Morgunblaðið - 11.01.2001, Page 16
ÖRYRKJADEILAN
16 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
greiðslu þess, en Hæstiréttur hafði í dómi 5.
nóvember 1998 (H.1998.3460) talið töku gjalds-
ins ólögmæta, þar sem álagning þess hefði ekki
fullnægt kröfum stjórnarskrárinnar.
Samkvæmt fyrningarlögum rofnar fyrning-
arfrestur á tvennan hátt; við viðurkenningu
skuldunauts á skuld sinni við kröfueiganda
(6.gr.) eða við málssókn hins síðarnefnda (11.
gr.). Ljóst er að málssókn Öryrkjabandalags
Íslands í því máli, sem dæmt var í Hæstarétti
19. desember 2000 rauf ekki fyrningu á kröfum
einstakra lífeyrisþega um leiðréttingu á lífeyri
sínum. Það er niðurstaða starfshópsins að eðli-
legast sé að kveða nú á um það í lögum, hversu
langt aftur í tímann eigi að leiðrétta þá tekju-
tryggingu sem of lág hefur verið greidd sam-
kvæmt hæstaréttardóminum. Við þá lagasetn-
ingu verði höfð hliðsjón af þeim lagareglum um
fyrningu sem hér hefur verið gerð grein fyrir.
Verði þannig ákveðið að leiðrétta lífeyris-
greiðslur aftur til 1. janúar 1997.
Þá kemur til athugunar við hvaða útreikn-
inga leiðréttingar skuli miðast. Svo sem rakið
var að framan felst í dómi Hæstaréttar sú af-
staða, að skerðing tekjutryggingarinnar hafi
verið meiri en svo að samrýmst geti 76. gr.
stjórnarskrár um ákveðin lágmarksréttindi,
sem miðuð séu við einstakling. Tillögur starfs-
hópsins um breytingar á ákvæðum 5. mgr. (og
raunar einnig 6.-7. mgr.) 17. gr. laganna um al-
mannatryggingar, sem grein er gerð fyrir í 6.
kafla að framan, eru við það miðaðar að úr
þessu sé bætt. Hafa verður í huga, það sem
fyrr var sagt í skýrslu þessari, að hæstarétt-
ardómurinn getur ekki talist hafa fellt úr gildi
ákvæði 5. mgr. 17. gr. heldur einungis þann
efnisþátt ákvæðisins sem gerði þessar bætur
lægri en svo að stæðist 76. gr. stjórnarskrár.
Af þessu leiðir, að leiðrétting aftur í tímann
skuli miðast við sams konar reglur og felast í
tillögunum um lagabreytingarnar nú. Þetta
getur þó ekki gilt lengra aftur en til 1. janúar
1999, er lög nr. 149/1998 tóku gildi. Regla
þeirra laga fól samkvæmt dómi Hæstaréttar í
sér meiri skerðingu en heimilt var. Lýtur leið-
réttingin nú að því að bæta úr því þetta tímabil
og mun allstór hópur öryrkja njóta hennar.
Ekki er gert ráð fyrir að neinn glati réttindum
sem hann hefur notið á tímabilinu 1. janúar
1999 til 31. janúar 2001. Það verður því ekki í
neinu tilviki um íþyngjandi afturvirka ákvörð-
un að ræða. Fyrir 1. janúar 1999 studdist
skerðing lífeyrisins vegna tekna maka alls ekki
við sett lög heldur reglugerð sem ekki naut
lagaheimildar samkvæmt dómi Hæstaréttar.
Þetta þýðir að bæta verður einstökum örorku-
lífeyrisþegum alla skerðinguna, sem af tekjum
maka leiddi, fyrir þetta tímabil, þ.e.a.s. tímabil-
ið 1. janúar 1997 til 1. janúar 1999. Við útreikn-
ingana koma þá aðeins til skerðingar tekjur líf-
eyrisþegans sjálfs á þann hátt sem 2. mgr. 17.
gr. laga nr. 117/1993, sbr. 14. gr. laga nr. 148/
1994, kvað á um með þeim fjárhæðum grein-
arinnar sem giltu á tímabilinu.
Þær fjárhæðir, sem greiða ber til leiðrétt-
ingar, reiknast á verðlagi bótanna á hverjum
tíma. Fyrir seinna tímabilið 1. janúar 1999–31.
janúar 2001 þarf þá að reikna fjárhæðirnar í
frumvarpinu, sem fylgir skýrslu þessari, til
baka til viðkomandi tímabila til samræmis við
breytingar sem orðið hafa á fjárhæðum tekju-
tryggingar samkvæmt 17. gr laganna um al-
mannatryggingar. Ekki verður, eins og hér
stendur á, talið skylt að greiða dráttarvexti af
þessum viðbótargreiðslum. Stafar það af því,
að Tryggingastofnun ríkisins hefur á hverjum
tíma greitt lífeyrinn til örorkulífeyrisþeganna
eftir þeim lagareglum, sem að formi til voru í
gildi. Hefði stofnuninni verið óheimilt að greiða
hærri lífeyri til þeirra en gert hefur verið. Það
hefur því ekki verið um nein bein vanskil að
ræða á greiðslunum í hefðbundnum skilningi
þess hugtaks. Skal einnig haft í huga í þessu
sambandi, að dómurinn í máli Öryrkjabanda-
lags Íslands frá 19. desember 2000 var, eins og
fyrr var rakið, viðurkenningardómur og fól
ekki í sér neina greiðsluskyldu fyrir Trygg-
ingastofnun ríkisins, samanber það sem segir
um þetta í dóminum sjálfum og vikið var að
fyrr í þessum kafla. Engar lagareglur standa
til þess, að skylt sé að greiða vexti af þeim fjár-
hæðum, sem greiddar verða á grundvelli laga-
breytinganna. Þannig eiga hvorki við 5. gr. né
7. gr. vaxtalaga nr. 25/1987. Þrátt fyrir þetta
telur starfshópurinn viss sanngirnisrök mæla
með greiðslu vaxta og leggur því til, að greidd-
ir verði 5,5% ársvextir frá þeim degi, er lífeyr-
isþeginn fyrst gat átt rétt á að fá greiðslu við-
komandi tímabils, og til greiðsludags.
Lagt er til að Tryggingastofnun ríkisins hafi
sjálf frumkvæði að leiðréttingum í þeim tilvik-
um, þar sem hún hefur í höndum umsóknir og
upplýsingar, sem duga til að reikna út leiðrétt-
ingarnar. Liggi fyrir umsóknir án nægilegra
upplýsinga, er lagt til að stofnunin beini áskor-
un til viðkomandi lífeyrisþega um að bæta þar
úr. Skal þá gefinn til þess ákveðinn frestur.
Miða skal við að allar leiðréttingar sem stofn-
uninni ber að hafa frumkvæði að samkvæmt
þessu, hafi átt sér stað fyrir 1. apríl 2001. Fyrir
1. júlí 2001 geta þeir aðrir lífeyrisþegar, sem
telja sig eiga rétt á tekjutryggingu á örorkulíf-
eyri, samkvæmt því sem hér hefur verið rakið
og fest verður í lög, sótt um tekjutryggingu sér
til handa og skal hún þá miðast við ofangreind
tímamörk 1. janúar 1997. Eftir 1. júlí 2001 taka
svo við á ný reglur 48. gr. laganna um allar nýj-
ar umsóknir um lífeyri samkvæmt lögunum.
Í þeim drögum að lagafrumvarpi, sem
starfshópurinn hefur samið og fylgja skýrslu
þessari á fylgiskjali nr. 3, er gert ráð fyrir
bráðabirgðaákvæðum um þær leiðréttingar
sem hér hefur verið gerð grein fyrir. Enginn
vafi leikur á, að nauðsynlegt er að kveða á um
þetta í settum lögum, því ekki liggur fyrir dóm-
ur um greiðsluskyldu Tryggingastofnunar rík-
isins. Til þess að stofnunin megi greiða þarf
annað tveggja, slíkan dóm eða beina lagaheim-
ild. Þar að auki er ekki í dómi Hæstaréttar
leyst úr neinum þeim álitaefnum sem hér koma
við sögu á þann hátt að af verði dregnar álykt-
anir um rétt hvers einstaks lífeyrisþega. Lag-
anna er þörf svo að Tryggingastofnun ríkisins
fái lagaheimild fyrir greiðslum sínum og jafn-
framt fyrirmæli um þær aðferðir sem beita
beri við útreikning þeirra.
VIII.
Starfshópurinn óskaði eftir því við Þjóð-
hagsstofnun að hún reiknaði út fjárhagsleg
áhrif af tillögum hans og sýndi með dæmum
hvernig þær kæmu út. Fylgja þessir útreikn-
ingar skýrslunni á fylgiskjali nr. 1. Kostnaður
við leiðréttingar vegna tímabilsins janúar 1999
til og með janúar 2001, miðað við tölurnar í
frumvarpsdrögunum á fylgiskjali nr. 3, nemur
samkvæmt þessum útreikningum 180–200
milljónum króna að meðtöldum vöxtum en
myndi að sjálfsögðu hækka ef ákveðið yrði að
hækka viðmiðunarfjárhæðir frumvarpsins eða
láta aðeins ákveðið hlutfall eigin tekna lífeyr-
isþegans sjálfs hafa áhrif á tekjutrygginguna
samkvæmt sérreglunni. Samkvæmt lauslegum
upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins má
ætla, að kostnaður við greiðslur samkvæmt til-
lögum starfshópsins vegna áranna 1997 og
1998 verði um 430 milljónir króna auk vaxta.
Reykjavík, 7. janúar 2000
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Sveinsson
Baldur Guðlaugsson
Þórir Haraldsson
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á
17. gr. laganna: a.Við 5. mgr. 17. gr.
bætist nýr málsliður er orðast svo:
Ef 2/3 tekna þess hjóna, sem ör-
orkulífeyris nýtur, nema lægri fjár-
hæð en 300.000 kr. á ári skal, þrátt
fyrir ákvæði 2. málsl., aldrei greiða
því lægri tekjutryggingu en nemur
því sem á vantar að 2/3 tekna þess
nái þeirri fjárhæð.
b. Við 6. mgr. 17. gr. bætist nýr
málsliður er orðast svo: Ef 2/3 tekna
annars hvors hjónanna nema lægri
fjárhæð en 300.000 kr. á ári skal,
þrátt fyrir ákvæði 2. málsl., aldrei
greiða því lægri tekjutryggingu en
nemur því sem á vantar að 2/3 tekna
þess nái þeirri fjárhæð.
c. Við 7. mgr. 17. gr. bætist nýr
málsliður er orðast svo: Ef 2/3 tekna
þess hjóna, sem örorkulífeyris nýt-
ur, nema lægri fjárhæð en 300.000
kr. á ári skal, þrátt fyrir ákvæði 2.
málsl., aldrei greiða því lægri tekju-
tryggingu en nemur því sem á vant-
ar að 2/3 tekna þess nái þeirri fjár-
hæð.
2. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. febrúar
2001.
Ákvæði til bráðabirgða
I.
Þeir örorkulífeyrisþegar, sem 2.
mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr.
14. gr. laga nr. 148/1994, átti við
tímabilið 1. janúar 1997 til 31. des-
ember 1998, og þeir sem 5.–7. mgr.
17. gr. laga nr. 117/1993, sbr. 1. gr.
laga nr. 149/1998, hefur átt við tíma-
bilið 1. janúar 1999 til 31. janúar
2001 skulu eiga rétt á greiðslum á
tekjutryggingu örorkulífeyris vegna
umræddra tímabila eftir þeim
reglum sem hér greinir: a. Fyrir
tímabilið 1. janúar 1997 til 31. des-
ember 1998 skal greiða tekjutrygg-
ingu sem reiknast eftir ákvæði 2.
mgr. 17. gr. laga nr. 117/1993, sbr.
14. gr. laga nr. 148/1994, en án þeirr-
ar skerðingar skv. 2. mgr. 4. gr.
reglugerðar nr. 485/1995, sem fólst í
því að telja helming samanlagðra
tekna beggja hjóna til tekna lífeyr-
isþegans. Frá tekjutryggingu reikn-
aðri með þessum hætti skulu drag-
ast þær greiðslur tekjutryggingar
sem viðkomandi örorkulífeyrisþegi
hefur þegar fengið.
b. Fyrir tímabilið 1. janúar 1999
til 31. janúar 2001 skal greiða tekju-
tryggingu sem reiknast á þann hátt
sem greinir í 1. gr. laga þessara. Frá
tekjutryggingu reiknaðri með þes-
um hætti skulu dragast þær
greiðslur tekjutryggingar, sem við-
komandi örorkulífeyrisþegi hefur
þegar fengið.
II.
Útreikningur tekjutryggingar
samkvæmt bráðabirgðaákvæði I.
skal gerður eftir þeim viðmiðunar-
fjárhæðum, sem hafa verið í gildi á
hverju tímabili fyrir sig. Fjárhæð-
irnar í 1. gr. laga þessara skulu við
útreikninga skv. b-lið í bráðabirgða-
ákvæði I. bakreiknast til viðkomandi
tímabila til samræmis við breyting-
ar sem orðið hafa á fjárhæðum
tekjutryggingar skv. 17. gr. laga nr.
117/1993 um almannatryggingar
með síðari breytingum. Greiðslurn-
ar skulu bera 5,5% ársvexti frá þeim
degi, er lífeyrisþeginn fyrst gat átt
rétt á að fá greiðslu viðkomandi
tímabils samkvæmt ákvæðum laga
nr. 117/1993 um það efni. Vextir
skulu greiðast þó að ekki hafi legið
fyrir umsókn um tekjutryggingu frá
viðkomandi lífeyrisþega.
III.
Tryggingastofnun ríkisins skal
hafa frumkvæði að greiðslum sam-
kvæmt bráðabirgðaákvæðum I. og
II. í þeim tilvikum þar sem hún hef-
ur í höndum umsóknir frá lífeyris-
þegum og upplýsingar sem duga til
að reikna út fjárhæðirnar sem
greiða skal. Liggi fyrir umsóknir án
nægilegra upplýsinga, skal Trygg-
ingastofnun ríkisins beina áskorun
til viðkomandi lífeyrisþega um að
bæta þar úr innan hæfilegs frests,
sem stofnunin ákveður. Miðað skal
við, að allar greiðslur sem stofnunin
getur sjálf reiknað án atbeina frá líf-
eyrisþega, hafi átt sér stað fyrir 1.
apríl 2001.
IV.
Þeir örorkulífeyrisþegar sem telja
sig eiga rétt á tekjutryggingu skv. 1.
gr. laga þessara, en hafa ekki sótt
um fyrir umrædd tímabil, geta sótt
um tekjutryggingu sér til handa og
skulu þeir þá fá úrlausn í samræmi
við reglur þessa bráðabirgðaákvæð-
is að því tilskildu að sótt sé um fyrir
1. júlí 2001. Eftir þann dag gilda
ákvæði 48. gr. laga nr. 117/1993 um
allar nýjar umsóknir um lífeyris-
greiðslur.
V.
Greiðsla tekjutryggingar og vaxta
samkvæmt lögum þessum telst til
skattskyldra tekna ársins 2001.
Tryggingastofnun ríkisins skal
halda eftir staðgreiðslu af tekju-
tryggingunni skv. lögum nr. 45/1987
um staðgreiðslu opinberra gjalda.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er bóta-
þega heimilt allt til ársloka 2001 að
óska eftir því að greiðslur á tekju-
tryggingu vegna tekjuáranna 1997,
1998, 1999 og 2000, samkvæmt
bráðabirgðaákvæðunum að framan,
skuli færðar honum til skattskyldra
tekna viðkomandi ár. Um endur-
ákvörðun opinberra gjalda fer þá
skv. 101. gr. laga nr. 75/1981 um
tekjuskatt og eignarskatt með síðari
breytingum.“
Athugasemdir við
lagafrumvarpið
Í athugasemdum með lagafrum-
varpinu segir m.a. starfshópur sem
forsætisráðherra skipaði geri tillögu
að frumvarpinu. Starfshópurinn
leggi til að bætt verði inn í lög um al-
mannatryggingar sérreglu sem ætl-
að er að tryggja að öryrki hafi sjálf-
ur að minnsta kosti ákveðnar
lágmarkstekjur án tillits til tekna
maka. „Starfshópurinn taldi að sú
tekjutrygging gæti verið kr. 300.000
á ári, eða kr. 25.000 á mánuði og
myndi hún þá tryggja að öryrkinn
hafi að lágmarki kr. 43.424 á mánuði
að grunnlífeyri meðtöldum, í stað
18.424 kr. samkvæmt gildandi
reglum. Í tillögu starfshópsins var
lagt til að eigin tekjur örorkulífeyr-
isþega hefðu áhrif á sérregluna um
krónu fyrir krónu en jafnframt var
bent á að ákvörðun um hvernig eigin
tekjur hafi áhrif á sérregluna, væri
pólitísks eðlis. Í frumvarpinu er lagt
til að 2/3 hlutar tekna öryrkjans
skuli hafa áhrif á sérregluna. Þannig
nýtur giftur örorkulífeyrisþegi þess-
arar sérreglu þegar eigin tekjur
hans eru allt að 450.000 kr. á ári, en
þá eru heildartekjur hans, að ör-
orkulífeyri meðtöldum, að lágmarki
kr. 671.088 án tillits til tekna maka.
Með því er m.a. komið á móts við
þau meginsjónarmið sem uppi hafa
verið á undanförnum árum innan al-
mannatrygginganna, að hvetja ör-
yrkja til vinnu og sem virkastrar
þátttöku í samfélaginu,“ segir í at-
hugasemdum.
Frumvarp ríkisstjórnarinnar
vegna öryrkjamálsins
!
" !!!
#! !!!
#" !!!
$! !!!
$" !!!
%! !!!
%" !!!
&! !!!
&!! !!!
&!! !!!
&!! !!!
&!! !!!
&!! !!!
&!! !!!
&!! !!!
&!! !!!
&!! !!!
&!! !!!
&!" !!!
&#! !!!
&#" !!!
&$! !!!
&$" !!!
&%! !!!
&%" !!!
&&! !!!
!
!
!
!
!
!
!
$" !!!
$# ''(
#) %%%
#" !!!
## ''(
) %%%
" !!!
# ''(
!
$" !!!
$# ''(
#) %%%
#" !!!
## ''(
) %%%
" !!!
# ''(
!
!
" !!!
#! !!!
#" !!!
$! !!!
$" !!!
%! !!!
%" !!!
&! !!!
$"! !!!
$"! !!!
$"! !!!
$"! !!!
$"! !!!
$"! !!!
$"! !!!
$"! !!!
$"! !!!
$"! !!!
$"" !!!
$'! !!!
$'" !!!
$(! !!!
$(" !!!
$)! !!!
$)" !!!
$*! !!!
' "$*
" &!&
& $(*
% #"&
$ !$*
*!&
!
!
!
$" !!!
$# ''(
#) %%%
#" !!!
## ''(
) %%%
" !!!
# ''(
!
#) &(#
#' $'%
#& !"&
## )&'
* '%)
( &$*
" !!!
# ''(
!
!
" !!!
#! !!!
#" !!!
$! !!!
$" !!!
%! !!!
$!! !!!
$!! !!!
$!! !!!
$!! !!!
$!! !!!
$!! !!!
$!! !!!
$!! !!!
$!" !!!
$#! !!!
$#" !!!
$$! !!!
$$" !!!
$%! !!!
#( ((*
#' '"&
#" "$*
#& &!&
#% $(*
#$ #"&
## !$*
$" !!!
$# ''(
#) %%%
#" !!!
#% $(*
#$ #"&
## !$*
( $$#
" !#%
$ )!&
"*'
!
!
!
!
" !!!
#! !!!
#" !!!
$! !!!
$" !!!
%! !!!
#"! !!!
#"! !!!
#"! !!!
#"! !!!
#"! !!!
#"! !!!
#"! !!!
#"! !!!
#"" !!!
#'! !!!
#'" !!!
#(! !!!
#(" !!!
#)! !!!
$* !$*
$( *!&
$' ((*
$" '"&
$& "$*
$% &!&
$$ $(*
$* !$*
$( *!&
$' ((*
$" '"&
$& "$*
$% &!&
$$ $(*
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
#!! !!!
#"! !!!
$!! !!!
$"! !!!
&!! !!!
#!! !!!
#"! !!!
$!! !!!
$"! !!!
&!! !!!
%$ "''
$* !$*
#( ((*
' "$*
!
%$ "''
$* !$*
$" !!!
$" !!!
$" !!!
!
!
( $$#
#) &(#
$" !!!
!
"#