Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.01.2001, Blaðsíða 12
ÖRYRKJADEILAN 12 FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Klapparstíg 27 - sími 552 2522. Tilboðsdagar á kerruvögnum stórum kerrum nettum kerrum rúmum baðborðum og ýmsu öðru FORSVARSMENN Öryrkjabanda- lags Íslands gagnrýna harðlega við- brögð ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar sem birtast í lagafrum- varpi sem ríkisstjórnin hefur sam- þykkt og byggist á skýrslu starfs- hóps sem fjallaði um dóm Hæstaréttar í máli Öryrkjabanda- lagsins. Þá hafa þingmenn stjórn- arandstöðunnar einnig lýst yfir furðu sinni á frumvarpinu og telja greinilegt að ríkisstjórnin ætli sér að virða að vettugi dóm Hæstarétt- ar. Stjórnarandstaðan fundaði í gær með forsvarsmönnum Öryrkja- bandalagsins í húsakynnum ÖBÍ, þar sem farið var yfir viðbrögð rík- isstjórnarinnar og er ljóst eftir þann fund að frumvarpið mun mæta harðri andstöðu þingmanna stjórn- arandstöðunnar á komandi þingi. Miðstjórn ASÍ samþykkti á fundi sínum í gær að skora á ríkisstjórn- ina „að virða undanbragðalaust nið- urstöðu æðsta dómstóls landsins í máli Öryrkjabandalagsins gegn Tryggingastofnun ríkisins.“ Telur miðstjórn ASÍ óumflýjanlegt að ráð- ist verði í endurskoðun tekjuskatts- og bótakerfisins og að í þeirri vinnu verði ma. tekið mið af efnisatriðum í dómi Hæstaréttar. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Öryrkjabandalagsins, sagði að í upp- siglingu væri nýtt stjórnarskrárbrot og að augljóslega væri það ekki ætl- un ríkisstjórnarinnar að fara eftir dómi Hæstaréttar. „Í fyrsta lagi er það ekki mein- ingin að fara eftir dómnum varðandi uppgjör frá því að mannréttinda- brotin hófust 1. janúar 1994, heldur á að skera þrjú ár framan af. Í öðru lagi er meiningin að lækka tekju- tryggingu öryrkja aftur á bak, þ.e.a.s. afturvirk lög. Fyrir utan að það er andstætt dómnum, þá er það líka brot á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, þannig að það er nýtt stjórnarskrárbrot í uppsigl- ingu. Í þriðja lagi er samkvæmt til- lögunum ennþá verið að tengja tekjur maka öryrkjans og láta það hafa áhrif á afgreiðslur til hans. Og í fjórða lagi þá er ætlunin að eigin tekjur öryrkjans virki miklu fyrr og eiginlega strax á tekjutrygg- inguna, þannig að það mun líka lækka greiðslurnar verulega. Og allt er þetta afturvirkt sem er andstætt stjórnarskránni.“ Starfshópurinn ekki skipaður óhlutdrægum aðilum Ragnar gagnrýnir val á mönnum í starfshóp ríkisstjórnarinnar sem lagði fram skýrslu um dóm Hæsta- réttar sem frumvarpið byggir á. Hann telur að þeir sem skipuðu hóp- inn geti stöðu sinnar vegna ekki tal- ist óhlutdrægir í afstöðu sinni, enda séu ma. í hópnum starfsmenn heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins og fjármálaráðuneytisins og að formaður starfshópsins sé lögmaður Tryggingastofnunar ríkisins og reki fyrir stofnunina mál fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur. Að sögn Ragnars hefði verið nauðsynlegt að óhlutdrægir aðilar hefðu skipað starfshópinn, sérstak- lega með hliðsjón af því að annar stjórnarflokkanna hefði frá byrjun ákveðið að líta á dóminn sem brot á stjórnarskránni á þann hátt að Hæstiréttur hafi gengið of langt í að vernda minnihlutahópa, sem ekki væri hlutverk hans að gera. Þá hefðu komið fram þau skilaboð að dómurinn væri afskipti af stjórnmál- um og að hann væri slys. „Þetta voru skilaboðin til nefndarinnar frá forsætisráðherra um að reyna koma þessu þannig fyrir að hans sjónar- mið réðu.“ Ragnar sagði að þessi niðurstaða væri ekki bara vandamál Öryrkjabandalagsins, heldur væri hún áhyggjuefni allrar þjóðarinnar. „Þetta eru auðvitað skilaboð frá rík- isstjórninni um að það hafi í sjálfu sér enga þýðingu fyrir fólk að vera að leita fyrir dómstóla með réttinda- mál sín eða brot á mannréttindum, því ríkisstjórnin hafi að lokum tögl og hagldir og geti komið í veg fyrir að dómnum verði framfylgt.“ Ríkisstjórnin skilur ekki dóm Hæstaréttar Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalags Íslands, sagði um niðurstöðu ríkisstjórnarinnar, að ef ekki væri um hreina hefndarráðstöf- un að ræða væri ljóst að ríkisstjórn- in hefði hvorki skilið kröfur Ör- yrkjabandalagsins og dóm Hæsta- réttar né heldur þá grundvallar- reglu mannréttindasáttmála og al- þjóðlegra samninga sem kveði ótvírætt á um að fólk hafi mannrétt- indi sem einstaklingar, en ekki sem hluti af heild. „Þeir skilja ekki að öryrkjar hafa þau grundvallarmannréttindi að fá að stofna til hjúskapar með öðrum einstaklingi óháð stétt og stöðu, án þess að stjórnarskrárbundinni tryggingaskyldu ríkisins sé varpað yfir á viðkomandi einstakling og hann taki öryrkjann á sitt framfæri. Og við erum að tala um litlar 51.000 krónur sem öryrki í sambúð getur að hámarki fengið. Þetta er 16.000 krónum lægri upphæð en menn fá í tímabundnu atvinnuleysi, sem er al- gerlega óháð tekjum maka. Þetta endurspeglar og afhjúpar hleypi- dóma í garð þeirra einstaklinga sem verða fyrir því að fatlast.“ Garðar bendir á að í sjö ár sé búið að berjast fyrir þessum rétti og að bæði dómstigin sem um málið hafi fjallað hafi komist að þeirri niður- stöðu að óheimilt hafi verið að skerða tekjutryggingu öryrkja vegna tekna maka frá 1994. Engu að síður sé það ætlun ríkisstjórnarinn- ar að bera fyrir sig fyrningum, þrátt fyrir að búið sé að takast á um málið frá því að lögin voru sett árið 1994. „Á þá hinn brotlegi að njóta þess að hafa tafið málið og þæft og hindr- að framgang réttvísinnar? Þetta misbýður siðferðiskennd allra sóma- kærra og siðaðra manna. Og það að koma með krók á móti bragði lýsir ekki aðeins skorti á drengskap held- ur gríðarlegum óheilindum og við verðum að treysta því að meirihluti alþingismanna komi í veg fyrir það slys að frumvarp þetta nái í gegn með óbreyttum hætti.“ Hörð viðbrögð þingmanna stjórnarandstöðunnar og Öryrkjabandalagins við frumvarpi ríkisstjórnarinnar Telja ríkis- stjórnina ekki hlíta úrskurði Hæstaréttar Forsvarsmenn Öryrkjabandalagsins sátu í gær fund með þingmönnum stjórnarand- stöðunnar, þar sem farið var yfir dóm Hæstaréttar og viðbrögð ríkisstjórnarinnar við þeim dómi. Eiríkur P. Jörundsson ræddi við fundarmenn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Forsvarsmenn Öryrkjabandalagsins hittu þingmenn stjórnarandstöðunnar á fundi í gær, þar sem farið var yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar gagnvart dómi Hæstarréttar í máli Öryrkjabandalagsins. ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segist vera ákaf- lega ósáttur við þessa niðurstöðu ríkisstjórnarinnar og að þetta kalli á mjög hörð viðbrögð stjórnarand- stöðunnar. Að sögn Össurar er kjarninn í málinu sá að ríkisstjórnin ætli sér ekki að fara að úrskurði Hæstaréttar. „Ég hef skilið úrskurð Hæstarétt- ar þannig, að hann lýsi því afdrátt- arlaust yfir að það stríði gegn mann- réttindaákvæðum stjórnarskrárinn- ar að tengja tekjutryggingu öryrkja við tekjur makans. Það á að halda því áfram, bara í minna mæli heldur en áður. Þannig að ég fæ ekki betur séð en að framkvæmdavaldið sé að gefa Hæstarétti langt nef.“ Ekki þarf að breyta lögum Össur kveðst sannfærður um að þessi niðurstaða muni leiða til áfram- haldandi málaferla af hálfu Öryrkja- bandalagsins eða einstakra öryrkja, þannig að málið sé áfram í uppnámi. „Ég tel líka ákaflega vafasamt af ríkisstjórninni að ætla einungis að endurgreiða öryrkjum fjögur ár aft- ur í tímann en ekki sjö ár. Það er ekki hægt að bera því við að það gildi fyrningarregla í þessu máli. Það er einfaldlega að mínu viti ósiðlegt að bera við fyrningarreglu þegar um er að ræða mannréttindabrot ríkis- stjórnarinnar. Einnig tel ég það ekki ganga upp að lögin séu gerð aftur- virk.“ Össur segist telja að ekki þurfi að breyta lögum til þess að verða við dómi Hæstaréttar. „Hæstiréttur ómerkti þau ákvæði almannatrygg- ingalaganna sem heimila skerð- inguna. Lögin gilda áfram, þannig að ríkisstjórnin átti bara að greiða út samkvæmt þeim gildandi lögum, það liggur alveg ljóst fyrir. Nú skil ég líka af hverju ríkisstjórnin taldi sig þurfa að leggja fram lög, vegna þess að hún ætlar áfram að skerða, bara með öðrum hætti.“ Kallar á hörð viðbrögð stjórnarandstöðunnar ÖGMUNDUR Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar veki bæði furðu og reiði. Þá sé það undarlegt hvernig rík- isstjórnin hafi unnið að málinu, í stað þess að leita samstarfs við Öryrkja- bandalagið og stjórnarandstöðuna hafi þessum aðilum báðum verið kynnt niðurstaðan nánast á handa- hlaupum. „En öllu alvarlegri eru þó þær nið- urstöður sem að ríkisstjórnin hefur komist að. Í fyrsta lagi ætlar hún ekki að greiða öryrkjum það sem þeim ber aftur í tímann, samkvæmt niðurstöðu dómsins, en vill þess í stað beita fyrn- ingarákvæðum í lögum. Nú er það skilningur Öryrkjabandalagsins að réttarbrot hafi verið framin á öryrkj- um. Þau eru skaðabótaskyld og lúta ekki þeim fyrningarákvæðum laga sem að ríkisstjórnin ætlar að beita fyrir sig, heldur ber að horfa tíu ár aftur í tímann. Þetta ætlar ríkis- stjórnin að virða að vettugi og það er í hæsta máta gagnrýnivert.“ Málinu fjarri því lokið Þá segir Ögmundur það vekja furðu, ef rétt sé, að ríkisstjórnin ætli að bæta öryrkjum skerðinguna á grundvelli nýrra laga sem byggist á skerðingu. „Ég held að fáir hafi haft hugarflug til að ímynda sér að menn myndu ganga þetta langt. Síðan er það auðvitað undarlegt, og kannski undarlegast af öllu, að það eigi ekki að fara að þeirri niðurstöðu sem Hæsti- réttur komst að, sem er að aftengja tekjutryggingu öryrkja frá tekjum maka. Það verður ekki gert. Þannig að það verður ekki farið að niðurstöðu Hæstaréttar í þessu máli.“ Að sögn Ögmundar ber ennfremur á það að líta, að breyta eigi viðmiðun tekjuskerðingar og ekki til hagsbóta fyrir öryrkja, heldur þvert á móti. „Þetta er nokkuð sem hlýtur að koma á óvart, en nú er að staðfestast sá illi grunur sem að margir höfðu, að nefndinni margfrægu hafi ekki verið falið verkefni sitt til að athuga með hvaða hætti væri hægt að koma til móts við öryrkja og bæta þeirra kjör, heldur til að hafa af þeim kjörin og skerða þeirra réttindi. Allt er þetta ámælisvert og kallar á mikla umræðu innan þings og utan. Ég er alveg sannfærður um það, að því fer afar fjarri að þessu máli sé lokið.“ Ákvörðun ríkisstjórnar- innar vekur furðu og reiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.