Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 26
NEYTENDUR 26 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Laugavegi 80, sími 561 1330 sími 568 5170 Kringlunni, sími 533 4533 Við óskum landsmönnum gleðilegs árs og bjóðum alla velkomna til að njóta góðrar og sérhæfðrar þjónustu starfsfólks okkar. Sérfræðingar frá LANCÔME verða í verslununum fimmtudag, föstudag og laugardag. HYDRA ZEN Rakanærð, afslöppuð húð. FYRSTA RAKAKREMIÐ SEM VINNUR GEGN STREITUEINKENNUM. Acticalm vinnur gegn streitu og virk rakagefandi efni næra húðina. ÁRANGUR: Þreytueinkenni hverfa. Húðin endurheimtir mýkt og raka, æska hennar er varðveitt. NÝJUNG: Nú einnig fáanlegt HYDRA ZEN fyrir augnsvæðið. Létt, hlaupkennt augnkrem sem dregur úr þrota og þreytumerkjum. w w w .la nc om e. co m LIÐ-A-MÓT FRÁ Tvöfalt sterkara Miklu ódýrara APÓTEKIN Ö fl u g t ví ta m ín – D re if in g J H V ÝMIS heildsölu- og framleiðslufyrir- tæki eru um þessar mundir að hækka verð á vörum sínum. Mjólkurverð hækkar um 4–5% Mjólkursamsalan hækkaði verð á framleiðsluvörum sínum um áramót. Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, segir að verð- hækkanirnar séu í samræmi við verð- lagsgrundvöll verðlagsnefndar bú- vara. Hann telur ekki ólíklegt að þetta sé í síðasta skipti sem mjólk- urvörur eru verðlagðar af opinberri verðlagsnefnd. Ákveðið var í búvöru- samningi að í síðasta lagi fyrir mitt ár 2001 myndi opinber verðlagning leggjast af hvað heildsöluverð mjólk- ur varðar. Guðlaugur nefnir sem dæmi að rjómi hafi um áramótin hækkað um 4,85%, undanrennuverð hafi hækkað um 4% og nýmjólkurlítri um 2,6%. Lang algengastu hækkan- irnar segir hann að nemi 4–5% en Mjólkursamsölunni ber nú að greiða bændum 5% hærra verð en áður. Verð á ostum hækkaði um 4,8–6% Hjá Osta- og smjörsölunni hækka allar framleiðsluvörur um 4,8–5%. Að sögn Ólafs E. Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra markaðs- og sölusviðs Osta- og smjörsölunnar, hækkaði verð á ostum um 4,85% en viðbitið um 4,92% Ólafur bendir á að verð- lagsnefnd búvara hafi nýlokið við að gera nýjan verðlagsgrundvöll sem er 4,83% hækkun á línuna í þessum vörum. 5–7% hækkun hjá Pottagöldrum Fyrirtækið Pottagaldar hefur hækkað verð á framleiðsluvörum sín- um um 5–7%. Að sögn Sigfríðar Þór- isdóttur hjá Pottagöldrum þurfti fyr- irtækið á síðasta ári að taka á sig miklar hækkanir á flutningsgjöldum, gengismun, launa-, bensín, hráefnis-, og húsaleiguhækkanir svo dæmi séu tekin. Sigfríð segir að á heildina hafi verð á framleiðsluvörum Pottagaldra ekki verið hækkað í tæp tvö ár. Plastprent hækkar framleiðsluvörur um 7% Allar almennar plastvörur hjá Plastprenti hækka nú um 7%. Að sögn Þórðar Bachmann, sölustjóra hjá Plastprenti, er ástæða verðhækk- unarinnar mikil hækkun á hráefnis- verði á heimsmarkaði eða sem nemur rúmlega 80% á rúmu ári. Hann segir að fyrirtækið hafi tekið verulegan hluta hækkana á sig en segir að það hafi ennfremur þurft að hækka vörur til viðskiptavina um sem nemur 7%. Sykurverð hækkar um 5–7% Verð á sykri hækkar í vikunni um 5–7%. hjá Nathan og Olsen Að sögn Þorsteins Gunnarssonar, markaðsstjóra hjá Nathan og Olsen, er þessi verðhækkun komin til vegna hækkandi verðs á sykri á síðasta ári og vegna hækkunar á gengi dönsku krónunnar. Þorsteinn segir að ákveð- ið hafi verið að bíða með verðhækkun á sykri fram yfir áramót þrátt fyrir að full ástæða hefði verið til að hækka verð á sykri á sl. ári. Í lok nóvember hækkaði verð á bandarísku morgunkorni hjá Nathan og Olsen um 4,5%. Á næstunni hækk- ar verð á nokkrum sælgætistegund- um og pappírsvörum frá Nathan og Olsen um 7–10%. Verðhækkanirnar eru vegna gengishækkana og skýr- inguna er einnig að finna í verðhækk- unum hjá birgjum erlendis Vörur til mexíkóskrar mat- argerðar hækka um 7–8% Fyrirtækið Xco ehf. flytur m.a. inn vörur fyrir mexíkóska matargerð. Sigtryggur Rósmar Eyþórsson, framkvæmdastjóri hjá XCO, segir að fyrirtækið hafi ekki hækkað vöru- verð í 26 mánuði en nýverið þurft að hækka verð á vörum frá Bandaríkj- unum um sem nemur að meðaltali um 7–8% vegna hækkunar dollars- ins. Um er að ræða hluta af vörum frá vörumerkinu Casa Fiesta. Vörur frá Blue Dragon eru einnig að hækka í verði um að meðaltali 5–6%, einnig vegna hækkunar dollars. Ýmis fyrirtæki eru að hækka verð á matvörum Algengt að verð hækki um 4–7% GUÐMUNDUR Lúðvíksson, mat- reiðslu- og myndlistarmaður, hefur tekið við Kjötlist sem er í húsnæði Jóa Fel við Holtaveg. Kjötlist sem er að sögn Guð- mundar sérverslun sælkera, miðar að því að vera með sér- valið og sérverkað kjöt og fyll- ingar og einnig verður boðið upp á veisluþjónustu. Guðmundur mun starfa einn í fyrirtækinu og er að eigin sögn kaupmaðurinn í horninu vegna staðsetningar sinnar í verslun Jóa Fel. „Svo geta sérvitringarnir leit- að til mín ef þá vantar snjótitt- linga, lóur eða refakjöt og ég get þá útvegað það,“ sagði Guð- mundur að lokum. Morgunblaðið/Kristinn Guðmundur Lúðvíksson hefur tekið að sér að sjá um kjötborðið í verslun Jóa Fel. Kaupmaðurinn í horninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.