Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólöf Karlsdóttirfæddist í Stykk- ishólmi 10. júlí 1935. Hún lést á Landspít- ala við Hringbraut 23. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Finnur Karl Jóns- son, f. 16.2. 1898, d. 29.1. 1979, sjómaður og verkamaður frá Purkey á Breiðafirði og Hólmfríður Ein- arsdóttir, f. 27.10. 1903, d. 1.1. 1992, húsmóðir frá Stykk- ishólmi. Þau áttu tvö börn, Ólöfu og Einar, en fyrir átti Finnur Karl soninn Jón Magnús, f. 30.8. 1927, hans kona er Sólveig Gutt- ormsdóttir, þau eru búsett í Borgarnesi, börn þeirra eru: Guttormur, f. 13.1. 1958, látinn, Kristín Finndís, f. 19.8. 1960; Jón Helgi, f. 6.11. 1961, og Gunnar Magnús, f. 15.9. 1967. Einar, f. 25.9. 1937, hans kona er Pálína Guðný Þorvarðardóttir, f. 8.12. 1938, þau eru búsett í Stykkis- hólmi, börn þeirra eru: Olga Sædís, f. 14.2. 1960, og Þorvarð- ur Karl, f. 11.4. 1966. Ólöf giftist 30.12. 1961 eftirlif- andi eiginmanni sínum Garðari A. Sveinssyni, f. 15.1. 1933, raf- virkja frá Vestmannaeyjum. For- eldrar hans voru Sveinn Sigur- hansson, f. 21.6. 1892, d. 6.12. 1963, og Sólrún Ingvars- dóttir, f. 9.10. 1891, d. 21.8. 1974. Ólöf ólst upp í foreldrahúsum í Stykkishólmi. Ólöf gekk í skóla þá sem voru í Stykkishólmi, barna- og unglinga- skóla. Eftir það tók vinnan við, það varð lífsstarf hennar að vera sífellt að þjóna, fyrst sem barn og unglingur að gæta barna fyrir vini og ættingja sum- arlangt og síðar er skóla lauk vann hún á hóteli staðarins. 17 ára fór Ólöf til starfa í veitinga- og gistihúsinu Fornahvammi í Norðurárdal, þangað fór hún í fótspor frænku sinnar úr Hólm- inum. Eftir dvöl þar eða 1954 lá leið hennar til Vestmannaeyja, þar kynntist hún verðandi manni sínum Garðari A. Sveinssyni. Ólöf vann við verslunastörf öll árin í Vestmannaeyjum. Árið 1973 fluttu þau til Reykjavíkur, eftir eldgosið í Heimaey, þar sem þau bjuggu síðan. Þar vann Ólöf einnig við verslunarstörf, lengst af hjá Steinari Waage í Topp- skónum. Útför Ólafar fór fram frá Laugarneskirkju 10. janúar. Elsku Ólöf mín. Mig langar að setja á blað nokkur orð til að kveðja þig en það er eins og hug- urinn vilji ekki meðtaka að þú sért búin að kveðja þetta líf. Þú sért hætt að hringja á laugardagskvöld- um og hlæja með bróður þínum. Þú áttir sérlega létt með hlátur, sem smitaði þá sem voru nálægt þér. Sérstaklega var þín saknað á gamlárskvöld, en á því kvöldi var venja að hringja sig saman og tala við alla viðstadda og ekki síst með- an foreldrar þínir voru á lífi. Mikil var alltaf tilhlökkunin þeg- ar þið Garðar voruð væntanleg í heimsókn á sumrin. Svo þegar þið komuð var kátt á Hafnagötu 11, í húsi foreldra þinna, eins á jóla- kvöldið þegar gjafirnar frá ykkur voru opnaðar en það voru lög hjá tengdaföður mínum að þeir pakkar skyldu vera opnaðir fyrst. Á þessum árum þótti ansi langt til Vestmannaeyja og fólk ekki mikið að ferðast. Eftir að þið flutt- uð til Reykjavíkur var styttra á milli okkar. Það var gaman að koma á ykkar fallega heimili þar sem hver hlutur var á sínum stað og þú alltaf svo fín og glöð. Ég sá þig fyrst þegar ég kom með Einari bróður þínum í heim- sókn til Vestmannaeyja á þjóðhátíð 1958, þá nýtrúlofuð. Við urðum strax góðar vinkonur. Svo þegar börnin mín, Olga og Kalli, komu til sögunnar, fengu þau mikla ástúð og væntumþykju frá þér og Garðari þínum, þú varst Lóa frænka þeirra, eins barnabörnin Selma Rut og Máni, þau nutu at- hygli og elsku þinnar. Nú á haustdögum kom í heiminn lítill frændi, en sökum veikinda þinna var þér umhugað um að ekki væri komið með hann til þín, hans vegna, þú fékkst að sjá myndir af honum og samgladdist fjölskyld- unni. Elsku Ólöf mín, þú sofnaðir frá þessu lífi aðfaranótt Þorláks- messu inn í hátíð ljósanna. Megi góður Guð blessa eigin- mann þinn, sem staðið hefur eins og hetja með þér í veikindum þar til yfir lauk. Guð veri með öllum ástvinum þínum. Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gjörvallt er runnið á eilífðar braut, en minning þess víst skal þó vaka. (V. Briem.) Hjartans þökk fyrir allt að eilífu. Þín mágkona Pálína Guðný. ÓLÖF KARLSDÓTTIR Í dag er afi minn Sigursteinn Krist- jánsson borinn til hinstu hvílu eftir langa og stranga baráttu við veikindi og ég veit að hann hefur orðið hvíld- inni feginn. Þegar ég hugsa til baka um samskipti okkar afa streyma fram margar minningar. Í öllum þessum minningum man ég aldrei eftir afa öðruvísi en sallarólegum og þolinmóð- um hvað sem á gekk og hvað sem mér datt í hug að gera. Afi og amma bjuggu lengi á Flúðum, fyrir ofan Ak- SIGURSTEINN KRISTJÁNSSON ✝ SigursteinnKristjánsson fæddist á Framlandi í Hörgárdal 28. apr- íl 1917. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 3. janúar síðastliðinn. Maki Elín Frið- riksdóttir, fædd á Möðruvöllum í Hörgárdal 26.10. 1931. Saman eign- uðust þau þrjá syni, elstur er Reynir bú- settur í Hornafirði, Gunnar búsettur á Dalvík og Steindór búsettur í Eyjafjarðarsveit. Einnig átti Sigursteinn synina Svavar, bú- settur á Akureyri. og er Konráð, búsettur í Reykjavík. Sigursteinn verður jarðsung- inn frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ureyri, en fluttu svo í Hjallalundinn. Þær voru margar helgarnar sem ég dvaldi hjá þeim og hafði alltaf gaman af. Við afi stríddum hvor öðrum heilmikið og saman stríddum við ömmu. Afi hafði mjög gaman af því að spila, og við spiluðum oft tímun- um saman, og svindluð- um báðir. Ég svindlaði til að reyna að vinna afa og hann svindlaði til að reyna að láta mig vinna. Eina skiptið sem ég veit að afi hefur komist næst því að missa þolinmæðina við mig, var þegar ég keypti mér mótorhjól 15 ára gamall. Hann var sjálfur búinn að eiga slíkt hjól og þeysast á því um allar jarðir, en hjólið var orðið stórhættulegt þeg- ar ég eignaðist það, eða það fannst afa. Afi hafði mjög gaman af skepnum og var í nokkur ár með kindur eftir að þau amma fluttu frá Flúðum. Síðast voru afi og Nelli nágranni hans, sam- an með fjárhúsin og þar var nú oft glatt á hjalla. Þessi kindabúskapur gaf lífinu gildi fyrir afa og mér fannst slokkna á allri lífsgleði og ellin ná tök- um eftir að hann varð að hætta með kindurnar. Elsku amma Ella, ég vildi bara að ég gæti verið hjá ykkur í dag og fylgt honum afa síðasta spölinn. En það er ekki hægt svo ég sendi afa þessa kveðju: Hlýr og góður var hugur þinn, fagnandi og huggandi faðmur þinn. Mildur og leiðandi lófinn þinn, mér þótti vænt um þig, afi minn. Mínar bestu kveðjur til ykkar allra heima. Guð veri með ykkur. Kristján Gísli Gunnarsson. Elsku afi Steini er dáinn, mig lang- ar í fáum orðum að minnast hans. Eft- ir langvarandi veikindi fékk hann loksins hvíld og nú bið ég góðan Guð að annast hann og einnig ömmu og okkur hin sem eftir sitjum og syrgj- um hann. Það fyrsta sem kemur upp í huga minn þegar ég minnist afa er þegar hann bjó hjá okkur á Dalvík um tíma. Þá gat hann setið tímunum sam- an með mér og bróður mínum og spil- að við okkur. Og það voru ófá spilin sem hann kenndi okkur. Einnig minn- ist ég þess þegar hann var leigubíl- stjóri og leyfði okkur að sitja frammí í stóra framsætinu. Það fannst okkur ekki leiðinlegt. Já, ég gæti setið lengi og skrifað minningar um afa sem var öllum svo góður og ljúfur. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dauðans dimma nótt. Fyrst sigur sá er fenginn fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgis ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem.) Ég vil biðja góðan Guð um að styrkja ömmu mína á þessum erfiða tíma. Hvíl í friði, elsku afi. Þín sonardóttir, Jóna Ragúels Gunnarsdóttir. ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minningargreina               !  "# $% & '()                   "*+ *,-*+  +.           " / 0 10  2  )#)  )* !"#          $ ""   %"           ,*+**+'&+ . &"        "       3 $24-  !"    '   %" (     )        +   , - #   ( " ++  + 4 **++. ( + 4  (+ . *55  3 * +  (56*   (4 **+56*  " *) +, (56*  " ++  6  (56* .     "    " - "-7  2 !"#          # + + 5 # +  + # +. .(      #/#  " " ( - - -8 9 2   & ) *:  ++ ! 3' ; *<. 01 #(  "    " '   . &" ""    1"  1  1 /  !"2 3"   4  "5-  %" (    /"       '( + 3 + 56*  1 ++ ! '5 +    ,*+**++ '&+. 0(  1"   7 "-70"-    &   '*   !"                 "(  61                   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.