Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 49
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 49 HINAR ljúfu Taizé-stundir eru kl. 21:00 á fimmtudögum í Háteigs- kirkju. Þangað sækir maður frið og kyrrð, staldrar við í asa lífsins, tek- ur andartak frá til þess að eiga stund með Guði. Lifandi ljós og reykelsi bjóða mann velkominn. Tónlistin fallin til að leiða íhugun og bæn. Það eru allir velkomnir. Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14–17. Söngstund kl. 14–15. Kaffispjall. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili að stundinni lokinni. Háteigskirkja. Jesúbæn kl. 20. Taize-messa kl. 21. Fyrirbæn með handaryfirlagningu og smurning. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorgnar kl. 10–12. Kirkjan er opin til hljóðrar bænagjörðar í hádeginu. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12.00. Orgeltónar frá kl. 12–12.10. Að lokinni samveru er léttur málsverður í safnaðarheim- ili. Seltjarnarneskirkja. Starf fyrir 9– 10 ára börn kl. 17. Árbæjarkirkja. TTT-starf 10–12 ára í Ártúnsskóla kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Mömmumorg- unn föstudag kl. 10–12. Digraneskirkja. Leikfimi ÍAK kl. 11. Foreldramorgnar kl. 10–12. Helgistund kl. 11. Kvöldbænir kl. 18. Kynning á Alfa-námskeiði í safnaðarsal kl. 20. Þar verður fyr- irkomulag námskeiðsins kynnt. Allir velkomnir. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17–18. Grafarvogskirkja. Foreldra- morgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, heyrum guðs orð og syngjum með börnunum. Kaffisopi og spjall, allt- af brauð og djús fyrir börnin. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safn- aðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyr- irbænaefnum má koma til sóknar- prests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Fundir fyrir 9–12 ára stráka kl. 17 í umsjá KFUM. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyr- ir ung börn og foreldra þeirra kl. 10–12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í Von- arhöfn, Strandbergi, kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10–12 ára kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir 9– 12 ára krakka kl. 17–18.30. Vídalínskirkja. Æskulýðsfélag Garðakirkju heldur fundi kl. 19.30– 20.30. Unglingar hvattir til þátt- töku. Umræðu og leshópur, fræðslustarf fyrir alla í Bræðra- stofu kl. 21–22. Bæna- og kyrrð- arstund í kirkjunni kl. 22. Koma má bænarefnum til presta og starfs- fólks safnaðarins. Allir velkomnir. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 10 fyrsti foreldramorgunn árs- ins í safnaðarheimilinu. Kl. 17.30 TTT-starf, 10–12 ára krakkar. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum og sorgmæddum. Fíladelfía. Bænastund kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf Háteigskirkja í Reykjavík. Taizé-stund í Háteigs- kirkju UMRÆÐAN EFTIR dóm Hæsta- réttar fyrir jólin, – um réttmæti þess að leggja tekjur maka öryrkja að jöfnu við eigin tekjur hans við útreikning bóta, – var stjórnar- andstaðan spurð að því hvort dómurinn væri áfellisdómur fyrir rík- isstjórnina. Svarið var að sjálfsögðu játandi. Enginn rakti þó ná- kvæmlega hversu al- varleg mistök stjórn- málamanna voru. Hæstiréttur sagði að það hefði verið ætlun löggjafans að heimila þann útreikn- ing á bótum til giftra öryrkja sem notast var við heimildarlaust á ár- unum 1994 til 1998. Það hafi verið mistök að setja heimildina ekki í lög. Hvað kostuðu þessi mistök? Hæsti- réttur segir að frá stjórnarskrár- breytingu 1995 hafi verið ólöglegt að setja samasemmerki milli launa ör- yrkja og maka hans við útreikning bóta. Það er hins vegar misskilning- ur að Hæstiréttur hafi talið alla tengingu við tekjur maka ólöglega. Slík tenging verður að vera málefna- leg, þ.e. vera í einhverju samræmi við þá hagræðingu sem er af því að búa saman í stað þess að búa einn. Gerum ráð fyrir að málefnaleg rök heimili 20% af þeim frádrætti sem var miðað við. Þá nemur sá frádrátt- ur um 400 milljónum króna. Lög verða ekki gerð afturvirk og því er tækifæri til þess að setja slíka reglu farið. Því má segja að mistök þáver- andi stjórnar í þessu eina máli nemi um 400 milljónum ásamt dráttarvöxtum frá gjalddaga til greiðsludags. Erlendis hefði einhver verið lát- inn svara fyrir slík mis- tök vegna stöðuábyrð- ar jafnvel þó hann hefði ekki persónulega vald- ið þessu. Ég hef ekki heyrt neinn taka á sig slíka ábyrgð hvað þá heldur að nokkur hafi beðist afsökunar. Í stað afsökunar ráð- ast menn á Hæstarétt fyrir það eitt að hann hefur sinnt skyldu sinni. Árásir þessar eru órökstuddar fullyrðingar sem eru til þess líklegar að draga úr trausti og virðingu á réttinum. Virðingarleysi getur dreg- ið úr réttarörygginu og er því vegið að stjórnskipun landsins. Hæstarétt- arlögmaður hefur fullyrt án þess að færa að því gild lagarök að Hæsti- réttur hafi farið út fyrir valdsvið sitt. Lögmönnum ber að gæta orða sinna og ekki vera með órökstuddar dylgj- ur í garð dómstóla. Það verður fróð- legt að fylgjast með viðbrögðum lög- mannafélagsins í þessu máli. Þessi sami lögmaður Jón Steinar Gunnlaugsson er aðalráðgjafi ríkis- stjórnarinnar í málinu og er það ein- kennileg skipun miðað við þau orð sem hann hefur haft um dóminn. Önnur alvarleg mistök ríkistjórn- arinnar eru að greiða ekki út bætur fyrir tímabilið frá byrjun árs 1994 strax á árinu 1998 þegar ljóst var að öryrkjar ættu rétt á þeim bótum sem deilt var um. Skuld þessi hefur borið dráttarvexti í rúm tvö ár. Miðað við að skuldin sé á þriðja milljarð má reikna með að mismunur á þeim vöxtum sem ríkisstjórnin hefði getað fengið af lánum til að greiða þessar bætur og dráttarvöxtum fyrir sama tímabil nálgist 300 milljónir eða um 1000 kr. á hvern Íslending. Menn kunna að spyrja hvort rík- isstjórnin hefði mátt ætla að þessi hluti málsins færi á annan veg og því hafi verið rétt að bíða og sjá úrslitin. Slíkt á ekki við rök að styðjast. Meirihlut Heilbrigðis- og trygginga- nefndar segir í nefndaráliti 1998 að útreikningsreglan hafi verið ólögleg. Umboðsmaður Alþingis bendir á það. Eftir þetta hafa átta dómarar fjallað um málið og hafa allir verið sammála um niðurstöðuna. Enda er hún öllum lögfræðingum ljós. Í næstu grein fjalla ég um síðari hluta dómsins. 700 milljónir milli vina Jón Sigurgeirsson Höfundur er lögfræðingur. Dómur Í stað afsökunar ráðast menn á Hæstarétt, seg- ir Jón Sigurgeirsson, fyrir það eitt að hann hefur sinnt skyldu sinni. Ofn æmisprófað Úr ríki náttúrunn ar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.