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Að- gangseyrir nam rétt um einni milljón króna og var hann afhent- ur sl. þriðjudag í húsnæði SKB. Það voru þeir Viktor Hólm Jón- mundarson sviðsmaður, Ingólfur Möller rótari, Steinar Erlingsson hljóðmaður og Kristinn Sturluson rótari sem afhentu Þorsteini Ólafssyni frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna ávís- unina fyrir hönd aðstandenda tón- leikanna. Þetta er þriðja árið í röð sem þessir strákar ásamt fleiri sjálfboðaliðum úr tónlistarheim- inum taka þátt í framkvæmd þess- ara tónleika. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þorsteinn Ólafsson tekur við ávísun úr hendi Viktors Jónmundssonar, en hann, ásamt Ingólfi Möller, Steinari Erlingssyni og Kristni Sigurpáli Sturlusyni, voru fulltrúar starfsmanna og flytjenda á tónleikunum, en þeir gáfu allir vinnu sína við tónleikahaldið. Afhentu SKB milljón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.