Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Femínismi við aldamót
Úreltur boðskap-
ur eða brýn sam-
félagsgagnrýni
ÍHÁDEGINU í dagverða á vegum Rann-sóknastofu í kvenna-
fræðum flutt tvö erindi í
stofu 101 í Odda. Erindin
flytja Kristbjörg Kristjáns-
dóttir og Hugrún R.
Hjaltadóttir. Hugrún var
spurð að því hvað fjalla ætti
um í erindum þeirra.„Okk-
ur langar til að brydda upp
á umræðum um hvað við
eigum sameiginlegt, við
sem þýddum sænsku bók-
ina Píkutorfuna og Þor-
gerður Einarsdóttir sem
gaf út bókina Bryddingar.“
– Um hvað fjalla þessar
bækur?
„Þær eru báðar greina-
söfn. Bryddingar eru grein-
ar eftir Þorgerði og fyrir-
lestrar sem ekki hafa birst
á prenti áður en Píkutorfan er
samansafn af greinum eftir ungar
konur í Svíþjóð og á Íslandi.“
– Hvaða efni er verið að taka
fyrir í þessum greinum?
„Greinarnar í Píkutorfunni eru
mjög ólíkar en eiga þó það sameig-
inlegt að fjalla allar um þá reynslu
að vera unglingsstúlka sem þrosk-
ast í nútímasamfélagi og verður að
konu. Þetta er mikil sjálfs- og sam-
félagsgagnrýni. Það sem gerir
þessar greinar merkilegar er m.a.
hvað þær eru persónulegar. Í
Bryddingum Þorgerðar er meira
fræðilegt efni. Þar má nefna um-
fjöllun um doktorsritgerð hennar
og fleira í þeim dúr. Þó er þessi
umfjöllun ekki á neinni fræði-
tungu, heldur mjög aðgengileg
hinum almenna lesanda. Það sem
þessar bækur eiga sameiginlegt er
samfélagsgagnrýni sem er stór
hluti af femínisma nútímans.“
– Hefur femínismi nútímans
tekið miklum breytingum frá t.d.
kvennabaráttu ’68 kynslóðarinnar?
„Auðvitað þróast samfélagið og
breytist og með því breytast öll
samfélagsgagnrýni. Þótt ýmislegt
breytist til batnaðar gerist jafn-
framt eitt og annað sem við ungar
konur erum ekki sáttar við og vilj-
um fá til gagnrýninnar umfjöllun-
ar.“
– Svo sem hvað?
„Kynslóðirnar á undan okkar
þurftu að berjast fyrir lagalegum
réttindum til jafnrar menntunar
kvenna og karla svo eitthvað sé
nefnt. En við viljum meina að lögin
í dag séu í anda jafnréttis en séu
hins vegar ekki notuð sem skyldi.
Þar má nefna launamun kynjanna
sem enn er mjög áberandi þótt
hann sé ólöglegur. Við viljum færa
umræðuna meira út í samfélagið
og að fólk sé sér meðvitandi um
stöðu sína, bæði konur og karlar.
Það er ein ástæðan til þess að við
Kristbjörg fórum að þýða greina-
safnið Píkutorfuna.“
– Er svipað ástand í Svíþjóð í
þessum málum og hér á landi?
„Ég vil meina að það sé svipað
en auðvitað ekki eins.
Það sem segir mér að
þetta sé svipað eru við-
brögðin sem ég sjálf
sýndi þegar ég las bók-
ina. Þessi viðbrögð eru
„alveg rétt“-tilfinning –
svona var þetta. Ég var
hissa og loks mjög reið. Það er
kannski hættulegt að segja að ég
hafi orðið reið af því að femínistar
eru alltaf mjög reiðir en ég ákvað
að beina reiðinni í jákvæðan farveg
og þýða bókina svo að fleiri stelpur
fengju að upplifa þær tilfinningar
sem hún hafði vakið með mér.“
– Hvað gerði þig svona reiða?
„Ein grein fjallar um „druslu-
stimpilinn“ sem stelpur fá margar
á sig. Það var léttir að uppgötva að
þessi stimpill voru viðbrögð sam-
félagsins við því sem þær gerðu og
leið til að halda þeim í skefjum en
ekki það að þær væru í rauninni
„druslur“. Þessi grein er að mínu
mati einn stærsti boðskapurinn. Þá
er í bókinni gert mikið af því að
taka persónulega reynslu sem
mjög erfitt er að segja frá og op-
inbera hana. Til dæmis er fjallað
um hvernig stúlku líður sem upp-
götvar að hún er lesbísk en veit
ekki einu sinni að til sé orð sem lýs-
ir þeirri staðreynd. Bókin er ekki
bara alvarleg umfjöllun heldur er
hún líka bæði fyndin og kaldhæð-
in.“
– Er femínisminn vaxandi hreyf-
ing núna?
„Við fáum mjög jákvæð við-
brögð við þessari bók, bæði frá
stelpum og strákum á öllum aldri.
Við höfum fengið persónulegar
tölvupóstsendingar þar sem okkur
er þakkað fyrir að hafa komið fram
með þetta efni. Þetta blæs lífi í
femínismann. Ég er með leg í
Bríeti, starfa með þeim og einnig
Kristbjörg.“
– Hvað þýðir það að hafa leg í
Bríeti?
„Okkur finnst orðið meðlimur
ekki skemmtilegt orð og þar sem
við erum stelpur og erum með leg
fannst okkur þetta tilvalinn útúr-
snúningur.“
– Hvað eruð þið hjá
Bríeti annars að gera
núna?
„Við getum orðið allt
að tuttugu og fimm tals-
ins en erum mismargar
eftir því hvað við erum
að gera. Flestar okkar
eru enn í námi. Bókin Píkutorfan
er helsta viðfangsefnið núna en
félagar í Bríeti eru að vinna að
ýmsum öðrum verkefnum, svo sem
að safna efni í heimildarmynd og
skrifa greinar í Spegilinn á Vísir.is.
Einnig er stutt síðan við opnuðum
heimasíðuna okkar sem er Briet.-
is.“
Hugrún R. Hjaltadóttir
Hugrún R. Hjaltadóttir fædd-
ist í Reykjavík 7. nóvember 1976.
Hún lauk stúdentsprófi frá Fjöl-
brautaskólanum við Ármúla
1997 og stundar nú nám við Há-
skóla Íslands í mannfræði og
kynjafræði. Hún hefur starfað
sem þýðandi, m.a. þýddi hún
sænsku bókina Píkutorfuna sem
kom út nú fyrir jól. Einnig hefur
Hugrún unnið á kaffihúsinu
Mokka. Kærasti Hugrúnar er
Guðjón Hauksson félags-
fræðinemi.
Samfélags-
gagnrýni er
stór hluti af
femínisma
nútímans
Kom, sá og þraukaði.
NÚ ÞEGAR rúmar tvær vikur eru
liðnar frá því að daginn tók aftur að
lengja mun skuggi ljósmyndarans
styttast og Helgafell mun ekki
skyggja á Heimaklett, helsta stolt
Vestmannaaeyinga, þar sem hann
stendur norðan við bæinn, 283
metrar á hæð og skýlir bænum og
innsiglingunni fyrir napri norðan-
áttinni.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Helgafell
skyggir á
Heimaklett
LÖGREGLUMENN í Reykjavík
urðu varir við ökumann sem ók núm-
erslausu bifhjóli um malargryfjur í
Elliðaárdal síðdegis á þriðjudag.
Þegar lögreglumennirnir hugðust
ná tali af manninum reyndi hann að
komast undan á hjólinu. Lögreglu-
mennirnir gerðu sér þá lítið fyrir og
hlupu bifhjólið uppi og stöðvuðu öku-
manninn. Þá kom í ljós að ökumað-
urinn var 15 ára og ekki með öku-
réttindi á svo stórt bifhjól.
Hlupu uppi
bifhjól
♦ ♦ ♦