Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 38
LISTIR 38 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÚSSNESKI píanóleikarinn Denis Matsoujev kemur fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Há- skólabíói í kvöld kl. 19:30. Þetta eru fyrstu áskriftartónleikar á nýju ári og í gulri röð. Aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníunnar, Rico Saccani, mun leiða hljómsveitina. Ekki veitir víst af tilburðum fim- leikamannsins til að kljást við hinn margflókna 3. píanókonsert Sergejs Rakhmanínovs en af þeim mun hinn 24 ára Denis Matsoujev vera ríku- lega búinn auk hæfileika við slag- hörpuna. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Matsoujev þegar ferðast víða um heim og leikið með stórum og þekkt- um hljómsveitum á borð við Rúm- ensku sinfóníuhljómsveitina, Sinfón- íuhljómsveit Tókýóborgar og Fíl- harmóníusveit Moskvu. Nú, 20 árum eftir að hann settist fyrst við píanóið fá tónleikagestir Sinfóníuhljómsveitar Íslands að heyra meðhöndlun hans á meistara- verki Rakhmanínovs, píanókonsert nr. 3, sem lengi þótti standa í skugga 2. píanókonserts hans. Heimsathygli bíómyndarinnar Shine breytti því. Þar er fjallað um brösótta ævi Ástr- alans Davids Helfgotts og m.a. dramatíska baráttu hans við Rach 3, eins og konsertinn er nefndur í myndinni. Þriðja píanókonsertinn samdi Rakhmanínov þegar frægðarsól hans skein sem skærast á fyrsta tug síðustu aldar. Hann var um þær mundir á leið til fundar við frægðina í Ameríku og mun ekki hafa treyst snúnum einleikshluta konsertsins meira en svo að hann hafði meðferðis strengjalaust hljómborð í sigling- unni vestur um haf til að æfa sig. En Rakhmanínov gerði stormandi lukku í Bandaríkjunum, enda sagði hann alltaf sjálfur að konsertinn hafi verið saminn fyrir Ameríku. Verkið ber merki hinnar róman- tísku rússnesku hefðar. Það er stórt í sniðum og breidd hljómsveitarinnar nýtt til hins ýtrasta þrátt fyrir að frægðarljómi þess stafi af einleiks- hlutanum. 1. sinfónía Tsjajkovskíjs Finna má áhrif Tsjajkovskíjs í verki Rakhmanínovs enda fór sá síð- arnefndi ekki dult með aðdáunina á landa sínum en 1. sinfónía Tsjajkovskíjs er síðara verkið á tón- leikunum í kvöld. 1866 flutti Tsjajkovskíj til Moskvu til að taka við prófessorsstöðu við ný- stofnaðan tónlistarháskóla borgar- innar. Var það fyrir áeggjan rektors- ins, Nikolai Rubinstein, sem hann þáði stöðuna en sami maður hvatti hann einnig til að semja viðamikið verk eftir að hafa stjórnað flutningi á hljómsveitarforleik frá námsárum Tsjajkovskíjs sem góður rómur var gerður að. Samsetning þess verks, 1. sinfóníunnar, reyndist Tsjajkovskíj hin mesta pína og kvöl. Ástæðan var álagið sem fylgdi næturvinnunni og ekki bætti úr skák hraksmánarlegir dómar sem flutningur á útskriftar- verki hans, Kantötu við Óðinn til gleðinnar eftir Schiller, fékk um þær mundir. Örmagna á geði og líkama tókst tónskáldinu samt sem áður að ljúka við verkið og þrátt fyrir góða dóma strax við fyrsta flutning á tveimur þáttum úr sinfóníunni var Tsjajkovskíj aldrei fyllilega sáttur við verkið en afsakaði það sem eina af syndum sinnar ljúfu æsku. Ber merki hinnar róman- tísku rússnesku hefðar Morgunblaðið/ÁsdísDenis Matsoujev píanóleikari frá Rússlandi. Þriðji píanókonsert Rakhmanínovs á Sinfóníutónleikum KJARTANI Ragnars- syni leikstjóra og leik- skáldi hefur verið boð- in staða leikhússtjóra við borgarleikhúsið í Borås í Svíþjóð. Kjart- an sagði í samtali við Morgunblaðið að samn- ingar um ráðningar- kjör stæðu yfir en kvaðst búast við að nið- urstaða lægi fyrir fljót- lega. Ráðningin er til fjög- urra ára og tekur Kjartan formlega við starfinu 1. júlí næst- komandi ef af verður. Fráfarandi leikhús- stjóri er Jarl Lindahl. Borgarleikhúsið í Borås er að sögn Kjartans svipað að stærð og umfangi og Borgarleikhúsið í Reykjavík. „Þarna eru þrjú leik- svið, hið stærsta með 550 manna sal og minni salur með innan við 200 sæti og síðan er leikið í gömlu kvikmyndahúsi annars staðar í bænum. Fastráðnir leikarar eru 14 en alls eru á launaskrá leikhússins um 100 starfsmenn og leikarahóp- urinn á hverju starfsári er í kring- um 40,“ segir Kjartan. Fjárveiting til leikhússins er svipuð og til Þjóð- leikhússins íslenska eða um 360 milljónir íslenskra króna. Borås er um 150 þúsund manna borg í Vestur-Svíþjóð og tilheyrir sama þétt- býlissvæði og Gauta- borg en á því svæði búa um 1,5 milljónir manna. Leikhúslíf í Gautaborg og Borås er í miklum blóma enda er þetta annar stærsti þéttbýlis- kjarni Svíþjóðar. Kjartan er vel kunnugur sænsku leikhúslífi en hann hefur starfað talsvert í Svíþjóð á undanförnum árum og leikstýrt sýningum við m.a. borgarleikhúsin í Gautaborg og Málmey. Kjartan leikstýrði Antígónu, jólasýningu Þjóðleikhússins sem frumsýnd var á annan jóladag en hann hefur samið um að leikstýra tveimur sýningum við íslensk leik- hús síðar í vetur. „Þegar ég hef lokið þeim verkefnum er mér ekk- ert að vanbúnaði að hefja störf í Borås ef um semst við stjórn leik- hússins.“ Boðið starf leik- hússtjóra í Borås Kjartan Ragnarsson. TRÚIN flytur fjöll, segir máltækið, en það á líka við um listamanninn Pál Guðmundsson frá Húsafelli sem hefur flutt með sér hluta úr bæjargilinu við Húsafell vegna sýningar sem verið er að setja upp í Listasafni Reykja- víkur – Ásmundarsafni. Sýningin, sem verður opnuð laugardaginn 20. janúar, ber yfirskriftina „Fjöll rímar við tröll“ þar sem verkum Páls mun verða stillt upp með verkum Ásmundar Sveins- sonar, en báðir hafa þeir sótt efnivið og hugmyndir sínar í hina hrikalegu fegurð sem fjöllin ein búa yfir. Páll er löngu orðinn þjóðkunnur fyrir höggmyndirnar sem hann hefur unnið beint í náttúruna í sínu næsta ná- grenni, þangað sem hann sækir efni sitt, íslenskt grjót í öllum regnbogans litum. Hér sést hvar verið er að flytja höggmynd Páls „Sörli er heygður Húsafells í túni“, inn í Ásmundarsafn en verkið vegur hátt á sjöunda tonn. Í bergið hefur Páll hoggið mannsandlit og hesthaus. Morgunblaðið/Árni Sæberg Að flytja fjöll ÍSLENSKA kvik- myndin Ikingút eftir Gísla Snæ Erlingsson hefur verið valin til þátttöku á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín 7.–18. febrúar næstkomandi. Ikingút var valin úr hópi yfir 200 kvik- mynda hvaðanæva úr heiminum. Kvikmyndahátíðin í Berlín er í flokki virt- ustu „A“-hátíða ársins og skipar sér í flokk með kvikmyndahátíð- unum í Cannes og Fen- eyjum. Myndin keppir í flokki barna- mynda, Kinderfilmfest, og er það eina keppnin á því sviði sem er hluti af „A“-hátíð. Tvær dómnefndir starfa á hátíðinni; barnadómnefnd, skip- uð ellefu stúlkum og drengjum á aldrinum ellefu til fjórtán ára, veitir uppáhaldsmynd- inni sinni „Kristal- björninn“ og alþjóðleg dómnefnd fagfólks veitir verðlaun fyrir bestu kvikmynd og bestu stuttmynd. Dagskráin kynnt í lok mánaðarins Almennar upplýs- ingar um Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín er að finna á vefsíðu hennar: berlinale.de, en endanleg dagskrá hátíðarinnar 2001 verður gerð opin- ber 30. janúar næstkomandi. Ikingút til Berlínar Gísli Snær Erlingsson HAFNAR eru æfingar á leikritinu Sniglaveislan eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og verður leikritið frum- sýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri í febrúarmánuði. Í mars færist sýn- ingin til Reykjavíkur og verður sýnd í Iðnó fram eftir vori. Aðalhlutverk leikur Gunnar Eyj- ólfsson en Sigurður Sigurjónsson leikstýrir. Leikgerðin er unnin af Ólafi Jóhanni, höfundi samnefndrar bókar, ásamt Sigurði Hróarssyni. Leikmynd og búninga hannaði Elín Edda Árnadóttir. Tónlistarhöfundur er Hilmar Örn Hilmarsson og lýs- ingu hannar Halldór Örn Óskarsson. Aðrir leikarar eru Sigurþór Albert Heimisson, Sunna Borg og Hrefna Hallgrímsdóttir. Í leikritinu segir af Gils Thordar- sen stórkaupmanni sem hefur þann árlega sið að halda stórveislu fyrir sjálfan sig og sparar hvergi veislu- föng. Að þessu sinni ber óvæntan gest að garði, Gils býður honum að þátttöku, grunlaus um erindið. Þegar líður á kvöldið magnast spennan. Sniglaveislan er samstarfs- verkefni Leikfélags Akureyrar og Leikfélags Íslands. Æfingar hafnar á Sniglaveislunni Morgunblaðið/Kristinn Frá fyrsta samlestri í Iðnó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.