Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 35
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 35
ÚTSALAN ER HAFIN
NÆRFÖT NÆRFÖT NÆRFÖT
Laugavegi 24, sími 562 4235
● JOHN Speight: Þrjú hljómsveit-
arverk er í flutningi Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands. Verkin eru
Konsert fyrir klarínettu og hljóm-
sveit, Sinfónía nr. 1 og Sinfónía nr. 2.
Í klarínettukons-
ertinum leikur
Einar Jóhann-
esson einleik en
breska sópr-
ansöngkonan Ju-
lie Kennard syng-
ur einsöng í
Sinfóníu nr. 2.
Hljómsveit-
arstjórar í verk-
unum þremur eru
Jean-Pierre Jacquillat, Páll P. Páls-
son og Anne Manson. Hvorug sin-
fóníanna hefur verið gefin út áður.
Verkin spanna ellefu ára tímabil.
Elstur er Konsert fyrir klarínettu og
hljómsveit, frá árinu 1980, yngst er
Sinfónía nr. 2, samin í kjölfar innrás-
arinnar í Kúveit árið 1991. Verkið
var frumflutt árið 1992 af Sinfón-
íuhljómsveit Íslands. Það var flutt
síðar sama ár á opnunartónleikum
alþjóða tónlistarhátíðarinnar ISCM
– International Society for Contem-
porary Music – sem þá var haldin í
Varsjá í Póllandi en sinfónía Johns er
eina íslenska hljómsveitarverkið sem
hingað til hefur verið flutt á þeirri
hátíð.
John Speight er fæddur í Bret-
landi árið 1945. Hann nam söng- og
tónsmíðar við Guildhall School of
Music í Lundúnum en settist að á Ís-
landi árið 1972 ásamt eiginkonu sinni
Sveinbjörgu Vilhjálmsdóttur og hef-
ur sinnt margvíslegum tónlist-
arstörfum hérlendis. Hann hefur
kennt söng og tónfræði, komið marg-
oft fram opinberlega sem söngvari,
stýrt kórum og sinnt tónsmíðum.
Verkaskrá hans spannar um eitt
hundrað verk: þrjár sinfóníur, þrjá
einleikskonserta, í kringum tuttugu
kammerverk, tuttugu kórverk og
nokkra tugi tónsmíða fyrir einleikara
og einsöngvara. Sinfóníuhljómsveit
Íslands mun frumflytja þriðju sin-
fóníu hans í febrúar næstkomandi.
Útgefandi er Íslensk tónverkamið-
stöð. Hljóðritanir voru gerðar af
tæknirekstrardeild Ríkisútvarpsins
en tónmeistari var Bjarni Rúnar
Bjarnason. Verð: 1.950 kr.
Nýjar plötur
John Speight
þ